laugardagur, mars 29, 2003

Jæja nú er komin nákvæmlega vika síðan ég bloggaði síðast.....enda lítið búin að vera heima...hef þurft að sinna skyldum mínum sem kattamamma og eyða tíma með henni Lottu minni....henni var farið að leiðast svo að vera ein. þannig að ég er að mestu búin að halda til heima hjá Villa og að gera verkefni og læra!! Lotta er farin að eignast nokkra góða vini hérna í gettóinu.....held samt að Hans feiti köttur vilji nú eitthvað meira en bara vinskap.....held ég verði að drífa mig að láta taka dömuna úr sambandi!!! Annars kannski fer hann að verða hræddur við hana.....hún er nefninlega orðin pönkaralæða......fékk sko gaddaól í staðinn fyrir hina sem hún týndi!!! Alger töffari!!
Já eins og margir vita þá var hér fagnaður síðasta laugardagskvöld og vægast sagt margt um manninn þar sem að allir vildu taka með sér gesti......sem var bara gott mál...the more the merrier!!! Fékk stóla hjá Rebekku og Þórhildi en það dugði samt ekki til þannig að fólk með slæma siði skiptist bara á að sitja inní litla herbergi og stunda iðju sína þar!!!! Þrátt fyrir fullt af fólki sem þekktist mjög mismikið var bara stemning....ja svona allavegana þegar Snorri var kominn með gítarinn og þessi myndarlegi "karlakór" sem mættur var á svæðið fór að syngja........ég skemmti mér að minnsta kosti vel og það var einmitt markmið kvöldsins!!! Svo hafa bara aldrei nokkurn tímann verið svona margir strákar í ´parýi hjá mér ---- þannig að þið stelpur sem komuð ekki misstuð af flóði fagurra karlmanna í sínu fínsta pússi!! hahaha
Ég og fleiri kíktum svo í Leikhúskjallarann á Gullfoss og Geysi þar sem var brjálað stuð og ég og Rebekka dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa...enda hrundum við á sviðið og stórslösuðumst!! Tókum samt ekki eftir því fyrr en daginn eftir sökum ölvunar!!! En þetta var bara eitt besta djammkvöldið mitt í margar vikur --- þannig að mér er kannski ekki allri lokið enn!!!

Fór ekkert að djamma í gær.....kíkti á Ara með Kollu frænku......síðan til Himma -- en Kiddi var að koma í bæinn í gær.....Danni og Gummi voru líka þar......drakk þrjá bjóra og spilaði "ég hef aldrei" sem ég hafði aldrei farið í áður.....vona að þeir hafi nú endað svo drukknir að þeir muni ekkert eftir því sem ég sagði :o)
Svo fór ég bara heim upp úr eitt...var ekki alveg að nenna í bæinn.....enda frábært að vakna hress og kátur í svona góðu veðri eins og í dag.....þó maður sé inni!!!!

Kvöldið í kvöld er eitthvað óljóst....ætla að reyna að læra eitthvað í dag......svo skilst mér að Rósa ætli kannski að halda partý.......hún var nebblega líka að koma í bæinn - og meira að segja Heiða Valgeirs mætt frá Danaveldi....það er því klassalið sem er mætt í bæinn.....kannski ég skelli mér í partý!! Annars var pabbi að bjóða okkur á Landsfundarhóf sjálfstæðisflokksins.....hehe.......dinner og dansiball á eftir......var svona að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka þá áhættu að mæta þangað........komst að þeirri niðurstöðu að það væri í sjálfu sér nokkuð áhættulaust þar sem að mínir menn yrðu væntanlega ekki á staðnum :o) En Villi er að vinna og ég vildi helst ekki fara alveg ein með gamla þannig að ég afþakkaði pent gott boð.....djamm með hálfri ríkisstjórninni væri nú ekki svo slæmt samt!!!! Held að Stebbi bróðir og Inga fari í staðinn......ef þau fá pössun......ég var að sjálfsögðu fyrsti kostur en bað þau vinsamlegast um að reyna annað til þrautar...svona in case ef að ég skyldi ákveða að kíkja á lífið í kvöld!!!
Æi kannski ég verði bara heima.......æi samt.....æi ég get ekki alveg ákveðið mig....djö.....jæja þetta kemur allt í ljós!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home