mánudagur, ágúst 28, 2006

Þá er þriðja Akureyrarhelgin í ágúst afstaðin og tókst nokkuð vel. Óvænta afmælisveislan fyrir Árna heppnaðist frábærlega, reyndar svo vel að sumir gestanna sváfu fram á laugardagskvöld! Ég var ekki í þeim hópi, entist þó til að ganga fimm en tók þá skynsemina á þetta og fór heim (til Benna) að sofa. Við Villi reyndum svo að vera menningarleg á Akureyrarvöku (menningardögum Akureyringa)....það er skemmst frá því að segja að það misheppnaðist algerlega. Röltum á Karólínu og fengum okkur appelsín, nenntum ekki á listasafnið eða önnur gallerí, misstum af dagskránni á torginu og vorum svo þreytt um kvöldið að við beiluðum á djamminu, yfirgáfum gestgjafana okkar og sofnuðum síðla nætur úti í sveit!
Nú verður tekin Akureyrarpása í dágóðan tíma - því enginn hefur gott af því að fá of mikið af hinu góða..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home