fimmtudagur, júlí 22, 2004

The air has been cleared.......

Það er þá 98% komið á hreint að leiðin liggur á Nexusleikana 2004 í Vaglaskógi um verslunarmannahelgina.  Fjölmenni hefur skráð sig og er nú svo komið að huga verður að stækkun leikvallarins.  Hólmar Kínafari og Kiddi þakleki hafa tekið að sér að kanna og undirbúa svæðið ásamt því að semja við landvörðinn um öryggisgæslu, afmarkað svæði og annað slíkt.  Við hvetjum áhugasama til þess að setja sig í samband........já sko hafa samband!  En þar sem Nexusleikarnir taka einungis sólarhring nema komi til bráðabana er búist við að liðin haldi svo til Akureyrar og gleðjist með öðrum gestum þar.

Þar sem að hæfileikar mínir liggja ekki eingöngu í Nexusíþróttinni heldur mörgum öðrum hefur verið ákveðið að stofna til Pool móts í kvöld.....þar munu ég og Rebekka berjast um titilinn "Pooldrottning fimmtudagsins fyrir verslunarmannahelgi".  Við hvetjum áhugasama einnig til þess að hafa samband vilji þeir reyna að stöðva sigurgöngu okkar í íþróttinni.

Eins glöggir lesendur hafa líkega áttað sig á þá falla umræddar íþróttir ekki undir "íþróttir án áfengi" ........reglur eru nokkuð frjálslegur...hvort sem um klæðaburð eða drykjjarföng er að ræða :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home