Það er algerlega komið á hreint núna að tími minn sem djammdrottning eru liðnir......helgi eftir helgi hef ég reynt af fremsta megni að halda í nafnbótina án mikils árangurs!! Þetta er hræðilegt.....svo hræðilegt að ég er að því komin að loka mig bara inni og leggjast í þunglyndi....samt bara um helgar!! Á samt heila vodkaflösku upp á hillu úr fríhöfninni.....svona ef einhverjum skyldi langa í hana því að eftir föstudagskvöldið ákvað ég að leggja dansskóna.....drykkjuna og djammið á hilluna (vantar semsagt hilluplássið sem vodkinn tekur fyrir það). Á föstudaginn ákváðum við Villi nefninlega að reyna að fá einhverja með okkur í keilu....söfnuðum smá hóp og ætluðum svo að skella okkur upp í öskjuhlíð....það fór nú samt ekki betur en svo að þegar við vorum öll mætt á Hverfisgötuna til þess að hita okkur upp með smá bjór var einhvernveginn keilustemmingin farin úr mannskapnum. það varð semsagt ekkert úr því að ég gæti gert sjálfa mig að fífli með keilukúlu þetta kvöldið heldur lá leiðin á kaffibarinn í Tvöfaldan screwdriver og spjall. Arna fékk nóg á undan öllum....flúði af hólmi öllum að óvörum --- ég ætlaði nú þokkalega að treina þetta eitthvað lengur og fékk mér meira að drekka svona til að finna djammfílinginn innra með mér......það var ekki alveg að gera sig samt....en það skyldi samt reyna áfram og ég og Bjögga skildum strákana eftir og ætluðum á 22 til að hitta Himma og tjútta pínu -- drógum upp stúdentaskírteinin enda klukkan ekki orðin þrjú en nei nei við skyldum bara samt borga .....engar útskýringar....og leiðinlegur dyravörður þannig að upp í mér kom mótmælaandinn í stað djammandans.....neitaði að borga og ákvað að fara heim....fyrir þrjú!!!!!
Ég veit ekki hvað er að gerast....en það skal ekki gerast aftur nema einhver geti lofað brjáluðu partýi.....dansi og látum!!! Þangað til hefur djammarinn í mér lagst til hinstu hvílu!! Amen!
Ég veit ekki hvað er að gerast....en það skal ekki gerast aftur nema einhver geti lofað brjáluðu partýi.....dansi og látum!!! Þangað til hefur djammarinn í mér lagst til hinstu hvílu!! Amen!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home