þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ég bið mína örfáu lesendur afsökunar á bloggleysinu…..en ég ákvað að taka bloggfrí um leið og sumarfrí…..sérstaklega þar sem að ég er ekki nettengd heima í glæsiíbúðinni minni. Það er orkuveitunni að kenna sem enn hefur ekki troðið ljósleiðaranum sínum/mínum í gagnið..við nenntum ekki að vera að fá okkur tengingu þar til það verður til. Þá á þetta víst að vera alveg supertenging, súpersími og súpersjónvarp og því verður engin ástæða fyrir mig að fara út úr húsi. Tala nú ekki um þar sem að nú hef ég mitt 42” plasma fyrir mig og á meðan getur Villi horft á 32” LCD sjónvarpið sitt, ég verið í tölvunni minni og hann í sinni, ég spilað á eitt piano og hann á hitt. Við getum meira að segja sofið í sitthvoru rúminu!!! Semsagt – enginn ágreiningur – ekkert vesen. Ég í mínu horni, Villi í sínu horni. Er hægt að biðja um meira? ;o)

Annars verð ég að segja að það var hreinlega þess virði að hætta í skólanum og fara að vinna – bara fyrir sumarfríið. Sumarfrí er lúxus – sumarfrí er frábær hugmynd og alger lúxus eftir að hafa stritað myrkranna á milli síðustu óteljandi sumur…bara til þess að eiga fyrir bjór um helgar – og kannski smávegis matarbita á köldum vetrarkvöldum. En núna jahá núna er ég nýtur þjóðfélagsþegn, borga allt of mikið af sköttum, á mína eigin íbúð, eigin kött, eigin mann (í tveimur orðum ennþá) og eigið sumarfrí….þvílík snillllllld!

Sumarfríið skiptist í fjóra hluta:

1. Verslunarmannahelgi á Akureyri …..þar sem mestum tíma var eytt á Gránufélagsgötunni hjá Árna og Sunnu en einnig hjá Kidda og á torginu hjá Hólmari og Benna. Minni tími fór í að skoða mannlífið og sóðaskapinn utandyra. Héldum líka grillpartý á Björg, forum í pottinn, á trúnó, dönsuðum, rifumst, kysstumst og knúsuðumst langt fram á morgun.
2. Á þriðjudeginum keyrði ég svo heim á Ströndina í rólegheit og vellystingar hjá pabba og afa og ömmu. Borðaði góðan mat, tók bíltúra með pabba og lá í pottinum. Frábær afslöppun.
3. Kom heim á föstudagskvöld og fékk Anton og Erlu í heimsókn. Villi sofnaði út frá gleðinni en við héldum áfram niður í bæ. Þar sagði Anton skilið við okkur en við Erlurnar tjúttuðum lengi lengi. Vikan fór svo í heimilislegt stúss, fundavesen, húsfélagsvesen og aðra ánægjulega hluti.
4. Á síðasta föstudagsmorgun lá svo leiðin í afmælisferð tengdamömmu yfir Sprengisand. Reyndar byrjaði ferðin á því að það sprakk á bílaleigubílnum svo að við forum bara í morgunmat á Mílanó meðan Bílaleiga Akureyrar reddaði því. Gistum í Hrauneyjum á föst.d. nóttina, borðuðum sjúklega góðan mat og fórum í pottinn á eftir, keyrðum síðan í c.a 10 tíma á laugardeginum með viðkomu á Restaurant Goðafossi um kvöldið. Við hjúin tókum svo flug suður aftur á sunnudagskvöld.


Ég er strax farin að hlakka til næsta sumarfrís!!!
Myndir á myndasíðunni…..ef ég næ að setja þær inn áður en að vinnudegi lýkur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home