þriðjudagur, september 12, 2006

Í morgun þegar ég vaknaði fann ég hjá mér þessa löngun sem kemur stundum yfir mig að vera pæja í vinnunni. Pæjulöngunin var það sterk að ég skellti mér í stutt pils og stígvél...ógeðslega töff! En af því að það var pínu kallt fór ég í lopapeysu og lopavettlinga við - örugglega skiptar skoðanir um hversu töff það er. En ég er að fíla það að vera svona "þjóðleg" pæja og þegar ég speglaði mig í hádeginu laust niður í huga minn hvað ég ætti að fá mér í hádegismat. Ég brunaði í Melabúðina og voila:


Reyndar fékk ég mér aðeins hálft kindahöfuð og rófustöppu með....en mikið ógeðslega var það gott!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home