miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ég skil ekki af hverju tímarnir mínir þurfa alltaf flestir að byrja fyrir hádegi......slíkt stangast á við lífsskoðanir mínar og svefnvenjur.....og mínar svefnvenjur tek ég mjög alvarlega!! Spurjiði bara alla sem hafa búið hjá mér.....eða sofið hjá mér.....eða hmmmm það yrði kannski reyndar allt of mikið verkefni fyrir ykkur!! Mér tókst hinsvegar með miklum erfiðismunum að vakna snemma í morgun og fara í skólann (klukkan 1100). Ég var samt næstum því hætt við ....en kennararnir hafa allir ákveðið að hafa öll fögin bara einu sinni í viku....þannig að það má varla missa af neinum tíma....djöfull og dauði -- ég hafði sterkan grun um að það sé eitthvað samsæri í gangi gegn mér hérna og sá grunur styrktist til muna þegar kennarinn skipaði mér að mæta á AA-fund......annars næði ég ekki áfanganum!! Jájá þið haldið kannski að ég sé að grínast.....ÉG ER EKKI AÐ GR'INAST.......ég fæ ókeypis 15% af áfanganum ef ég mæti á AA-fund!! Ef þetta er ekki samsæri þá veit ég ekki hvað!!

Mig langar að vekja athygli á því að ég er búin að linka á sleggjuna a.k.a. Evu Maríu en hún er alveg snilldarbloggari með mikla frásagnarhæfileika!!

Nú er ég búin að vera vakandi í tæpa þrjá klukkutíma.....mest af þeim tíma hef ég varið hér í skólanum......spurning um að fara heim og leggja sig

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home