Gerði heiðarlega tilraun í gær til að bæta úr dugleysi mínu og boðaði til ferðafundar á Barnum. Bjóst að sjálfsögðu við mikilli stemmingu, smávegis bjórdrykkju og almennum skemmtilegheitum. Ég og Danni mættum fyrst á svæðið og fengum okkur að borða. Svo leið og beið en enginn kom. Svo kom í ljós að Arna var orðin eitthvað slöpp, Bjögga hafði líklega dáið á Esjunni og Danni hafði gleymt að láta strákana vita að það væri ferðafundur. Rósa mætti þó, nývöknuð og fersk :o) Með eina nývaknaða og Daníel skelþunnan var ekki fyrir nokkurn mann að halda uppi stemmingu. Fundurinn varð því styttri en ég gerði ráð fyrir og ég fór súr og svekkt heim yfir lélegri mætingu og að sjá á eftir tónleikum með Jeff Who og dj-stuði með Björk. Til þess að sýna þá gríðarlegu gleði sem ríkti á fundinum okkar læt ég fylgja með mynd:
Planið er samt að kaupa sjö manna bíl í dag, keyra í Kerlingafjöll á morgun og grilla lambalæri með aspas, skella sér í pottana, arka á hól eða tvo og stunda villt kynlíf með þeim álfum og tröllum sem á vegi okkar verða....... ef þetta freistar einhvers þá er hann/hún velkomin/n með!!
Planið er samt að kaupa sjö manna bíl í dag, keyra í Kerlingafjöll á morgun og grilla lambalæri með aspas, skella sér í pottana, arka á hól eða tvo og stunda villt kynlíf með þeim álfum og tröllum sem á vegi okkar verða....... ef þetta freistar einhvers þá er hann/hún velkomin/n með!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home