Svanhildur engillinn minn og kærastinn Klaus eru loksins komin aftur í borgina eftir útlegð í skagafirðinum. Eins og margra er von og vísa þetta árið mættu þau beint á Flyðrugrandann og hafa nú hertekið íbúðina! Ég hef því verið send í tímabundna útlegð til Villa míns :o)
Svanhildur gengur aftur í barndóm og er að taka bílprófið aftur....ekki það að hún hafi misst prófið vegna glæfralegs athæfis....heldur frekar vegna glæfralegrar vanþekkingu. Hún gerði sér nefninlega aldrei grein fyrir því að maður þyrfti að endurnýja ökuskírteinið sitt eftir x langan tíma. Svanhildur hefur því verið að keyra ökuréttindalaus í fjölmörgum löndum en sem betur fer ekki komist í kast við lögguna!!
Annars er djöfull og dauði í loftinu í dag......andlegt atgervi mitt er í molum og ég hef jafnvel íhugað að snúa mér að einlífi og útlegð. Halda mig fjarri flóknum raunveruleikanum, útbúa frumstæðar vúdúdúkkur af óvinum mínum og brenna þær á báli eða eitthvað þaðan af verra. Kannski brýst ég líka inn hjá Dabba Odds í leiðinni, klippi af honum annað eyrað, sendi það með DHL til Halldórs Ásgrímssonar og vara hann við að halda áfram elta Davíð eins og átta ára polli gerir við stóra töffarabróðir sinn. Ég gæti svo sem tekið ríkisstjórnin eins og hún leggur sig ef ég byrja á eyrnaskurði á annað borð........ríkisstjórnin á það varla skilið að vera eyrum prýdd enda hlustar hún á engan nema sjálfa sig!!!
En það var þó ljósglæta í öllu myrkrinu í dag...soldið rauðleit....og var í mogganum :o)
Elsku Valdi til hamingju.....loksins orðin frægur!!!
Svanhildur gengur aftur í barndóm og er að taka bílprófið aftur....ekki það að hún hafi misst prófið vegna glæfralegs athæfis....heldur frekar vegna glæfralegrar vanþekkingu. Hún gerði sér nefninlega aldrei grein fyrir því að maður þyrfti að endurnýja ökuskírteinið sitt eftir x langan tíma. Svanhildur hefur því verið að keyra ökuréttindalaus í fjölmörgum löndum en sem betur fer ekki komist í kast við lögguna!!
Annars er djöfull og dauði í loftinu í dag......andlegt atgervi mitt er í molum og ég hef jafnvel íhugað að snúa mér að einlífi og útlegð. Halda mig fjarri flóknum raunveruleikanum, útbúa frumstæðar vúdúdúkkur af óvinum mínum og brenna þær á báli eða eitthvað þaðan af verra. Kannski brýst ég líka inn hjá Dabba Odds í leiðinni, klippi af honum annað eyrað, sendi það með DHL til Halldórs Ásgrímssonar og vara hann við að halda áfram elta Davíð eins og átta ára polli gerir við stóra töffarabróðir sinn. Ég gæti svo sem tekið ríkisstjórnin eins og hún leggur sig ef ég byrja á eyrnaskurði á annað borð........ríkisstjórnin á það varla skilið að vera eyrum prýdd enda hlustar hún á engan nema sjálfa sig!!!
En það var þó ljósglæta í öllu myrkrinu í dag...soldið rauðleit....og var í mogganum :o)
Elsku Valdi til hamingju.....loksins orðin frægur!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home