fimmtudagur, september 29, 2005

THE APPRENTICE SÖNGLEIKURINN Á BROADWAY!
Hver vill með?
Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum að Donald Trump er með mikilmennskubrjálæði á háu stigi. Hann getur allt, á allt, veit allt, þekkir allt, fær allt og má allt - þetta minnir jafnvel á Baugs-fjölskylduna! Nema hvað...hr. Trump er ekki svo óheppinn að búa á Íslandi þar sem það þykir stórglæpur að hafa allt þetta allt sem hér getur að ofan. En hver veit nema Jón Ásgeir láti setja upp "Stóra-Baugsmálið söngleik" á Broadway Íslands? Ég myndi allavegana frekar fara að sjá það heldur en The Apprentice söngleikinn! Nema kannski ef að Trump byði mér út að sjá hann, ég fengi að ferðast um í limmósínu, borða á bestu veitingastöðunum, versla frítt í hátískuverslununum og gista í Trump-turninum - verst (eða ekki verst) að þá yrði Bush forseti að vera fallin frá (annað hvort í orðsins fyllstu merkingu eða embættinu)!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home