miðvikudagur, september 27, 2006

Ég hef ekki nennt að blogga upp á síðkastið og fyrir síðkastið var ég veik í viku. Lá heima í rúminu, svaf og lærði að lesa aftur. Það er varla að ég hafi lesið staf í skáldsögu síðan í byrjun aldarinnar en það var þá sem ég seldi sjónvarpinu sálu mína sem mér skilst af fróðu fólki að sé næstum jafn slæmt og að gera samning við djöfulinn. Ég veit nú ekki um það en slæmt er það þó. Þarna í veikindum mínum upplifði ég aftur gleðina og spennuna og hvernig ímyndunaraflið fer á flug þegar maður les bækur. Og ég er strax farin að hlakka til að lesa allar bækurnar sem að mig hefur langað að lesa síðustu ár en ekki komið mér í.

Þegar ég loksins frískaðist lagðist Villi svo í rúmið og þar liggur hann enn þrátt fyrir hetjulega tilraun í morgun til þess að fara í vinnuna. Þegar hann var hálfnaður á þessari 5 mínútna göngu fékk hann svima og tilheyrandi og rétt náði að skríða heim aftur. Litla greyið mitt.

Annars hefur margt smávægilegt verið á döfinni síðustu vikur. Fór t.d. á Nick Cave tónleikana. Var búin að hlakka mikið og lengi til en varð fyrir miklum vonbrigðum. Mér hins vegar til óvæntrar ánægju skemmti ég mér feikivel á BO tónleikunum sem pabbi bauð mér á. Já svona getur nú heimurinn verið skrítinn ?

Svo er ýmislegt spennandi í nánustu framtíð.
Arna er að byrja í nýrri vinnu (Til hamingju mús),
Himmi KF Nörd #5 er að fara að spila á móti meistaraflokki karla FH og þar mun ég verða með hvatningaspjöldin og hvatningaröskrin á hreinu.
Ég skipti um vinnustað í 2 mánuði
Soffía systir vinnur þrekmeistarann öðru sinni (það er náttúrulega ekki spurning)
Ég fer að byrja í ræktinni
Afmæli hjá Ástríði Helgu litlu frænku minni á Sunnudaginn
Haustfagnaður hjá ÞOR eftir rúma viku
Góð rauðhærð vinkona mín á von á sér


Í ofangreindri upptalningu er ein staðreyndarvilla. Hver er hún?


(Búin að bæta inn nýjum linkum á gott fólk: ingveldi, sverri og heiði)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home