laugardagur, mars 29, 2003

Jæja nú er komin nákvæmlega vika síðan ég bloggaði síðast.....enda lítið búin að vera heima...hef þurft að sinna skyldum mínum sem kattamamma og eyða tíma með henni Lottu minni....henni var farið að leiðast svo að vera ein. þannig að ég er að mestu búin að halda til heima hjá Villa og að gera verkefni og læra!! Lotta er farin að eignast nokkra góða vini hérna í gettóinu.....held samt að Hans feiti köttur vilji nú eitthvað meira en bara vinskap.....held ég verði að drífa mig að láta taka dömuna úr sambandi!!! Annars kannski fer hann að verða hræddur við hana.....hún er nefninlega orðin pönkaralæða......fékk sko gaddaól í staðinn fyrir hina sem hún týndi!!! Alger töffari!!
Já eins og margir vita þá var hér fagnaður síðasta laugardagskvöld og vægast sagt margt um manninn þar sem að allir vildu taka með sér gesti......sem var bara gott mál...the more the merrier!!! Fékk stóla hjá Rebekku og Þórhildi en það dugði samt ekki til þannig að fólk með slæma siði skiptist bara á að sitja inní litla herbergi og stunda iðju sína þar!!!! Þrátt fyrir fullt af fólki sem þekktist mjög mismikið var bara stemning....ja svona allavegana þegar Snorri var kominn með gítarinn og þessi myndarlegi "karlakór" sem mættur var á svæðið fór að syngja........ég skemmti mér að minnsta kosti vel og það var einmitt markmið kvöldsins!!! Svo hafa bara aldrei nokkurn tímann verið svona margir strákar í ´parýi hjá mér ---- þannig að þið stelpur sem komuð ekki misstuð af flóði fagurra karlmanna í sínu fínsta pússi!! hahaha
Ég og fleiri kíktum svo í Leikhúskjallarann á Gullfoss og Geysi þar sem var brjálað stuð og ég og Rebekka dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa...enda hrundum við á sviðið og stórslösuðumst!! Tókum samt ekki eftir því fyrr en daginn eftir sökum ölvunar!!! En þetta var bara eitt besta djammkvöldið mitt í margar vikur --- þannig að mér er kannski ekki allri lokið enn!!!

Fór ekkert að djamma í gær.....kíkti á Ara með Kollu frænku......síðan til Himma -- en Kiddi var að koma í bæinn í gær.....Danni og Gummi voru líka þar......drakk þrjá bjóra og spilaði "ég hef aldrei" sem ég hafði aldrei farið í áður.....vona að þeir hafi nú endað svo drukknir að þeir muni ekkert eftir því sem ég sagði :o)
Svo fór ég bara heim upp úr eitt...var ekki alveg að nenna í bæinn.....enda frábært að vakna hress og kátur í svona góðu veðri eins og í dag.....þó maður sé inni!!!!

Kvöldið í kvöld er eitthvað óljóst....ætla að reyna að læra eitthvað í dag......svo skilst mér að Rósa ætli kannski að halda partý.......hún var nebblega líka að koma í bæinn - og meira að segja Heiða Valgeirs mætt frá Danaveldi....það er því klassalið sem er mætt í bæinn.....kannski ég skelli mér í partý!! Annars var pabbi að bjóða okkur á Landsfundarhóf sjálfstæðisflokksins.....hehe.......dinner og dansiball á eftir......var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þá áhættu að mæta þangað........komst að þeirri niðurstöðu að það væri í sjálfu sér nokkuð áhættulaust þar sem að mínir menn yrðu væntanlega ekki á staðnum :o) En Villi er að vinna og ég vildi helst ekki fara alveg ein með gamla þannig að ég afþakkaði pent gott boð.....djamm með hálfri ríkisstjórninni væri nú ekki svo slæmt samt!!!! Held að Stebbi bróðir og Inga fari í staðinn......ef þau fá pössun......ég var að sjálfsögðu fyrsti kostur en bað þau vinsamlegast um að reyna annað til þrautar...svona in case ef að ég skyldi ákveða að kíkja á lífið í kvöld!!!
Æi kannski ég verði bara heima.......æi samt.....æi ég get ekki alveg ákveðið mig....djö.....jæja þetta kemur allt í ljós!!!!

laugardagur, mars 22, 2003

Stundum er ég að springa úr stolti af sjálfri mér :o) T.d. í dag af því að í gærkvöldi var ég bara heima að læra fyrir próf og svona ...pínu líka að horfa á djúpu laugina......og svo vaknaði ég klukkan sjö í morgun og lærði fram að prófi ----- og gekk líka bara svona rosalega vel.....svo að núna er ég bara að springa úr hamingju og gleði og af því tilefni hef ég ákveðið að blása til partýs í gettóinu í kvöld....Snorri kemur með gítarinn....kannski Stebbi líka.....þannig að það má búast við einstakri stemningu og gleði!! Þannig að kvöldið í kvöld verður lokareynslan á það hvort að ég standi í alvöru á þeim tímamótum að neyðast til að hætta að djamma.......ef það verður ekki gaman í kvöld þá á ég enga von.....svo spurningin er verður upprisa djammsins að veruleika í kvöld ---- það er spurningin svo að spennan er í hámarki og þeir sem telja sig vera nokkuð skemmtilega og hressa geta komið og látið á reyna til að gera kvöldið skemmtilegt!!!

Svo að nú er ég bara að rudda upp svo að það verði nú ekki allt í skít þegar gestirnir koma....svo er bara að skella sér í brúsabað......punta sig og taka á móti gestunum með bros á vör :o)
Vi ses i aften - kys kys

föstudagur, mars 21, 2003

Jæja Jarðaförin í gærkvöldi fór friðsamlega fram að mestu......skáluðum í bjór......ræddum um lífið og tilveruna og horfðum að sjálfsögðu á úrslita Bachelorinn. Helvítis fuglaskítur getur þessi maður nú verið að velja Helene tíkina....veit hann ekki að bitches are bad?? það var þá sem fór aðeins að hitna í kolunum í jarðarfarapartýinu þannig að við ákváðum að það væri bara best að brenna líkið í stað þess að grafa það og eyða peningum í kistu!!! Líkfylgdin fór svo á Prikið til að væta kverkarnar enn meira eftir sönginn ---- ooo þetta var svo hjartnæm stund.......var samt pínulítið sár hvað mættu fáir...en maður veit þó þá hverjir vinir manns eru!!! Til dæmis kom Hilmar ekki....þ.e. að segja ekki fyrr en að ég var komin heim dauð upp í rúm ---- þá byrjuðu fjöldamótmælin fyrir utan svefnherbergisgluggann......spjöld...köll...kindablóð og allur pakkinn!! Leiðinlegt þegar fólk tekur dauðann svona nærri sér.......ég meina hann mun koma.....og stundum fyrr en maður býst við!! Þessi mótmæli trufluðu mig svo sem ekki enda sofandi ljúfum áfengisdauðasvefni......vil samt biðja þá sem tóku þátt í mótmælunum eða hafa hugsað sér að taka þátt í þeim næstu að hætta við........þetta veldur svolitlum óróa hjá nágrönnunum og það var ekki laust við að ég fyndi einhverja óviljaanda svífa um þegar ég mætti þeim í dag!!!!
FöSTUDAGUR TIL FRÆÐA
Já því að í kvöld þarf ég að læra og læra fyrir prófið í Aðferðafræði II ......reyndar er ég náttúrulega ótrúlega góð í þessu en þar sem að það er hvort eð er ekkert annað að gera þá er um að gera að verða enn betri.
FÖSTUDAGUR TIL FLENSU
Held ég sé að fá flensuna aftur.........djö helv.......var komin með hóstann af fullum krafti aftur.....og svo hefur í þokkabót kvefið bæst við núna...ekki langar mig að vera með mér í stofu í prófinu á morgun. Fór til læknis áðan...vegna þess og annarra hugsalegra kvilla......get nú ekki sagt að niðurstöður þessarar ferðar hafi verið neitt sérstaklega spennandi --- græddi samt læknamixtúru við hóstanum.....fékk svo að vita að ég væri með æxli og herpes....mjög góð byrjun á helginni!!!! Góðu fréttirnar eru samt þær að æxlið er pínupínulítið og góðkynja...þarf ekkert að láta taka það nema mig langi í ör í staðinn og herpesið er ekki á þeim stað sem maður síst vill heldur á mun saklausari stað :o) Og sko fyrir þá sem finnst herpes vera eitthvað ógeðslegt þá vil ég bara segja þeim að þeir hafi pottþétt fengið það líka .........hlaupabóla er nefninlega herpessýking!!!
FÖSTUDAGUR TIL FJ'AR
Fékk fjögurþúsund kall í dag klukkan fjögur......það var frábært....er samt búin að eyða honum núna....það kostar nefninlega að láta segja sér slæmar fréttir!!

Hvað er samt með veðrið......djísus kræst....ekki furða að maður verði veikur þegar fer að snjóa á mann í sumartískunni!! það verða heldur örugglega ekki mikið fleiri mótmæli gegn árás BNA á Írak á næstunni.......mótmælendurnir liggja nefninlega flestir í veikindum eftir að hafa staðið úti í kuldanum í gær!!! Ætli Davíð og Halldór hafi legið á bæn til veðurguðanna fyrir mótmælin......aha....hugsanlegt samsæri gegn friðarsinnum!!!!

Ohhh okei....nú verð ég að fara að læra......

fimmtudagur, mars 20, 2003

það er allt á leiðinni til helvítis!!! jebbs það er nú bara þannig......drulludelinn og sjálfselski forheimskinginn George Bush hefur hafið tilraun sína til þess að fækka jarðarbúum ---svona bara til þess að sýna okkur hvers hann er megnugur........fyrst vildi ég alltaf bara að Saddam yrði skotinn í hausinn....núna vil ég eiginlega að hann og Bush verði báðir skotnir í hausinn...hlið við hlið í beinni útsendingu --- tveimur fávitum og valdabrjálæðingum færra í heiminum!! Ég veit ekki hvert heimurinn stefnir......sama sem komið stríð.....gettóhóran hætt að geta djammað (verður bara full á virkum dögum núna).......Hildur í endalausum heimsóknum hjá merkustu mönnum þjóðarinnar (don´t ask)......ég farin að læra viku fyrir 15% hlutapróf (einhverntímann er allt fyrst)......og hætt að vera ungfrú þolinmóð og skilningsrík!!!! Djöfullinn hlýtur að hafa tekið sér bólfestu í varnarlausum líkama mínum....saurgað huga minn og sál og mun svo senda mig til þess að ná í YKKUR!!!!! Kannski hittum við Bush og Saddam þarna niðri!!
JARÐAFÖRIN VERÐUR Í KVÖLD KL. 21 - blóm og kransar afþakkaðir.....ekki verður boðið upp á veitingar en gestum er velkomið að koma með sínar eigin veigar hvort sem er í fljótandi eða föstu formi!!!

sunnudagur, mars 16, 2003

Það er algerlega komið á hreint núna að tími minn sem djammdrottning eru liðnir......helgi eftir helgi hef ég reynt af fremsta megni að halda í nafnbótina án mikils árangurs!! Þetta er hræðilegt.....svo hræðilegt að ég er að því komin að loka mig bara inni og leggjast í þunglyndi....samt bara um helgar!! Á samt heila vodkaflösku upp á hillu úr fríhöfninni.....svona ef einhverjum skyldi langa í hana því að eftir föstudagskvöldið ákvað ég að leggja dansskóna.....drykkjuna og djammið á hilluna (vantar semsagt hilluplássið sem vodkinn tekur fyrir það). Á föstudaginn ákváðum við Villi nefninlega að reyna að fá einhverja með okkur í keilu....söfnuðum smá hóp og ætluðum svo að skella okkur upp í öskjuhlíð....það fór nú samt ekki betur en svo að þegar við vorum öll mætt á Hverfisgötuna til þess að hita okkur upp með smá bjór var einhvernveginn keilustemmingin farin úr mannskapnum. það varð semsagt ekkert úr því að ég gæti gert sjálfa mig að fífli með keilukúlu þetta kvöldið heldur lá leiðin á kaffibarinn í Tvöfaldan screwdriver og spjall. Arna fékk nóg á undan öllum....flúði af hólmi öllum að óvörum --- ég ætlaði nú þokkalega að treina þetta eitthvað lengur og fékk mér meira að drekka svona til að finna djammfílinginn innra með mér......það var ekki alveg að gera sig samt....en það skyldi samt reyna áfram og ég og Bjögga skildum strákana eftir og ætluðum á 22 til að hitta Himma og tjútta pínu -- drógum upp stúdentaskírteinin enda klukkan ekki orðin þrjú en nei nei við skyldum bara samt borga .....engar útskýringar....og leiðinlegur dyravörður þannig að upp í mér kom mótmælaandinn í stað djammandans.....neitaði að borga og ákvað að fara heim....fyrir þrjú!!!!!
Ég veit ekki hvað er að gerast....en það skal ekki gerast aftur nema einhver geti lofað brjáluðu partýi.....dansi og látum!!! Þangað til hefur djammarinn í mér lagst til hinstu hvílu!! Amen!

föstudagur, mars 14, 2003

Jæja enn ein helgin mætt á svæðið....veit ekki hvað ég á að gera í kvöld! Fór á Prikið með Himma, Örnu, Rebbu, Hildi, Jóni, og Stulla í gær.....náðum að drekka nokkrar stórar bjórkönnur.....engin ölvun samt...við erum orðin svo dönnuð í þessu. Held samt að Arna og Himmi verði ekkert voðalega dönnuð í kvöld.....jafnvel ekki seinni partinn þau eru nefninlega að fara í vísindaferð og hingað til hafa þau komið frekar mjög ódönnuð úr þeim!! Æi veit ekki hvað ég´á að gera við þetta föstudagskvöld.....hmmm...kannski djamm....æi samt veit ekki......það verður allavegana ekkert svoleiðis annaðkvöld!! Hmm....æi ég er að skrópa í skólann....eins og næstum alla þessa vikuna...úff.....held ég fari bara á laugarveginn að versla þangað til tölvutíminn byrjar.......I´M A BIG SPENDER!!!!

miðvikudagur, mars 12, 2003

SHE´S BACK.....BETTER THAN EVER...STARRING ERLA "THE GHETTOWHORE" IN A NEW FILM --- WHORING IN KOPENHAGEN!!!
THE JOURNEY IS OVER AND WE HEAD BACK TO REAL LIFE!!! Já ég og Arna erum mættar í borg dauðans eftir stórskemmtilega ferð til Köben! Tókum flybussinn í Leifsstöð þar sem við versluðum helstu nauðsynjar með mentolbragði því að í mínum augum reykja Danir ógeðslegustu tegundir í heimi!! Svo keyptum við okkur náttúrulega einn öllara og spjölluðum við Helga Björns og einhverja flugdólga um lífið og tilveruna!! Frá Kastrup tókum við lestina niður á Hovedbanegard (central station) og þar tók hún Ída mín á móti okkur á þessum líka fína strætó og þaðan lá leiðin heim í Fredriksberg í íbúðina hennar og Svanhildar þar sem ég hafði pantað gistingu. Að sjálfsögðu var hér um að ræða glæsivillu í dönskum stúdentastíl herbergi og stofa og frekar smávaxið eldhús......en "higlightið" við íbúðina var að sjálfsögðu baðherbergið og gæti hver maður verið stoltur af því að státa af slíkri merkisuppfinningu. Baðherbergið hjá stelpunum er nefninlega SKÁPUR!! .....já svona án gríns þá er þetta svona forstofuskápur sem inniheldur eitt stykki klósett.......og ekkert meir....þarna er enginn vaskur.....ekkert bað.....engin sturta......enda lyktuðu stelpurnar eins og ég veit ekki hvað þegar ég kom. En mér tókst nú að bjarga því og fór með þær í Svömmehallen handan við hornið þar sem skíturinn var skrúbbaður í burtu daglega!! Arna bjó hjá Heiðu og háskólaprófessornum Jesper danska.....hún var að nokkru leyti betur stödd en ég. Heiða býr í mjög kósí íbúð stór stofa ...svefnherbergi....læriherbergi...fínt eldhús......en EKKERT baðherbergi....ekki einu sinni skápur ala Ída og Swan......heldur var klósettið á bakgangi...aðeins stærra en skápurinn en þó enginn vaskur...ekkert bað og engin sturta. Klósettinu var deilt með annarri íbúð. Nú þar sem að Heiða býr aðeins lengra frá Svömmehallen var Arna svo heppinn að í kjallara hússins er tvíburasturta sem þjónar allri byggingunni og þar gat hún skolað af sér án þess að fara út úr húsi!!! En þrátt fyrir skort á þessum helstu þægindum heppnaðist ferðin í flesta staði afbragðsvel.....Strikið var labbað fram og til baka og fram og til baka föstudag og laugardag.....samt versluðum við ekkert svo mikið.....meira svona fyrir aðra!! Á kvöldin var svo sest við drykkju.....suma daga meir en aðra! Föstudagskvöldið var útað borða ferð og þaðan á Kopenhagens djazzhouse......mikið af fólki og misgóð tónlist ....dýr bjór en góður samt!! Þangað kom Tóti djæfari sem nú býr í Köben að hitta okkur ásamt tveimur vinum sínum......að frumkvæði Tóta var svo skipt um stað ....og þá lá leiðin á einhvern bar sem innihélt fjórar hræður en töluvert ódýrari bjór......sem var gott!! EN VITI MENN......þar var staddur hinn margfrægi Geir Ágústsson....einn af hinum fjóru gestum......já hann Geir virðist poppa upp allsstaðar alltaf!!! Laugardagskvöldið var svo dinner hjá Heiðu og Jesper handa okkur og þangað kom líka hún Begga Hermanns heimshornaflakkari með meiru.......þessum dýrindismat var skolað niður með allt of mörgum léttvínsflöskum og eitthvað af bjór ------ þegar við vorum búnar að drekka svo mikið að Ída var orðin dofin í tánum...fingrunum...tungunni og hver veit hvar annarsstaðar lá leiðin með leigubíl á VEGA sem er voðalegur dansstaður!! og í samræmi við það tjúttuðum við af okkur fæturnar þetta kvöld....um morguninn var svo tími til að fara heim...nema Begga enn í banastuði og var skilin eftir með einhverjum hávöxnum dönskum karlmanni.....og höfum við ekki heyrt af henni síðan!!!! Á sunnudeginum fór ég svo í heimsókn til Begga frænda og fjölskyldu sem ég hafði fyrir tilviljun komist að því að bjó í köben en ekki annarsstaðar í Danmörku.....þar fékk ég kaffi og kvöldmat en dreif mig svo aftur heim til þess að geta nú drukkið smá bjór seinasta kvöldið. Fyrir valinu var einn af hverfispöbbunum....fámennur en góðmennur (fyrir utan ógeðslega rónakallinn) og bjórinn kostaði bara 14 kr. Þrátt fyrir að drekka töluvert marga bjóra fundum við ekkert á okkur :o( hlýtur að vera afslappaða andrúmsloftið þarna! En svo var tími til kominn að fara heim á klakann.......í strætó út á Kastrup....með klukkutíma í frítíma þar...en einhvern veginn endaði það samt þannig að við MISSTUM næstum því af ´vélinni.......hehe......þurftum að hlaupa og hlaupa þegar við tókum eftir á skjánum að það var verið að fara að loka ......en úfff....náðum í tæka tíð og erum komnar hingað heim heilar á húfi....kannski ekki á heila samt eftir drykkjuna.....en það er nú ekkert nýtt!

fimmtudagur, mars 06, 2003

IT IS TIME!!!!! Eftir fjóra tíma verð ég búin að yfirgefa landið elskurnar mínar.....og kem aldrei aftur.....have a nice life everybody!!!

þriðjudagur, mars 04, 2003

Ji dúdda mía....það er alveg merkilega erfitt að eiga kött....allavegana svona þegar maður ætlar að vera að læra heima. Ef að ég er að vinna í tölvunni þá er helsta skemmtun Lotta að taka sér gönguferð á lyklaborðinu...naga snúrurnar....en þó aðallega að elta örina á skjánum en hún virðist nefninlega aldrei þreytast á því......það er hins vegar önnur saga um mig þar sem að ég á pínulítið erfitt með að sjá skjáinn á meðan. Ef ég svo ákveð að læra við eldhús borðið eða í sófanum finnst henni vænlegast að leggjast ofaná akkúrat það sem ég er að lesa.....elta pennan þegar ég skrifa.....og naga bækurnar!!! Sko þó það sé kannski pínu erfitt að eiga lítið barn...þá eru þetta þó örugglega ekki vandamál sem maður stendur frammi fyrir með þau! það er helst að ég gefi kisu kúfulla skál af uppáhaldsmatnum hennar til þess að hún láti mig í friði en afleiðingarnar af því eru ekkert voðalega spennandi.......megn stækja af kúka og prump kattarfýlu --- ekkert sem ég get mælt með sko!!!
Ég fékk visa reikninginn minn í dag...hmm eða fyrir nokkrum dögum...fór ekki í póstkassann fyrr en í dag!! Kveið ekkert smá fyrir að opna hann miðað við það sem ég hef verið að eyða undanfarið......2.250 kr. úttekt úr ÁTVR var eina sem ég þurfti að borga.......gat náttúrulega ekki verið annað!! Skil þetta ekki alveg.....hin hundrað og eitthvað þúsundin hljóta bara að bíða til næsta mánaðar :o) Æði!!!
Svo vil ég bara minna á að nú eru aðeins tæpir 48 tímar þar til ég verð komin í háloftin á leið til Köben.......vááá´´aááá....ég hlakka svo til!!!

mánudagur, mars 03, 2003

Þegar hungrið sverfur að er erfitt að læra...erfitt að hugsa....erfitt að sofa....erfitt að einbeita sér....erfitt að lifa og þess vegna á maður alltaf að borða þegar maður vill!!! Þess vegna borða ég alltaf þegar ég er svöng....nema það sé ekkert til í ísskápnum eða öðrum skápum....en þannig er það búið að vera í örfáa daga...enda oft ansi þröngt í búi í gettóhverfum Reykjavíkur!! Kannski er samt bara búið að vera svona slæmt ástand þar sem að yfirmaður heimilishaldsins hér ákvað að peningunum skyldi frekar eytt í pínu tjútt þessa helgina! Á föstudaginn bauð Himmi mér KELLINGUNNI (eins og hann vill orða það) yfir til sín í hitt fátækrahverfið ´(stúdentagarðana) þar sem hann og Danni sátu að sumbli.....að sjálfsögðu þáði ég boðið en þegar ég kom voru þangað mættar tvær ölvaðar HR-skvísur tiltölulegar nýkomnar úr vísindaferð! það þarf víst ekki að taka það fram á hvaða stigi ölvunin var með þá vitneskju í farteskinu......nú þær ræddu mikið um það að af þeim hefði verið stolið tveimur bjórum (sem btw. þær höfðu fengið frítt ásamt miklu fleiri bjórum)....einnig varð þeim tíðrætt um það að karlmenn ættu að raka sig frá toppi til táar....á þeim skyldi ekki sjást stingandi strá ætluðu þeir að komast ofaní naríurnar´hjá þeim. Ég hélt mig tiltölulega mikið fyrir utan þessar umræður enda bara á öðrum bjór og ekki með alveg sömu skoðun á þessu máli og "stinna geiran" og Hanna Dóra vinkona hennar. Að lokum tókst mér þó að kyngja það miklum bjór að við gátum haldið af stað niður í miðbæjarsorann....samt ekki fyrr en Himmi var búin að kenna mér, Rebekku og Danna að spila á heimatilbúna hljóðfærið sitt sem búið var til úr samanlímdum klósettpappírsrúllum (I´ll say no more).
Kvöldið og nóttin voru fín nokkuð frameftir en um tæplega fjögur var gleðin runnin af mér svo ég skildi liðið eftir í bænum og lagðist ein til hvílu!!!
Á laugardagskvöldinu skellti mér svo á Árshátíð félagsráðgjafanema sem haldin var á Salatbarnum í Faxafeni......það var snilldarskemmtun....ÞURFTUM meira að segja að koma með okkar eigin veigar í gleðina sem sparaði mikil fjárútlát. þarna var þrusustemning og stuð.....ég vann meira segja í happdrætti....tvenna sokka - já og var óskaplega glöð með það enda nægjusöm kona ----- en kannski var ég líka bara svona glöð af því að síðast þegar ég vann eitthvað var ég sjö ára í Hollandi þar sem ég varnn tvær litlar hundastyttur!!!
Núna er ég svo bara að reyna að læra og læra og gera verkefni svo að ég geti farið að heimsækja dúllurnar mínar í Köben....Ragnhildur ætlar meira að segja kannski að koma líka frá Odense......! Ég gisti hjá Svanhildi og Ídu...þær leigja saman....en þar er engin sturta né bað.....ætli við verðum ekki bara að vona að það verði demba öðru hvoru...bara ready með sjampóið á hvaða tíma sem er!!!!
Æi ég gleymdi að skrifa með stórum stöfum.....Himmi er nebblega alltaf að kvarta yfir hvað letrið er lítið....held hann verði kannski bara að fá sér gleraugu - HA HILMAR S'ERÐU ÞETTA?????