GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA!!
nÚ ER ALLT GAMANIÐ BÚIÐ...JÓLIN OG ÁRAMÓTIN OG AMMÆLIÐ OG STÓRSTEIKURNAR OG SKATAN OG RAUÐVÍNIÐ OG PAKKARNIR OG ALLT ÞAÐ SAMAN!! En einhverntímann verður allt að enda (eða svona horfir lífið allavegana við mér) Þetta var samt gott meðan var...fór norður til pabba fyrst um jólin og borðaði svínahamborgarahrygg hjá -ömmu og afa á ströndinni eins og vanalega.....hangikjöt hjá pabba á jóladag.....skutlaðist í reyktan lambahrygg hjá mömmu á jóladagskvöld brunaði svo norður í sveitina til tengdó á annan í jólum þar sem ég fékk sauðnaut. Ég hef aldrei aldrei aldrei verið þyngri en akkúrat þessa daga. Nú svo var auðvitað tekið annaníjólumdjamm um kvöldið.....fórum til BubbaElla (Kidda) í partý og þaðan niðrá Karó elsku karó...þar var samansafn af gömlum MA-ingum og fyrrum Karólínufastagestum auk annarra. Aldrei hef ég séð jafn marga inni á þessum litla stað og þetta kvöld....á tímum var þetta jafnvel farið að minn á Sirkus bara ekki eins reykmettað og töluvert snyrtilegra. En það var ógeðslega gaman að hitta allt fólkið sem að ég hitti aldrei, eins og Ásu, Ragnhildi, Rósu og fleiri!! Degi seinna var haldið aftur til pabba í kjúlla og planið var að gista en eftir að Siggi Stormur hafði varað við leiðindaveðri næsta dag ákváðum við að bruna suður seint um kvöldið!!!
Áramótin voru svo haldin í Flyðrugranda 12 þar sem að Anton snilldarkokkur matreiddi ofnbakaðan kjúkling með einhverju svaðalega góðu karteflugumsi og sveppasósu...mmmmmmm --geeeeðveikt gott!! Eftir lélegt skaup og ágætis flugeldaskotárás fóru gestir og gangandi að tínast í partý þar sem tjúttað var fram á rauðan morgun eða þar til að nágranninn mætti um áttaleytið ekki of glaður með lengd partýsins. Hins vegar skal tekið fram að ég var löngu farin að sofa enda ekki þekkt fyrir slíka ofdjömmun lengur ;o)
Nú svo vil ég þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju eða hringdu á ammælinu mínu 1. janúar........þið eruð yndisleg!! Þið hin.......hmm...eruð ekki alveg jafn yndisleg!!!
En formleg ammælisveisla verður að sjálfsögðu haldin sameiginlega með Örnu pörnu 17. janúar n.k. --ef ekkert breytist. Boðskort og frekari upplýsingar verða sendar síðar!!!