miðvikudagur, ágúst 30, 2006

ÖRLAGADAGURINN – í lífi Erlu

Í dag er örlagadagurinn minn. Í dag var ég næstum því rænd og barin af uppdópuðum útlendingi sem lyktaði eins og hann hefði verið geymdur undir handarkrika á áttræðum manni um dágott skeið. Hitti fyrir barnaníðing, morðingja og dópsala – allt sitthvor maðurinn, þó að þeir eigi þetta kannski allt sameiginlegt. Þegar ég fer heim ætla ég að keyra krókaleiðir til þess að vera viss um að þeir elti mig ekki heim.
Í kvöld er svo húsfundurinn sem allir hafa beðið eftir en enginn vill mæta á. Fundurinn sem ég er ábyrg fyrir og hefur hleypt illu blóði í ákveðna aðila sem þessu tengjast, aðila sem hafa hringt í mig fjúkandi reiðir yfir veseninu í mér, aðila sem virðast hafa þröngvað væntanlegum framkvæmdum upp á meirihlutann, aðila sem héldu að það væri sniðugt að hafa mig með í nefnd því að það gæti ekki annað verið en ég myndi bara sitja, brosa og þegja, enda er ég ljóshærð og varla með vit í kollinum. Já þeim var töluvert brugðið körlunum og hugsa mér víst þegjandi þörfina í dag. En það má bara ekki láta vaða yfir sig daginn út og daginn inn.
Það verður víst komið í ljós um níuleytið í kvöld hvort að ég er lífs eða liðin – hver sigraði og hver þarf að fara súr og svekktur að sofa í kvöld!

Þætti vænt um styðjandir hugsanir frá 19:30 – 21:00 í kvöld og vona að við eigum eftir að sjást síðar

Erla – bál og brandur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home