mánudagur, apríl 07, 2003

Það eru eitthvað svo vonlausir dagar þessa dagana......svo sit ég núna í tölvustofunni í Odda og er að reyna að prenta út glósurnar mínar svo að það taki ekki marga daga eins og heima í elsku prentaranum mínum...............jájá þetta gekk svosum ágætlega fyrst en nú er sko komið babb í bátinn og ekkert prentast út......helvítis þetta er alltaf að koma fyrir mig.....fer örugglega allt að prentast út þegar ég er farin....þess vegna ætla ég að bíða aðeins lengur og sjá!!!

Æi úff....nú fer allt heila læri klabbið að hellast yfir mig......fyrirlestur á fimmtudag....próf á fimmtudag til laugardags......tvær ritgerðir um páskana og blablabla.........kannski maður ætti bara að sleppa þessu öllu......finna sér vinnu og borga skuldir frekar en að stefna sér í skuldir allt árið.......ég meina ég á hvort sem er aldrei eftir að verða hálaunamanneskja!!!!!!

Þó að þetta séu frekar ömurlegir dagar upp á síðkastið þá hafa nú komið bjartar stundir inn á milli....ég til dæmis var með matarboð á miðvikudaginn....eldaði kjúklingarétti og tilheyrandi fyrir Rebekku, Þórhildi, Bogga og hann Jóa minn sem var víst orðinn helst til svangur enda er ég búin að skulda honum þetta í c.a. ár minnir mig!!! Svo fórum við í pool......held ég fari ekkert aftur strax með JÓa hann er allt of góður --- er samt ekki enn búin að komast að af hverju það er!!

Jú svo fór ég í mína fyrstu vísindaferð í vetur.....jess fyrstu fyrstu fyrstu og síðustu.....fórum í VISA....sem var bara mjög gaman......skelltum okkur svo í partý á Háaleitisbrautinni á eftir sem var mjög gaman líka....og þaðan lá leiðin á PLAYERs á ball með J'onsa og félögum í svörtum fötum.......æi þá var Lóa búin að stinga mig af.... alveg týpískt hún (hehehehe).......og svo kom kærastinn hennar Þóru og þau hurfu.......þannig að ég endaði bara með því að fara snemma heim!!!

Já þetta eru raunardagar.......sætti mig samt frekar við raunardaga á Íslandi en í Írak..........ég vona samt að þetta verði liðið hjá um miðjan maí.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home