fimmtudagur, september 29, 2005

Tímabundna móðuhlutverkinu er lokið í bili. Tilraunin tókst framar vonum þrátt fyrir svefnleysi á stundum. Held að Villi minn hafi orðið svoldið hræddur til að byrja með enda ekki á hverri nóttu sem litlir stubbar læðast upp í rúmið hjá okkur. En hann jafnaði sig og var jafnvel farinn að sofa með bæði augun lokuð í endann. Stubbunum fannst samt eitthvað erfitt að muna hvað Villi hét og kölluðu hann Valla í gríð og erg enda miklir vinir hans Valla pípara og fannst eitthvað þægilegra að láta þá bara heita það sama! Þetta var ágætis reynsla áður en að maður leggur sjálfur í alvöruna en er þó mjög fegin að geta sofið lengur en til sex á morgnanna!

Horfði á fyrsta þáttinn í nýju LOST seríunni í gær --- mjög spennandi - vona að þáttur 2 fari að koma á netið - þeir sem vilja vita nánar hvað gerðist hafi samband við mig!

Annars má ég ekki vera að þessu núna........hvað er samt planið um helgina?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home