Þó að útilega síðustu helgar hafi verið blásin af gátum við stelpurnar ekki hugsað okkur að gera ekkert svo við brugðum á það ráð að taka smávegis roadtrip á Þingvelli sem síðan lengdist töluvert og við tókum Gullna hringinn allan. Ætluðum að grilla eitthvað ógeðslega gott þegar við kæmum heim en vorum það seint í því að við nenntum því einfaldlega ekki. Sættum okkur bara við pizzu sem við skoluðum niður með bjór. Lóa mætti líka á svæðið en frú Björg beilaði - hvað sem það átti að þýða. Við enduðum svo á Barnum og fengum til okkar góða "gesti" - Clausen og Ragga!
Á sunnudagskvöldið varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að passa Söru Margréti á með Lóa og Jóhann fóru út að borða í tilefni árs brúðkaupsafmælisins. Ég og Sara ákváðum að vera á svipaðri bylgjulengd þannig að þetta gekk vonum framar!
Ég er svo að hugsa um að skella mér á Grundarfjörð um helgina....þar er alltaf massastemming helgina fyrir Versló - spurning hvort að þið hin eigið ekki bara að drífa ykkur líka!! Nánari upplýsingar um hátíðina hér
Svo frétti ég að Valdi minn hefði verið að giftast Önnu sinni um helgina og þau fá hér með innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins!
Á sunnudagskvöldið varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að passa Söru Margréti á með Lóa og Jóhann fóru út að borða í tilefni árs brúðkaupsafmælisins. Ég og Sara ákváðum að vera á svipaðri bylgjulengd þannig að þetta gekk vonum framar!
Ég er svo að hugsa um að skella mér á Grundarfjörð um helgina....þar er alltaf massastemming helgina fyrir Versló - spurning hvort að þið hin eigið ekki bara að drífa ykkur líka!! Nánari upplýsingar um hátíðina hér
Svo frétti ég að Valdi minn hefði verið að giftast Önnu sinni um helgina og þau fá hér með innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home