þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Á föstudaginn síðasta réði ég mig í fjórða hlutastarfið mitt með skólanum og hlakka mikið til að byrja. Þetta er víst bráðnauðsynlegt ef að ég á að get haldið Villa uppi því hann er sérstaklega dýr í rekstri þessi elska. Þrátt fyrir að námslán frá LÍN séu gífurlega há eins og allir vita virðast þau bara ekki duga sem skal, hvernig sem stendur á því. Ég er því ekki eingöngu Háskólanemi í dag heldur líka starfsmaður BHM, starfsmaður í Foreldrahúsi, starfsmaður á Leikskólanum Hagaborg og starfsmaður á heimili í Fossvoginum!! Það er því í nógu að stússast þessa dagana - sem er vel - allavegana þar til annað kemur í ljós!!

Ég vil svo biðja aðdáendur mína um að fylgjast vel með mogganum næstu daga þar sem að andlit mitt mun birtast á síðum þess merka blaðs!

...og Bjúgus ----- það styttist óðum....verður eitthvað að borða? ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home