sunnudagur, janúar 11, 2004

Djöfull er maður búinn að hafa það gott síðustu daga.....enginn skóli, engin vinna, ekkert vesen. Endalaus svefn og almennilegheit. En letinni fer senn að ljúka þar sem að skólinn er víst að byrja á miðvikudaginn hjá mér...ekki það að ég verði eitthvað sérstaklega mikið í skólanum...alltaf frí á þriðjudögum og föstudögum...örfáir tímar mánudaga og miðvikudaga en nokkuð meira á fimmtudögum ---- jah sem þýðir nú eiginlega fjóra frídaga í viku....hehehe það er nú ekki sem verst.

Jájá helgin var náttúrulega tekin með trukki.....samt minna trukki en oft áður. Idol kvöld með Lóu, Örnu og Bjöggu á föstudaginn með dálitlu rauðvínsívafi og stuttu stoppi á Vegamótum. Í gær var svo "gæsing" á Kollu frænku....ekkert extreme enda um dannaðar dömur að ræða. Og nú Þegar skipulagningu á því verkefni og verkefninu sjálfu er lokið er komið að skipulagningu á afmælisveislunni næstu helgi. Komin er örugg dagsetning á gleðina en hún verður 17. janúar n.k. Ekki hefur verið valin hljómsveit ennþá en allt slíkt er í bígerð enda verður að vanda valið. Talið hefur borist að Sálinni eða jafnvel Stuðmönnum en viðræður eru enn í gangi og því ekkert öruggt í þeim efnum!!
Gerð boðskorta er líka í vinnslu en þau munu vera send sem allra allra fyrst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home