þriðjudagur, júlí 06, 2004

SKÓGUM 2004 LOKIÐ
Já þá er gleðin búin og alvara lífsins tekin við! Skógaútilegan brást ekki frekar en fyrri daginn og mér er hjarta næst að segja að hún hafi jafnvel slegið þá síðustu út. Skipulag og aðstaða til fyrirmyndar......brekkusöngurinn aldrei betri og björgunarsveitin stóð fyrir sínu - allavegana í þessi tvö skipti sem ég naut liðsinnis hennar. Þeir bjóða samt ekki upp á bláan strumpaplástur.....en mér skilst að Matti muni ganga í það mál fyrir næstu hátíð.

Það var lítið sofið - lítið borðað en gert mikið af mörgu öðru um helgina. Partýtjaldið var á sínum stað og náði að standa uppi ólaskað fram á sunnudagsmorgun. Ég var hinsvegar ekki jafn ólöskuð og náði mér í nokkrar góðar skrámur, marbletti og kúlur í kapphlaupi við Daníel......undir áhrifum....í rigningu.....á malarstíg - hvernig dettur fólki svona vitleysa í hug??!!

Hugmyndaflæði og frumleiki var allsráðandi í ferðinni og hefur nú verið stofnaður landsliðshópur í Nexus. Nexus er boltaíþrótt sem fer fram í þartilgerðum útilegustólum. Standard nexus stóll hefur aðsjálfsögðu bjórdósahaldara a.m.k. öðru megin. Hins vegar er mælt eindregið með því að slíkur búnaður sé báðu megin. Nexus er leikur fyrir alla......þó ekki fjölskyldur því NEXUS er í raun áhættuíþrótt og skal eigi iðkuð nema undir eftirliti NEXUS hönnuðar, landsliðsmanns, dómara eða leikstjórnanda.
Nánari upplysingar um gang leiksins, sögu og uppruna má nálgast hjá Himma, Danna eða Kidda a.k.a. BubbiElli from the Nexus galaxy.

Arna, Himmi, Herdís, Danni, Kiddi, Matti, Árni fá fyrstu einkunn fyrir að vera hinir fullkomnu útilegufélagar. Þrátt fyrir höfuðverk, slatta af íþróttameiðslum, blaut föt, kulda og matarleysi var helgin ein af þeim bestu!!
.....ég frétti að það væri búið að plana versló - spurning um að taka æfingaleik í Nexus fyrir það........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home