mánudagur, júlí 26, 2004

Þvílík kvöl og pína sem einkennir líkamlegt atgervi mitt síðustu þrjá daga. Einföldustu athafnir daglegs lífs verða að áreynslumiklum tilraunum til þess að fúnkera rétt.  Athafnir eins og að setjast, standa upp, leggjast, snúa sér, beygja sig og teygja kalla á gríðarlegan sársauka.  Svona fer þegar fólk eins og ég ákveður að skella sér í áhættuíþróttir eins og hestaíþróttina.  Á laugardaginn ´hélt ég nefninlega í rúmlega tveggja tíma hestaferð í Mosfellsdalnum.  Ég vildi geta sagt að ég hafi þó að minnsta kosti tekið mig vel út á baki...en þá væri ég að ljúga - fyrstu merki þess að ég yrði ekki almennilega starfhæf næstu daga voru doði í fótleggjum og klofi.....svona nokkurn veginn eins og ef maður hefði riðið í trúboðsstellingunni samfleytt í tvær vikur.....svona hlýtur vændiskonum að líða á hverjum degi!!!  Ég skemmti mér samt mjög vel......reyndi að bera mig vel og halda í við litlu kútana mína sem að allir eru þrælvanir hestamenn - hefði kannski átt að halda mig með hópnum sem hafði aldrei farið á hestbak...en það hefði bara ekki verið jafn kúl.  Og ef að óstarfhæfni í nokkra daga er fórnarkostnaður þess að vera kúl á hestbaki - þá so be it!!!!!
 
Þrátt fyrir að hafa verið lurkum lamin eftir hestaferðina tókst mér að staulast á lappir um miðnætti og mæta í matarboðið hjá Hörpu Halldórs. Matarboðið var að sjálfsögðu búið en smávegis öl eftir.  Tókum Taxa í bæinn upp úr tvö....kíktum á Celtic og stigum léttan dans.  Ég og Arna stungum svo af á 22...og út aftur og beint heim - saman að sjálfsögðu enda báðar karlmannslausar þessa helgina!!!
 
Annars virðast öll vötn liggja til Vaglaskógar um næstu helgi.  Nákvæm staðsetning búðanna hefur þó ekki verið staðfest en von er á nánari upplýsingum þá og þegar.  Skráning er í fullum gangi en þó eiga enn nokkrir eftir að staðfesta komu sína.  Þeim er bent á að hafa hraðar hendur í þeim málum svo svæðisskipulag verði komið á hreint á föstudaginn!
 

 
 

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home