fimmtudagur, október 12, 2006

STOLTIR STRENGIR
Ég er búin að vera duglega í ræktinni það sem af er vikunni og er ógeðslega stolt af sjálfri mér, sérstaklega eftir að Arna sagðist hafa efast um að ég myndi nokkuð mæta!!!! En það er spurning um hvort hefur verið meira stoltið eða strengirnir í höndunum – ÁÁÁ. Í gær var varla að ég gæti skipt um gír með annarri hendi þegar ég var að keyra og þurfti ég oft og iðulega að beita báðum til þess að það tækist. Sama átti við um að opna dyr, báðar hendur þurfti á húninn til þess að klára það! En ég er skárri í dag og fróðir menn segja mér að þetta muni allt lagast eftir örfá skipti í viðbót – það er líka eins gott!

Annars var ég með frænkuklúbb í gærkvöldi og úr honum fékk ég afar góða innsýn í hvernig það verður að vera með 1 árs barn í íbúðinni minni. Ég mun þurfa að hafa mikið þol fyrir kámi á hinum og þessum húsgögnum, mikinn viðbragðsflýti til að bjarga mögulegum listmunum frá tortímingu sem og hæfni í sáttamiðlun til þess að forða þess að barnið ráðist á köttinn og öfugt. Oooo hvað ég hlakka til :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home