mánudagur, mars 03, 2003

Þegar hungrið sverfur að er erfitt að læra...erfitt að hugsa....erfitt að sofa....erfitt að einbeita sér....erfitt að lifa og þess vegna á maður alltaf að borða þegar maður vill!!! Þess vegna borða ég alltaf þegar ég er svöng....nema það sé ekkert til í ísskápnum eða öðrum skápum....en þannig er það búið að vera í örfáa daga...enda oft ansi þröngt í búi í gettóhverfum Reykjavíkur!! Kannski er samt bara búið að vera svona slæmt ástand þar sem að yfirmaður heimilishaldsins hér ákvað að peningunum skyldi frekar eytt í pínu tjútt þessa helgina! Á föstudaginn bauð Himmi mér KELLINGUNNI (eins og hann vill orða það) yfir til sín í hitt fátækrahverfið ´(stúdentagarðana) þar sem hann og Danni sátu að sumbli.....að sjálfsögðu þáði ég boðið en þegar ég kom voru þangað mættar tvær ölvaðar HR-skvísur tiltölulegar nýkomnar úr vísindaferð! það þarf víst ekki að taka það fram á hvaða stigi ölvunin var með þá vitneskju í farteskinu......nú þær ræddu mikið um það að af þeim hefði verið stolið tveimur bjórum (sem btw. þær höfðu fengið frítt ásamt miklu fleiri bjórum)....einnig varð þeim tíðrætt um það að karlmenn ættu að raka sig frá toppi til táar....á þeim skyldi ekki sjást stingandi strá ætluðu þeir að komast ofaní naríurnar´hjá þeim. Ég hélt mig tiltölulega mikið fyrir utan þessar umræður enda bara á öðrum bjór og ekki með alveg sömu skoðun á þessu máli og "stinna geiran" og Hanna Dóra vinkona hennar. Að lokum tókst mér þó að kyngja það miklum bjór að við gátum haldið af stað niður í miðbæjarsorann....samt ekki fyrr en Himmi var búin að kenna mér, Rebekku og Danna að spila á heimatilbúna hljóðfærið sitt sem búið var til úr samanlímdum klósettpappírsrúllum (I´ll say no more).
Kvöldið og nóttin voru fín nokkuð frameftir en um tæplega fjögur var gleðin runnin af mér svo ég skildi liðið eftir í bænum og lagðist ein til hvílu!!!
Á laugardagskvöldinu skellti mér svo á Árshátíð félagsráðgjafanema sem haldin var á Salatbarnum í Faxafeni......það var snilldarskemmtun....ÞURFTUM meira að segja að koma með okkar eigin veigar í gleðina sem sparaði mikil fjárútlát. þarna var þrusustemning og stuð.....ég vann meira segja í happdrætti....tvenna sokka - já og var óskaplega glöð með það enda nægjusöm kona ----- en kannski var ég líka bara svona glöð af því að síðast þegar ég vann eitthvað var ég sjö ára í Hollandi þar sem ég varnn tvær litlar hundastyttur!!!
Núna er ég svo bara að reyna að læra og læra og gera verkefni svo að ég geti farið að heimsækja dúllurnar mínar í Köben....Ragnhildur ætlar meira að segja kannski að koma líka frá Odense......! Ég gisti hjá Svanhildi og Ídu...þær leigja saman....en þar er engin sturta né bað.....ætli við verðum ekki bara að vona að það verði demba öðru hvoru...bara ready með sjampóið á hvaða tíma sem er!!!!
Æi ég gleymdi að skrifa með stórum stöfum.....Himmi er nebblega alltaf að kvarta yfir hvað letrið er lítið....held hann verði kannski bara að fá sér gleraugu - HA HILMAR S'ERÐU ÞETTA?????

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home