SKÁL!
Fyrir ekki svo ýkja löngu þótti ég fyrirmyndardjammari, lét fá slík tækifæri mér úr greipum ganga og entist langt fram á morgun í góðum fíling. Nú virðist öldin vera önnur og það liggur við að ég skammist mín fyrir að þurfa að afsala mér djammhetjutitlinum og ekki orðin eldri en ég er ;o) En manneskja sem hefur bara farið u.þ.b. tvisvar á tjúttið í bænum það sem af er sumri á þenna heiður vart skilinn. Ástandið er meira að segja orðið svo slæmt að ég hef varla komið inn á kaffihús í háa herrans tíð og þá er alfarið af sem áður var. Ég hugsa með miklum trega til gullaldaráranna þegar ég hafði ekki hugmynd um hvað var í sjónvarpinu heilu vikurnar þar sem ég var upptekin af því að hitta vini og kunningja í spjall og einn eða fleiri kalda. Ósjaldan sást ég líka á tónleikum hjá upprennandi íslenskum hljómsveitum og á fleiri menningarviðburðum. Já ég held að það sé réttast að ég skammist mín rækilega fyrir þessa niðurdrepandi hegðun og vanvirðingu við miðbæjarlífið - kannski er kominn tími á upprisu og hver veit nema að innan skamms verði mynd af mér á forsíðu Hér og Nú með fyrirsögninni "The Earl is back -better than ever"?
Já spurning um að finna einhvern með sér í átakið....hef jafnvel nokkur nöfn í huga..og tek opnum örmum á móti sjálfboðaliðum, gömlum sem nýjum!
OG JÁ ELSKU HÓLMAR OG FRÚ - INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ERFÐAPRINSINN! HLAKKA TIL AÐ SJÁ HANN!
Fyrir ekki svo ýkja löngu þótti ég fyrirmyndardjammari, lét fá slík tækifæri mér úr greipum ganga og entist langt fram á morgun í góðum fíling. Nú virðist öldin vera önnur og það liggur við að ég skammist mín fyrir að þurfa að afsala mér djammhetjutitlinum og ekki orðin eldri en ég er ;o) En manneskja sem hefur bara farið u.þ.b. tvisvar á tjúttið í bænum það sem af er sumri á þenna heiður vart skilinn. Ástandið er meira að segja orðið svo slæmt að ég hef varla komið inn á kaffihús í háa herrans tíð og þá er alfarið af sem áður var. Ég hugsa með miklum trega til gullaldaráranna þegar ég hafði ekki hugmynd um hvað var í sjónvarpinu heilu vikurnar þar sem ég var upptekin af því að hitta vini og kunningja í spjall og einn eða fleiri kalda. Ósjaldan sást ég líka á tónleikum hjá upprennandi íslenskum hljómsveitum og á fleiri menningarviðburðum. Já ég held að það sé réttast að ég skammist mín rækilega fyrir þessa niðurdrepandi hegðun og vanvirðingu við miðbæjarlífið - kannski er kominn tími á upprisu og hver veit nema að innan skamms verði mynd af mér á forsíðu Hér og Nú með fyrirsögninni "The Earl is back -better than ever"?
Já spurning um að finna einhvern með sér í átakið....hef jafnvel nokkur nöfn í huga..og tek opnum örmum á móti sjálfboðaliðum, gömlum sem nýjum!
OG JÁ ELSKU HÓLMAR OG FRÚ - INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ERFÐAPRINSINN! HLAKKA TIL AÐ SJÁ HANN!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home