þriðjudagur, mars 04, 2003

Ji dúdda mía....það er alveg merkilega erfitt að eiga kött....allavegana svona þegar maður ætlar að vera að læra heima. Ef að ég er að vinna í tölvunni þá er helsta skemmtun Lotta að taka sér gönguferð á lyklaborðinu...naga snúrurnar....en þó aðallega að elta örina á skjánum en hún virðist nefninlega aldrei þreytast á því......það er hins vegar önnur saga um mig þar sem að ég á pínulítið erfitt með að sjá skjáinn á meðan. Ef ég svo ákveð að læra við eldhús borðið eða í sófanum finnst henni vænlegast að leggjast ofaná akkúrat það sem ég er að lesa.....elta pennan þegar ég skrifa.....og naga bækurnar!!! Sko þó það sé kannski pínu erfitt að eiga lítið barn...þá eru þetta þó örugglega ekki vandamál sem maður stendur frammi fyrir með þau! það er helst að ég gefi kisu kúfulla skál af uppáhaldsmatnum hennar til þess að hún láti mig í friði en afleiðingarnar af því eru ekkert voðalega spennandi.......megn stækja af kúka og prump kattarfýlu --- ekkert sem ég get mælt með sko!!!
Ég fékk visa reikninginn minn í dag...hmm eða fyrir nokkrum dögum...fór ekki í póstkassann fyrr en í dag!! Kveið ekkert smá fyrir að opna hann miðað við það sem ég hef verið að eyða undanfarið......2.250 kr. úttekt úr ÁTVR var eina sem ég þurfti að borga.......gat náttúrulega ekki verið annað!! Skil þetta ekki alveg.....hin hundrað og eitthvað þúsundin hljóta bara að bíða til næsta mánaðar :o) Æði!!!
Svo vil ég bara minna á að nú eru aðeins tæpir 48 tímar þar til ég verð komin í háloftin á leið til Köben.......vááá´´aááá....ég hlakka svo til!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home