SHE´S BACK.....BETTER THAN EVER...STARRING ERLA "THE GHETTOWHORE" IN A NEW FILM --- WHORING IN KOPENHAGEN!!!
THE JOURNEY IS OVER AND WE HEAD BACK TO REAL LIFE!!! Já ég og Arna erum mættar í borg dauðans eftir stórskemmtilega ferð til Köben! Tókum flybussinn í Leifsstöð þar sem við versluðum helstu nauðsynjar með mentolbragði því að í mínum augum reykja Danir ógeðslegustu tegundir í heimi!! Svo keyptum við okkur náttúrulega einn öllara og spjölluðum við Helga Björns og einhverja flugdólga um lífið og tilveruna!! Frá Kastrup tókum við lestina niður á Hovedbanegard (central station) og þar tók hún Ída mín á móti okkur á þessum líka fína strætó og þaðan lá leiðin heim í Fredriksberg í íbúðina hennar og Svanhildar þar sem ég hafði pantað gistingu. Að sjálfsögðu var hér um að ræða glæsivillu í dönskum stúdentastíl herbergi og stofa og frekar smávaxið eldhús......en "higlightið" við íbúðina var að sjálfsögðu baðherbergið og gæti hver maður verið stoltur af því að státa af slíkri merkisuppfinningu. Baðherbergið hjá stelpunum er nefninlega SKÁPUR!! .....já svona án gríns þá er þetta svona forstofuskápur sem inniheldur eitt stykki klósett.......og ekkert meir....þarna er enginn vaskur.....ekkert bað.....engin sturta......enda lyktuðu stelpurnar eins og ég veit ekki hvað þegar ég kom. En mér tókst nú að bjarga því og fór með þær í Svömmehallen handan við hornið þar sem skíturinn var skrúbbaður í burtu daglega!! Arna bjó hjá Heiðu og háskólaprófessornum Jesper danska.....hún var að nokkru leyti betur stödd en ég. Heiða býr í mjög kósí íbúð stór stofa ...svefnherbergi....læriherbergi...fínt eldhús......en EKKERT baðherbergi....ekki einu sinni skápur ala Ída og Swan......heldur var klósettið á bakgangi...aðeins stærra en skápurinn en þó enginn vaskur...ekkert bað og engin sturta. Klósettinu var deilt með annarri íbúð. Nú þar sem að Heiða býr aðeins lengra frá Svömmehallen var Arna svo heppinn að í kjallara hússins er tvíburasturta sem þjónar allri byggingunni og þar gat hún skolað af sér án þess að fara út úr húsi!!! En þrátt fyrir skort á þessum helstu þægindum heppnaðist ferðin í flesta staði afbragðsvel.....Strikið var labbað fram og til baka og fram og til baka föstudag og laugardag.....samt versluðum við ekkert svo mikið.....meira svona fyrir aðra!! Á kvöldin var svo sest við drykkju.....suma daga meir en aðra! Föstudagskvöldið var útað borða ferð og þaðan á Kopenhagens djazzhouse......mikið af fólki og misgóð tónlist ....dýr bjór en góður samt!! Þangað kom Tóti djæfari sem nú býr í Köben að hitta okkur ásamt tveimur vinum sínum......að frumkvæði Tóta var svo skipt um stað ....og þá lá leiðin á einhvern bar sem innihélt fjórar hræður en töluvert ódýrari bjór......sem var gott!! EN VITI MENN......þar var staddur hinn margfrægi Geir Ágústsson....einn af hinum fjóru gestum......já hann Geir virðist poppa upp allsstaðar alltaf!!! Laugardagskvöldið var svo dinner hjá Heiðu og Jesper handa okkur og þangað kom líka hún Begga Hermanns heimshornaflakkari með meiru.......þessum dýrindismat var skolað niður með allt of mörgum léttvínsflöskum og eitthvað af bjór ------ þegar við vorum búnar að drekka svo mikið að Ída var orðin dofin í tánum...fingrunum...tungunni og hver veit hvar annarsstaðar lá leiðin með leigubíl á VEGA sem er voðalegur dansstaður!! og í samræmi við það tjúttuðum við af okkur fæturnar þetta kvöld....um morguninn var svo tími til að fara heim...nema Begga enn í banastuði og var skilin eftir með einhverjum hávöxnum dönskum karlmanni.....og höfum við ekki heyrt af henni síðan!!!! Á sunnudeginum fór ég svo í heimsókn til Begga frænda og fjölskyldu sem ég hafði fyrir tilviljun komist að því að bjó í köben en ekki annarsstaðar í Danmörku.....þar fékk ég kaffi og kvöldmat en dreif mig svo aftur heim til þess að geta nú drukkið smá bjór seinasta kvöldið. Fyrir valinu var einn af hverfispöbbunum....fámennur en góðmennur (fyrir utan ógeðslega rónakallinn) og bjórinn kostaði bara 14 kr. Þrátt fyrir að drekka töluvert marga bjóra fundum við ekkert á okkur :o( hlýtur að vera afslappaða andrúmsloftið þarna! En svo var tími til kominn að fara heim á klakann.......í strætó út á Kastrup....með klukkutíma í frítíma þar...en einhvern veginn endaði það samt þannig að við MISSTUM næstum því af ´vélinni.......hehe......þurftum að hlaupa og hlaupa þegar við tókum eftir á skjánum að það var verið að fara að loka ......en úfff....náðum í tæka tíð og erum komnar hingað heim heilar á húfi....kannski ekki á heila samt eftir drykkjuna.....en það er nú ekkert nýtt!
THE JOURNEY IS OVER AND WE HEAD BACK TO REAL LIFE!!! Já ég og Arna erum mættar í borg dauðans eftir stórskemmtilega ferð til Köben! Tókum flybussinn í Leifsstöð þar sem við versluðum helstu nauðsynjar með mentolbragði því að í mínum augum reykja Danir ógeðslegustu tegundir í heimi!! Svo keyptum við okkur náttúrulega einn öllara og spjölluðum við Helga Björns og einhverja flugdólga um lífið og tilveruna!! Frá Kastrup tókum við lestina niður á Hovedbanegard (central station) og þar tók hún Ída mín á móti okkur á þessum líka fína strætó og þaðan lá leiðin heim í Fredriksberg í íbúðina hennar og Svanhildar þar sem ég hafði pantað gistingu. Að sjálfsögðu var hér um að ræða glæsivillu í dönskum stúdentastíl herbergi og stofa og frekar smávaxið eldhús......en "higlightið" við íbúðina var að sjálfsögðu baðherbergið og gæti hver maður verið stoltur af því að státa af slíkri merkisuppfinningu. Baðherbergið hjá stelpunum er nefninlega SKÁPUR!! .....já svona án gríns þá er þetta svona forstofuskápur sem inniheldur eitt stykki klósett.......og ekkert meir....þarna er enginn vaskur.....ekkert bað.....engin sturta......enda lyktuðu stelpurnar eins og ég veit ekki hvað þegar ég kom. En mér tókst nú að bjarga því og fór með þær í Svömmehallen handan við hornið þar sem skíturinn var skrúbbaður í burtu daglega!! Arna bjó hjá Heiðu og háskólaprófessornum Jesper danska.....hún var að nokkru leyti betur stödd en ég. Heiða býr í mjög kósí íbúð stór stofa ...svefnherbergi....læriherbergi...fínt eldhús......en EKKERT baðherbergi....ekki einu sinni skápur ala Ída og Swan......heldur var klósettið á bakgangi...aðeins stærra en skápurinn en þó enginn vaskur...ekkert bað og engin sturta. Klósettinu var deilt með annarri íbúð. Nú þar sem að Heiða býr aðeins lengra frá Svömmehallen var Arna svo heppinn að í kjallara hússins er tvíburasturta sem þjónar allri byggingunni og þar gat hún skolað af sér án þess að fara út úr húsi!!! En þrátt fyrir skort á þessum helstu þægindum heppnaðist ferðin í flesta staði afbragðsvel.....Strikið var labbað fram og til baka og fram og til baka föstudag og laugardag.....samt versluðum við ekkert svo mikið.....meira svona fyrir aðra!! Á kvöldin var svo sest við drykkju.....suma daga meir en aðra! Föstudagskvöldið var útað borða ferð og þaðan á Kopenhagens djazzhouse......mikið af fólki og misgóð tónlist ....dýr bjór en góður samt!! Þangað kom Tóti djæfari sem nú býr í Köben að hitta okkur ásamt tveimur vinum sínum......að frumkvæði Tóta var svo skipt um stað ....og þá lá leiðin á einhvern bar sem innihélt fjórar hræður en töluvert ódýrari bjór......sem var gott!! EN VITI MENN......þar var staddur hinn margfrægi Geir Ágústsson....einn af hinum fjóru gestum......já hann Geir virðist poppa upp allsstaðar alltaf!!! Laugardagskvöldið var svo dinner hjá Heiðu og Jesper handa okkur og þangað kom líka hún Begga Hermanns heimshornaflakkari með meiru.......þessum dýrindismat var skolað niður með allt of mörgum léttvínsflöskum og eitthvað af bjór ------ þegar við vorum búnar að drekka svo mikið að Ída var orðin dofin í tánum...fingrunum...tungunni og hver veit hvar annarsstaðar lá leiðin með leigubíl á VEGA sem er voðalegur dansstaður!! og í samræmi við það tjúttuðum við af okkur fæturnar þetta kvöld....um morguninn var svo tími til að fara heim...nema Begga enn í banastuði og var skilin eftir með einhverjum hávöxnum dönskum karlmanni.....og höfum við ekki heyrt af henni síðan!!!! Á sunnudeginum fór ég svo í heimsókn til Begga frænda og fjölskyldu sem ég hafði fyrir tilviljun komist að því að bjó í köben en ekki annarsstaðar í Danmörku.....þar fékk ég kaffi og kvöldmat en dreif mig svo aftur heim til þess að geta nú drukkið smá bjór seinasta kvöldið. Fyrir valinu var einn af hverfispöbbunum....fámennur en góðmennur (fyrir utan ógeðslega rónakallinn) og bjórinn kostaði bara 14 kr. Þrátt fyrir að drekka töluvert marga bjóra fundum við ekkert á okkur :o( hlýtur að vera afslappaða andrúmsloftið þarna! En svo var tími til kominn að fara heim á klakann.......í strætó út á Kastrup....með klukkutíma í frítíma þar...en einhvern veginn endaði það samt þannig að við MISSTUM næstum því af ´vélinni.......hehe......þurftum að hlaupa og hlaupa þegar við tókum eftir á skjánum að það var verið að fara að loka ......en úfff....náðum í tæka tíð og erum komnar hingað heim heilar á húfi....kannski ekki á heila samt eftir drykkjuna.....en það er nú ekkert nýtt!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home