föstudagur, janúar 30, 2004

Held það sé engum blöðum um það að fletta en að ég sé efni í meistarabrettapæju eftir ferðina í Bláfjöll í fyrradag. Þvílíkir snilldartaktar hjá firsttimer hafa ekki sést í langan tíma að sögn kunnugra!!
Verst hvað er samt dýrt að leigja bretti og borga sig í fjallið....sérstaklega ef maður fer nú að fara eitthvað að ráði.....þess vegna AUGLÝSI ÉG EFTIR SNJÓBRETTI TIL LÁNS svona öðru hvoru....gott ef skór nr. ca. 39 fylgja með!!! Eini annmarkinn á þessari snjóbrettaferð minni er svona "post-pain"
meaning : Hroðalegir, þjáningafullir strengir út um allan líkama sem gera það að verkum að allar hreyfingar mínar einkennast af stirðleika og klaufalegheitum sem orsakar augngotur ókunnugra á götum úti og göngum Háskólans - but what do I care??!!!

Þessi helgi eins og aðrar er fullskipuð mikilli dagskrá. Nú um c.a. fimm mun bláa þruman þeysa vestur í land nánar tekið í Stykkishólm þar sem fjölmennt fimmtugsafmæli fer fram á hótelinu...matur, skemmtiatriði, drykkir og ball!! Að sjálfsögðu erum við hjúin grand á því og gistum líka á Hótelinu :o) Komum svo aftur heim á morgun laugardag og er stefnt að því að mæta í innflutningsgeim hjá Þrúðu og Atla í Kópavoginum...aldrei að vita svo nema stefnan verði tekin niðrí bæ!!

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Geðveikt veður og ég ætla að skella mér upp í fjöll og athuga hvort ég er ekki efni í svaðalega brettagellu!!!!

mánudagur, janúar 26, 2004

WHAT A FABULOUS WEEKEND AND VERY TIRING!!
Á föstudaginn get ég nu ekki sagt að mikið hafi verið brallað.....af því að ég man eiginlega ekkert hvað ég var að gera þá en hins vegar man ég að ég og Arna kíktum á Vegamóti í bjór Nachos með ofurgóðu ostasósunni sem er svo góð að meira að segja Arna sem borðaði ekki ostasósu er farin að klára úr skálinni þó að það séu engar flögur eftir!!!
Þessir tveir bjórar náðu hins vegar að segja til sín morguninn eftir þar sem ég þurfti að vakna klukkan tíu til að gera allt reddí fyrir brúðkaupið! Kolla litla frænka og Maggi voru nefninlega að láta pússa sig saman og skýra litlu dömuna......ég er allt of veik fyrir svona brúðkaupum......tárast og langar til að hágráta alla serimóníuna -- en mér tókst að hemja mig. Síðan var 130 manna veisla út á Álftanesi....geðveikur matur og kökur og kaffi og kampavín.....pabbi veislustjóri......fullt af skemmtiatriðum og söng!!
Svo var maður fenginn til að passa the newlyweds kid um fram á nótt!! Ég verð örugglega ágætis mamma.....tókst að búa til mat og pela með öskrandi barn á handleggnum.....skipta á því...klæða það í náttföt og svæfa.....á met tíma held ég meira að segja bara líka. But I was dying of threyta þegar ég fór heim og þurfti svo að vakna snemma aftur á sunnudeginum til að fara í útskriftar brunch og svo til Stebba bróður sem átti afmæli og svo að horfa á ömurlega íslenska landsliðið spila sig út úr EM og svo panta pizzu og fá Örnu í heimsókn.........og ég var svo þreytt eftir þetta allt saman að ég gat ekki hugsað mér að vakna í skólann heldur hélt áfram að lúlla með Villa mínum sem kom ekki heim úr vinnunni fyrr en níu í morgun!!!!

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Mig langar að vekja athygli á því að Hilmar Kristjánsson er ekki búinn að blogga síðan 8. janúar. Himmi ekki er Herdís svona krefjandi?? ;o)
Þá er EM loksins að byrja....en eins og þið vitið öll þá er ég einstaklega mikill í þróttaaðdáandi og missi ekki af neinu tækifæri til þess að horfa á íþróttahetjur þessa litla lands sýna taktana og þá sérstaklega á erlendri grund!!! Okei ég er kannski eilítið að ýkja en af einhverjum ástæðum þá er bara spennan farin að segja til sín......kannski af því að þetta er í Slóveníu og fyrsti leikurinn við Slóvena og hálf tengdafjölskyldan er náttúrulega Slóvensk......hmmm...já gæti tengst því eitthvað!!!

Finnst að við ættum að fjölmenna á einhvern stað saman og horfa á strákana okkar ...eins og þeir heita víst!! Allir að mæta rétt fyrir 19:30 á.....hmmmm æi hringiði bara og látið mig vita hvar á að horfa :o)

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég skil ekki af hverju tímarnir mínir þurfa alltaf flestir að byrja fyrir hádegi......slíkt stangast á við lífsskoðanir mínar og svefnvenjur.....og mínar svefnvenjur tek ég mjög alvarlega!! Spurjiði bara alla sem hafa búið hjá mér.....eða sofið hjá mér.....eða hmmmm það yrði kannski reyndar allt of mikið verkefni fyrir ykkur!! Mér tókst hinsvegar með miklum erfiðismunum að vakna snemma í morgun og fara í skólann (klukkan 1100). Ég var samt næstum því hætt við ....en kennararnir hafa allir ákveðið að hafa öll fögin bara einu sinni í viku....þannig að það má varla missa af neinum tíma....djöfull og dauði -- ég hafði sterkan grun um að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn mér hérna og sá grunur styrktist til muna þegar kennarinn skipaði mér að mæta á AA-fund......annars næði ég ekki áfanganum!! Jájá þið haldið kannski að ég sé að grínast.....ÉG ER EKKI AÐ GR'INAST.......ég fæ ókeypis 15% af áfanganum ef ég mæti á AA-fund!! Ef þetta er ekki samsæri þá veit ég ekki hvað!!

Mig langar að vekja athygli á því að ég er búin að linka á sleggjuna a.k.a. Evu Maríu en hún er alveg snilldarbloggari með mikla frásagnarhæfileika!!

Nú er ég búin að vera vakandi í tæpa þrjá klukkutíma.....mest af þeim tíma hef ég varið hér í skólanum......spurning um að fara heim og leggja sig

You are going to Marry orlando Bloom. He will
always treat you right and is very romantic. He
will do anything for you. He is very polite and
has deep brown eyes and is very good looking
(which is another plus!). He can make anythind
cheesy look really good (like sliding down
stairs on a shield shooting arrows or wearing
pointy ears for example). Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
Auðvitað - að sjálfsögðu - hefði nokkrum dottið annað í hug en að ég myndi giftast laaaaaannnnng sætasta manninum í kvikmyndaheiminum í dag??!!!

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Þá er ég loksins búin að jafna mig eftir helgina miklu. Ekki seinna vænna heldur svona á þriðjudegi. Ég hafði löngu ákveðið að föstudagurinn yrði tekinn með ró og næði og yrði algerlega áfengislaus svona til að tryggja góða heilsu á afmælisfagnaðardeginum. En eins og stundum og svo oft áður þá fór sú ákvörðun töluvert úrskeiðis!

FÖSTUDAGUR
Þar sem ég bý ekki svo vel að hafa stöð 2....þó ég búi nú ansi vel.......og ekki heldur Arna þá var sú ákvörðun tekin að neyða Lóu, J'ohann og Gunnlaug til þess að hýsa okkur á meðan að síðasta Idol þættinum stæði. Þar sem gífurleg stemming hafði myndast í borginni allri vegna þessa þáttar þótti ekki annað við hæfi en að leyfa sér smávegis öl með úrslitunum. Eftir að Kalli Bjarni hafði tekið hin tvö í rassgatið....mér til ómældrar ánægju....(með allri virðingu fyrir þeim) hófst ferðin um land snævarins. VIð ösluðum snjó upp að hnjám í ferð okkar af Njálsgötunni niður í Röskvumiðstöðina á Skólavörðustígnum......þar var reynt að troða á okkur röskvu-barmmerkjum og áróðri og við létum til leiðast að hlusta og vera með barmmerkin þetta kvöldið enda fengum við bjór í staðinn :o) Leiðin hélt svo áfram niðureftir....enginn á prikinu og lokað á V'idalín vegna veðurs. Hélt alltaf að við hefðum farið snemma heim og ég hefði ekki verið neitt svo svakalega drukkin --- þetta var leiðrétt næsta dag!!

LAUGARDAGURINN
Byrjaði seint og illa þar sem að ég festi mig í skaflinum á bílastæðinu og þurfti að láta elsku rafvirkjann minn koma og ýta mér. Dagurinn fór samt batnandi því mér tókst að versla svolítið í Smáralindinni með Soffíu systur......og Villinn minn gaf mér alger pæjustígvél.........og eftir það var dagurinn orðinn ansi góður. Kvöldið toppaði svo auðvitað allt með afmælisfagnaðinum á Vídalín þar sem vinir og vandamenn auk annarra komu og fögnuðu í frábærum hópi!! Fullt af ókeypis bjór....fyrir þá sem mættu tímanlega....skemmtilegt fólk.....og meira þarf varla að segja!!!!

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Jæja þá er maður loksins byrjaður í skólanum........8:40 á fimmtudagsmorgnum ---úff -- en víst mér tókst nú að rífa mig upp á rasshárunum þennan fyrsta tíma þá verður framhaldið vonandi eins. Einn tími eftir í dag klukkan eitt og svo frí á morgun :o)
Held ég fari heim og leggi mig þangað til....sko bara þangað til klukkan eitt....ekki þangað til á morgun!!!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Dagurinn í dag er búinn að vera sérlega gefandi og með eindæmum viðburðaríkur. Hann byrjaði með fótferðatíma klukkan 1300....stuttbuxur, kókbolur og myndasokkar....ekkert í stíl var klæðnaður dagsins sem síðan fór í það að þvo þvott og horfa á vídjó!!! Stundum held ég að letin eigi eftir að drepa mig! En í dag er samt mikill gleðidagur því að ARNA PARNA á afmæli í dag ------ and she´s a jolly good fellow........

Enn og aftur vil ég minna fólk á að fara að undirbúa sig fyrir laugardagskvöldið og láta mig endilega vita ef þið munið eftir einhverjum sem við gleymdum að bjóða (og á það skilið) svo við getum lagað það. Makar eru að sjálfsögðu velkomnir ef einhver skyldi halda annað.......nema að þið vitið að okkur sé einstaklega illa við viðkomandi maka!!!
Enn er ekki komið í ljós hver hljómsveit kvöldsins verður.......viðræður fóru fram í gær við eiganda staðarins....hugmyndir ræddar og símanúmer ýmissa listamanna fundin. Spennan er því í hámarki..........

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Kærastar eru bestu skinn......stundum!! Hann Villi minn er oftast besta skinn en í dag er hann svolítill auli svo ég taki nú ekki allt of sterkt til orða. Í morgun.....ja eða svona nær hádegi kom Villi minn úr vinnunni til að skila mér bílnum sem að ég lána honum elsku bláa bílinn minn svona af og til eins og góðri kærustu sæmir. Yfirleitt hafa þessi "bílalán" gengið ágætlega....bensínið minnkar að sjálfsögðu og slit á dekkjum en hvað um það þegar það er besta skinnið sem fær bílinn lánaðan. Það er hins vegar verra þegar besta skinnið kemur heim eins og í dag og tilkynnir mér að það hafi skemmt litla, sæta elsku bílinn minn. :0( Svoleiðis er ekki gott að vakna. Þannig að í dag er Villi minn ekki besta skinn og ég ekki góð kærasta þar sem að hann fær ekki bílinn lánaðan meira.....í dag!!! Og svona rétt fyrir ammælisveisluna......ekki óska afmælisgjöfin en svona getur komið fyrir alla....jafnvel bestu skinn!!

En það Þýðir víst ekki að gráta það meira......það eru sem betur fer til menn og konur sem sérhæfa sig í að redda svona málum!!!

Svo vil ég minna alla á að lesa póstinn sinn ef þeir hafa ekki enn gert það þar sem að þar er að finna boðskort af bestu gerð. Hljómsveitin er ekki enn komin á hreint en við erum að ganga í það mál núna í dag!!!

Jói Krói....þér er boðið í dinner.....hmmm.....bráðlega.....mjög bráðlega!!

sunnudagur, janúar 11, 2004

Ó mæ god!! Ef að þessir menn eru ekki með glötuðustu mönnum á landinu þá veit ég ekki hvað. kíkið á kallarnir.is og lesið nokkra pósta hjá þeim aaaarrrrggggg vöðva, strípu, karlrembuógeð!!
Djöfull er maður búinn að hafa það gott síðustu daga.....enginn skóli, engin vinna, ekkert vesen. Endalaus svefn og almennilegheit. En letinni fer senn að ljúka þar sem að skólinn er víst að byrja á miðvikudaginn hjá mér...ekki það að ég verði eitthvað sérstaklega mikið í skólanum...alltaf frí á þriðjudögum og föstudögum...örfáir tímar mánudaga og miðvikudaga en nokkuð meira á fimmtudögum ---- jah sem þýðir nú eiginlega fjóra frídaga í viku....hehehe það er nú ekki sem verst.

Jájá helgin var náttúrulega tekin með trukki.....samt minna trukki en oft áður. Idol kvöld með Lóu, Örnu og Bjöggu á föstudaginn með dálitlu rauðvínsívafi og stuttu stoppi á Vegamótum. Í gær var svo "gæsing" á Kollu frænku....ekkert extreme enda um dannaðar dömur að ræða. Og nú Þegar skipulagningu á því verkefni og verkefninu sjálfu er lokið er komið að skipulagningu á afmælisveislunni næstu helgi. Komin er örugg dagsetning á gleðina en hún verður 17. janúar n.k. Ekki hefur verið valin hljómsveit ennþá en allt slíkt er í bígerð enda verður að vanda valið. Talið hefur borist að Sálinni eða jafnvel Stuðmönnum en viðræður eru enn í gangi og því ekkert öruggt í þeim efnum!!
Gerð boðskorta er líka í vinnslu en þau munu vera send sem allra allra fyrst.

mánudagur, janúar 05, 2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ GAMLA!!

nÚ ER ALLT GAMANIÐ BÚIÐ...JÓLIN OG ÁRAMÓTIN OG AMMÆLIÐ OG STÓRSTEIKURNAR OG SKATAN OG RAUÐVÍNIÐ OG PAKKARNIR OG ALLT ÞAÐ SAMAN!! En einhverntímann verður allt að enda (eða svona horfir lífið allavegana við mér) Þetta var samt gott meðan var...fór norður til pabba fyrst um jólin og borðaði svínahamborgarahrygg hjá -ömmu og afa á ströndinni eins og vanalega.....hangikjöt hjá pabba á jóladag.....skutlaðist í reyktan lambahrygg hjá mömmu á jóladagskvöld brunaði svo norður í sveitina til tengdó á annan í jólum þar sem ég fékk sauðnaut. Ég hef aldrei aldrei aldrei verið þyngri en akkúrat þessa daga. Nú svo var auðvitað tekið annaníjólumdjamm um kvöldið.....fórum til BubbaElla (Kidda) í partý og þaðan niðrá Karó elsku karó...þar var samansafn af gömlum MA-ingum og fyrrum Karólínufastagestum auk annarra. Aldrei hef ég séð jafn marga inni á þessum litla stað og þetta kvöld....á tímum var þetta jafnvel farið að minn á Sirkus bara ekki eins reykmettað og töluvert snyrtilegra. En það var ógeðslega gaman að hitta allt fólkið sem að ég hitti aldrei, eins og Ásu, Ragnhildi, Rósu og fleiri!! Degi seinna var haldið aftur til pabba í kjúlla og planið var að gista en eftir að Siggi Stormur hafði varað við leiðindaveðri næsta dag ákváðum við að bruna suður seint um kvöldið!!!

Áramótin voru svo haldin í Flyðrugranda 12 þar sem að Anton snilldarkokkur matreiddi ofnbakaðan kjúkling með einhverju svaðalega góðu karteflugumsi og sveppasósu...mmmmmmm --geeeeðveikt gott!! Eftir lélegt skaup og ágætis flugeldaskotárás fóru gestir og gangandi að tínast í partý þar sem tjúttað var fram á rauðan morgun eða þar til að nágranninn mætti um áttaleytið ekki of glaður með lengd partýsins. Hins vegar skal tekið fram að ég var löngu farin að sofa enda ekki þekkt fyrir slíka ofdjömmun lengur ;o)

Nú svo vil ég þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju eða hringdu á ammælinu mínu 1. janúar........þið eruð yndisleg!! Þið hin.......hmm...eruð ekki alveg jafn yndisleg!!!

En formleg ammælisveisla verður að sjálfsögðu haldin sameiginlega með Örnu pörnu 17. janúar n.k. --ef ekkert breytist. Boðskort og frekari upplýsingar verða sendar síðar!!!