föstudagur, júlí 30, 2004

20 mínútur í fjögur.....spennan farin að aukast.....á eftir að fara í búð og ríkið.....pakka í bílinn og leggja af stað......
........Vaglaskógur 2004 ......ég er á leiðinni!!!

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Ég er eiginlega ekki búin að gera neitt í vinnunni í dag....sem er gott.  Mætti 8:30 og var í morgunmat til 10:00 og svo var allt í einukominn matartími.  Núna nenni ég heldur ekki að gera neitt enda bara klukkutími þar til ég kemst heim - reyndar til þess að vinna aðeins fyrir Bandalagið en það tekur ekki langan tíma!

Alveg hissa á því samt hvað ég er lítið þreytt eftir þeytipíkudaginn í gær.  Þá vaknaði ég fyrir allar aldir og keyrði ein útúr bænum og á Vatnsnesið þar sem ég fór í jarðaför.  Að erfidrykkju lokinni brunaði ég aftur til baka í bæinn....með nokkrum stoppum sökum þreytu...var farin að sjá línurnar þrefalt á tímum....skreið í bæinn um 20 leytið og fór í vinnuna til 22.  Að lokinni vinnu var svo bráðnauðsynlegur ferðafundur.  Þar voru ræddar og teknar ákvarðanir um helgina - hverjir færu, með hverjum og hverjir svæfu hvar og með hverjum (þó að hjá sumum ráðist það kannski af öðru en ákvörðunum fundarmanna!!)  Ákveðið hefur verið að næturnar verði tvær enda gert ráð fyrir mikilli gleði.  Spáin er ágæt en ef eitthvað í henni klikkar þarf enginn að óttast því á Nexus svæðinu verður 25 fm. útihátíðartjald.  Enn hvetjum við þá sem eru óákveðnir að drífa sig í útilegu gírinn og mæta á svæðið.

Hverjir fengu endurgreitt frá skattinum???  Ég vona ég...man ekki veflykilinn minn þannig að spennan er að fara með mig.  Ef svo illa fer að ég þurfi að borga þeim má búast við að Erlan þrauki aðeins eina nótt í Vaglaskógi og láti sig svo fljóta að feigðarósi niður með ánni sem mér skilst að liggi meðfram Vaglaskógi.

mánudagur, júlí 26, 2004

Þvílík kvöl og pína sem einkennir líkamlegt atgervi mitt síðustu þrjá daga. Einföldustu athafnir daglegs lífs verða að áreynslumiklum tilraunum til þess að fúnkera rétt.  Athafnir eins og að setjast, standa upp, leggjast, snúa sér, beygja sig og teygja kalla á gríðarlegan sársauka.  Svona fer þegar fólk eins og ég ákveður að skella sér í áhættuíþróttir eins og hestaíþróttina.  Á laugardaginn ´hélt ég nefninlega í rúmlega tveggja tíma hestaferð í Mosfellsdalnum.  Ég vildi geta sagt að ég hafi þó að minnsta kosti tekið mig vel út á baki...en þá væri ég að ljúga - fyrstu merki þess að ég yrði ekki almennilega starfhæf næstu daga voru doði í fótleggjum og klofi.....svona nokkurn veginn eins og ef maður hefði riðið í trúboðsstellingunni samfleytt í tvær vikur.....svona hlýtur vændiskonum að líða á hverjum degi!!!  Ég skemmti mér samt mjög vel......reyndi að bera mig vel og halda í við litlu kútana mína sem að allir eru þrælvanir hestamenn - hefði kannski átt að halda mig með hópnum sem hafði aldrei farið á hestbak...en það hefði bara ekki verið jafn kúl.  Og ef að óstarfhæfni í nokkra daga er fórnarkostnaður þess að vera kúl á hestbaki - þá so be it!!!!!
 
Þrátt fyrir að hafa verið lurkum lamin eftir hestaferðina tókst mér að staulast á lappir um miðnætti og mæta í matarboðið hjá Hörpu Halldórs. Matarboðið var að sjálfsögðu búið en smávegis öl eftir.  Tókum Taxa í bæinn upp úr tvö....kíktum á Celtic og stigum léttan dans.  Ég og Arna stungum svo af á 22...og út aftur og beint heim - saman að sjálfsögðu enda báðar karlmannslausar þessa helgina!!!
 
Annars virðast öll vötn liggja til Vaglaskógar um næstu helgi.  Nákvæm staðsetning búðanna hefur þó ekki verið staðfest en von er á nánari upplýsingum þá og þegar.  Skráning er í fullum gangi en þó eiga enn nokkrir eftir að staðfesta komu sína.  Þeim er bent á að hafa hraðar hendur í þeim málum svo svæðisskipulag verði komið á hreint á föstudaginn!
 

 
 

föstudagur, júlí 23, 2004

JEEEEESSSSSS Æ LOV IT!!  Ég verð komin í helgarfrí eftir nákvæmlega sex klukkutíma :o)  Vildi samt að ég hefði verið í fríi í dag -- ég er svo þreytt að augun síga ósjálfrátt niður á 30 sekúnda fresti, ég geyspa framan í viðskipta vinina og geri ráð fyrir að það sé erfitt að skilja mig í síma þar sem að talfærin eru hálf dösuð líka.  Ástæðan fyrir þreytu minni er að sjálfsögðu pool-mótið í gær.  Spennan var yfirþyrmandi og öll mín orka fór í einbeita mér að sigrinum......man samt ekki alveg hvort að ég vann eða ekki.  Mótið var nefninlega fjölmennara en búist var við og því mikill slagur um sigurinn.  Poolstofan í Lágmúla fær bestu þakkir fyrir að "hósta" mótið og fyrir góða þjónustu en okkur var færður að gjöf þetta kvöldið fjallmyndarlegur, ungur einkaþjónn!!

Arna, Lóa, Rebekka og Doddi fá einnig þakkir fyrir góða keppni.  Arna var kosin nýliði ársins enda sýndi hún gífurlega hæfileika þrátt fyrir takmarkaða reynslu í íþróttinni.
Til hamingju Arna!

 

fimmtudagur, júlí 22, 2004

The air has been cleared.......

Það er þá 98% komið á hreint að leiðin liggur á Nexusleikana 2004 í Vaglaskógi um verslunarmannahelgina.  Fjölmenni hefur skráð sig og er nú svo komið að huga verður að stækkun leikvallarins.  Hólmar Kínafari og Kiddi þakleki hafa tekið að sér að kanna og undirbúa svæðið ásamt því að semja við landvörðinn um öryggisgæslu, afmarkað svæði og annað slíkt.  Við hvetjum áhugasama til þess að setja sig í samband........já sko hafa samband!  En þar sem Nexusleikarnir taka einungis sólarhring nema komi til bráðabana er búist við að liðin haldi svo til Akureyrar og gleðjist með öðrum gestum þar.

Þar sem að hæfileikar mínir liggja ekki eingöngu í Nexusíþróttinni heldur mörgum öðrum hefur verið ákveðið að stofna til Pool móts í kvöld.....þar munu ég og Rebekka berjast um titilinn "Pooldrottning fimmtudagsins fyrir verslunarmannahelgi".  Við hvetjum áhugasama einnig til þess að hafa samband vilji þeir reyna að stöðva sigurgöngu okkar í íþróttinni.

Eins glöggir lesendur hafa líkega áttað sig á þá falla umræddar íþróttir ekki undir "íþróttir án áfengi" ........reglur eru nokkuð frjálslegur...hvort sem um klæðaburð eða drykjjarföng er að ræða :o)

miðvikudagur, júlí 21, 2004

....já það er engin önnur en Rebbi minn sem að fiffaði aðeins til síðuna mína eftir að ég var búin að skipta um lúkkið --- ég er ekki nógu góð í þessu Template dóti!!

Í kvöld gætu úrslit ráðist um það hvort að mín kemst á Vaglaskóg 2004 eða hvort að hún neyðist til þess að vera innipúki í borg dauðans í stað þess að njóta náttúrunnar á norðurlandi eystra.

Búin að vera bissí í vinnunni í dag......ætla núna að skella mér í IKEA og athuga hvort að það er ekki eitthvað skemmtilegt og áhugavert og ódýrt sem mig langar í þar.....síðan ætla ég í vinnuna.....síðan ætla ég ....að.....jámm......to be continued.

Kaffihús á morgun.....ha Rebbi....já ......einhverjir fleiri kannski?

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Þá er Svanhildur farin og eymdarlegur hversdagsleikinn tekinn við :o)  Síðustu dagar hafa verið frekar blogglausir en þó ágætir samt.  Hver grillveislan á fætur annarri síðan á miðvikudag - þannig að það var nóg að gera í því að borða.  Smávegis gathering hjá Danna á föstudagskvöld og aðeins kíkt í bæinn.......þ.e.a.s. flestir kíktu aðeins í bæinn.....ég kíkti örlítið lengur en það og endaði í sveiflu á 22 með Gunna Nexus, Dabba svarta, Trausta, Robba og Antoni.
 
Skipulagning verslunarmannahelgarinnar er í fullum gangi en útlitið er nokkuð dökkt fyrir mig.  Virðist ætla að fara svo að mín komist ekki :o(  Samningaviðræður munu þó fara fram annað kvöld um málefnið.

miðvikudagur, júlí 14, 2004

ÖLL ÉL BIRTIR UPP UM SÍÐIR......eða allavegana hef ég tekið þá ákvörðun að hætta við að stunda einlífi...einnig ákvað ég að gefa veröldinni annan sjens áður en ég fer í útlegð!

Rósa María á ammæli í dag - og við skulum öll syngja saman ammælissönginn fyrir hana (í einrúmi) TIl hamingju með daginn Rósa mín!

Annars er ég ekki orðin svo himinlifandi að ég geti reytt af mér brandarana í dag - en þetta er allta að koma. Ljúfur dagur í vinnunni - dinner í kvöld - og grill á morgun.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Svanhildur engillinn minn og kærastinn Klaus eru loksins komin aftur í borgina eftir útlegð í skagafirðinum. Eins og margra er von og vísa þetta árið mættu þau beint á Flyðrugrandann og hafa nú hertekið íbúðina! Ég hef því verið send í tímabundna útlegð til Villa míns :o)
Svanhildur gengur aftur í barndóm og er að taka bílprófið aftur....ekki það að hún hafi misst prófið vegna glæfralegs athæfis....heldur frekar vegna glæfralegrar vanþekkingu. Hún gerði sér nefninlega aldrei grein fyrir því að maður þyrfti að endurnýja ökuskírteinið sitt eftir x langan tíma. Svanhildur hefur því verið að keyra ökuréttindalaus í fjölmörgum löndum en sem betur fer ekki komist í kast við lögguna!!

Annars er djöfull og dauði í loftinu í dag......andlegt atgervi mitt er í molum og ég hef jafnvel íhugað að snúa mér að einlífi og útlegð. Halda mig fjarri flóknum raunveruleikanum, útbúa frumstæðar vúdúdúkkur af óvinum mínum og brenna þær á báli eða eitthvað þaðan af verra. Kannski brýst ég líka inn hjá Dabba Odds í leiðinni, klippi af honum annað eyrað, sendi það með DHL til Halldórs Ásgrímssonar og vara hann við að halda áfram elta Davíð eins og átta ára polli gerir við stóra töffarabróðir sinn. Ég gæti svo sem tekið ríkisstjórnin eins og hún leggur sig ef ég byrja á eyrnaskurði á annað borð........ríkisstjórnin á það varla skilið að vera eyrum prýdd enda hlustar hún á engan nema sjálfa sig!!!

En það var þó ljósglæta í öllu myrkrinu í dag...soldið rauðleit....og var í mogganum :o)
Elsku Valdi til hamingju.....loksins orðin frægur!!!

föstudagur, júlí 09, 2004

HAHAHA ...ég kíkti á gestabókina mína áðan. Eitthvað sem ég held að ég hafi aldei gert áður! ...er eitthvað við síðuna mína sem tengist klámi á einhvern hátt? hmm...jú kannski nafnið hafi þessi áhrif....allavegana eru komnir nokkrir gestir þarna inn sem að sjálfir virðast eiga vafasamar síður - og án efa með staðlað guestbook comment - hvet ykkur til að skoða...gætuð fundið eitthvað við ykkar hæfi - já og svo endilega kvitta í leiðinni elskurnar mínar!!

Í morgun átti ég stefnumót við borgarstjórann...Þórólf sjálfan! Hann var jafn sætur og sjarmerandi og ávallt en eini gallin var að ég þurfti að deila honum með átta öðrum konum. Ég er ekki mikið fyrir að deila karlmönnunum mínum og hvað þá ef þeir eru í áhrifa stöðu eins og hann Þórólfur minn. Í slíkum tilvikum fyllist ég oft bræði í garð keppinautanna og geri mitt besta til að verja yfirráðasvæði mitt en í dag lét ég í minnipokann enda um samstarfskonurmínar að ræða. Ég læddist hljóðlega frá matarborðinu og lét mig hverfa sár og svekkt yfir að hafa ekki fengið óskipta athygli borgarstjórans.....ég hefði nú kannski getað hamið mig og setið kjurr en þá hefði ég hugsanlega misst eitthvað ósiðlegt og ögrandi út úr mér......hvernig pikkuplínur ætli maður eigi annars að nota á borgarstjóra??!!!!!

Annars er helgin enn tiltölulega óráðin.....nema að ég býst við að horfa á leiðarljós klukkan 17:05 í dag. Leiðarljós er einn af fáu föstu punktunum í lífi mínu sem ég get stólað á en þættirnir eru líka farnir að hafa slæm áhrif á heilsu mína......spennan og dramað sem einkennir þættina hafa startað magasári, einnig kvíðinn sem læðist að mér þegar ég lít á klukkuna og uppgvöta að þátturinn er að verða búinn......þá er mér allri lokið....

Guiding light IS my guiding light!!

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Og þá líður aftur að helgi....og hún enn óráðin - það fyllir mig óöryggiskennd að vita ekki hvað helgin mun bera í skauti sér, að hafa ekkert planað. Ég hef þó enn daginn í dag og jú kannski morgundaginn en ef ég geymi ákvörðunina svo lengi er hætt við að meltingartruflandir og kvíðaköst fari að segja til sín!
Reyndar er mér boðið í kynningarpartý á nýja camapari-drykknum á laugardaginn.......alltaf spurning um að líta við þar. Skyndilega langar mig´í keilu líka og kannski pool......ætla líka að sofa út sem mun án efa vera mesta tilhlökkunarefni helgarinnar. Spurningunni um hvort ég þarf að vinna smávegis er enn ósvarað líka og hefur það áhrif á ákvarðanatökuna. Ég er samt opin fyrir hugmyndum!

þriðjudagur, júlí 06, 2004

SKÓGUM 2004 LOKIÐ
Já þá er gleðin búin og alvara lífsins tekin við! Skógaútilegan brást ekki frekar en fyrri daginn og mér er hjarta næst að segja að hún hafi jafnvel slegið þá síðustu út. Skipulag og aðstaða til fyrirmyndar......brekkusöngurinn aldrei betri og björgunarsveitin stóð fyrir sínu - allavegana í þessi tvö skipti sem ég naut liðsinnis hennar. Þeir bjóða samt ekki upp á bláan strumpaplástur.....en mér skilst að Matti muni ganga í það mál fyrir næstu hátíð.

Það var lítið sofið - lítið borðað en gert mikið af mörgu öðru um helgina. Partýtjaldið var á sínum stað og náði að standa uppi ólaskað fram á sunnudagsmorgun. Ég var hinsvegar ekki jafn ólöskuð og náði mér í nokkrar góðar skrámur, marbletti og kúlur í kapphlaupi við Daníel......undir áhrifum....í rigningu.....á malarstíg - hvernig dettur fólki svona vitleysa í hug??!!

Hugmyndaflæði og frumleiki var allsráðandi í ferðinni og hefur nú verið stofnaður landsliðshópur í Nexus. Nexus er boltaíþrótt sem fer fram í þartilgerðum útilegustólum. Standard nexus stóll hefur aðsjálfsögðu bjórdósahaldara a.m.k. öðru megin. Hins vegar er mælt eindregið með því að slíkur búnaður sé báðu megin. Nexus er leikur fyrir alla......þó ekki fjölskyldur því NEXUS er í raun áhættuíþrótt og skal eigi iðkuð nema undir eftirliti NEXUS hönnuðar, landsliðsmanns, dómara eða leikstjórnanda.
Nánari upplysingar um gang leiksins, sögu og uppruna má nálgast hjá Himma, Danna eða Kidda a.k.a. BubbiElli from the Nexus galaxy.

Arna, Himmi, Herdís, Danni, Kiddi, Matti, Árni fá fyrstu einkunn fyrir að vera hinir fullkomnu útilegufélagar. Þrátt fyrir höfuðverk, slatta af íþróttameiðslum, blaut föt, kulda og matarleysi var helgin ein af þeim bestu!!
.....ég frétti að það væri búið að plana versló - spurning um að taka æfingaleik í Nexus fyrir það........