fimmtudagur, febrúar 22, 2007

KLÁMRÁÐSTEFNAN ÓGURLEGA
Ég er komin með meira en nóg af þessari offors umræðu um komandi “klámráðstefnu” sem á víst að halda hérna á litla saklausa Íslandi. Eigum við ekki frekar að gleðjast yfir því að stór hópur viðskiptafólks hafi valið að sækja okkur heim í árlegri skemmtiferð sinni? Ég veit ekki betur en að íslenska ríkið hafi boðið glæpamönnum hingað í opinberar og óopinberar heimsóknir þó að þeir beri kannski virðulega titla í sínu heimalandi. Og skattpeningarnir okkar hafa verið nýttir í það. Nú fáum við a.m.k. eitthvað í eigin vasa!
Ég las líka að einn feministinn hafi ákveðið að “boycutta” Hótel Sögu vegna þess eins að þar ætlar liðið að gista – furðulegt. Hótelið átti náttúrulega bara að neita rúmlega 100 manna hóp um gistingu, einfaldlega vegna þess að þeir framleiða kvikmyndir og sjónvarpsefni sem að fólk er mishrifið af. Það væru góðir viðskiptahættir!! Umrædd kona hefur kannski hugsað sér að fylgjast með því hvaða veitingastaðir dirfast að gefa þessu fólki að eta og drekka, hvaða skemmtistaðir leyfi þeim að taka sporið á dansgólfinu og hvaða óforskammaða rútufyrirtæki ætlar að ferja hópinn milli áhugaverðra staða á Íslandi……og “boycutta” alla þá aðila um ókomna framtíð!!! Hún um það.

Ég vil samt taka það fram að ef að upp kemst að einhver á þessari ráðstefnu stundar mansal, barnaklám eða annan slíkan viðbjóð á að sjálfsögðu að handtaka viðkomandi og rannska það mál. En að fordæma hóp folks vegna grunsemda um að einhver þeirra hafi óhreint mjöl í pokahorninu er aðeins og langt gengið og borgarstjórnin ætti frekar að ræða um hvernig þeir geta flýtt útgáfu frístundakorta og ríkisstjórnin um hvernig þeir geta bætt aðbúnað aldraðra!!

KONUDAGURINN
Konudagurinn sl. sunnudag var einn af betri dögum sl. missera. Villi þessi yndlingur kom fram við mig eins og ég væri prinsessan á bauninni og gerði allt og færði mér allt sem ég vildi frá morgni til kvölds. Hann útbjó bíósal í svefnherberginu þar sem við eyddum deginum í bíómyndagláp og góðgætisát. Svo fékk ég líka náttúrulega blómvönd eins og skyldan býður á þessum merka degi. Við höfðum það svo gott bæði tvö að það er ekki ólíklegt að við endurtökum leikinn að ári.

KOMANDI BREYTINGAR
Ég er búin að segja upp vinnunni minni!! Kominn tími til að sinna nýjum verkefnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home