föstudagur, júlí 09, 2004

Í morgun átti ég stefnumót við borgarstjórann...Þórólf sjálfan! Hann var jafn sætur og sjarmerandi og ávallt en eini gallin var að ég þurfti að deila honum með átta öðrum konum. Ég er ekki mikið fyrir að deila karlmönnunum mínum og hvað þá ef þeir eru í áhrifa stöðu eins og hann Þórólfur minn. Í slíkum tilvikum fyllist ég oft bræði í garð keppinautanna og geri mitt besta til að verja yfirráðasvæði mitt en í dag lét ég í minnipokann enda um samstarfskonurmínar að ræða. Ég læddist hljóðlega frá matarborðinu og lét mig hverfa sár og svekkt yfir að hafa ekki fengið óskipta athygli borgarstjórans.....ég hefði nú kannski getað hamið mig og setið kjurr en þá hefði ég hugsanlega misst eitthvað ósiðlegt og ögrandi út úr mér......hvernig pikkuplínur ætli maður eigi annars að nota á borgarstjóra??!!!!!

Annars er helgin enn tiltölulega óráðin.....nema að ég býst við að horfa á leiðarljós klukkan 17:05 í dag. Leiðarljós er einn af fáu föstu punktunum í lífi mínu sem ég get stólað á en þættirnir eru líka farnir að hafa slæm áhrif á heilsu mína......spennan og dramað sem einkennir þættina hafa startað magasári, einnig kvíðinn sem læðist að mér þegar ég lít á klukkuna og uppgvöta að þátturinn er að verða búinn......þá er mér allri lokið....

Guiding light IS my guiding light!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home