laugardagur, júlí 08, 2006

Ætli það sé ekki kominn tími til að blogga svo ég endi ekki á skammarlistanum hans Jóa Króa. Hef haft nógan tíma til að blogga í vinnunni og frá nógu að segja svo sem en er bara búin að vera svo andlega utan við mig upp á síðkastið. Sé fram á stríðsástand í blokkinni eftir að við Villi óskuðum eftir húsfundi vegna sameiginlegra ákvarðana og annars sem okkur sýnist ekki í lagi í húsfélaginu. Formaðurinn reyndi nú að snúa okkur frá villu vegar og vildi meina að það væri óþarfi að halda nokkurn húsfund....gjaldkerinn til 40 ára var á sama máli og þrátt fyrir að við stæðum föst á beiðni okkar um fund þá er liðin vika síðan og enn hefur ekki verið boðað til fundar. Á meðan leggur stjórnin í kaup á þvotta vél og þurrkara fyrir rúma hálfa milljón án þess að nokkur fái að segja skoðun sína á því...við erum bara vinsamlegast beðin um að borga 10 þúsund kalli meira í hússjóð næstu mánuðina!!!!!! Ekki nóg með það heldur komumst við að því að þrátt fyrir yfirlýsingu um að engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar á bílskúrnum þegar við keyptum leið ekki nema tæpur mánuður þar til við komumst að því að við eigum að fara að borga 400 þúsund kall í viðgerðir á skúrnum ---- svona hlutir gera mig alveg brjálaða. Og út af þessu erum við á leiðinni á "sáttafund" með fasteignasalanum og seljandanum - svona til að láta reyna á hvort að við getum ekki la´tið seljandann borga hluta af kostnaðinum. Helvítis vesen.

Annars fór ég á fyrsta ættarmót ævi minnar um síðustu helgi. Hitti samt lítið af fjarskyldari ættmennum mínum þar sem að við vorum boðin í brúðkaup á laugardeginum til Hörpu Þorvalds og Halla. Þar var hins vegar skemmtilegt með eindæmum og þéttskipuð dagskrá og góður matur þrátt fyrir að einhverjir á borðinu mínu hafi vaðið í forréttina og aðalréttina báða í einu :o)


Helgin núna er töluvert rólegri enda er ég aftur orðin einstæð móðir líkt og í síðasta bloggi. Var með þrjá litla grallara síðustu nótt sem varð ein svefnlausasta nótt síðari ára. Ég var því komin í rúmið klukkan 19:30 í gærkvöldi og sofnuð stuttu síðar!!!!! Og svo komin á fætur fyrir sex í morgun með Birki litla en við verðum bara tvö ein restina af helginni! Planið er því að gera eitthvað óvenjulegt og fjölskyldulegt þessa júlíhelgi, rölta niðrí bæ og jafnvel kíkka í húsdýragarðinn. Banastuð!

Annars eru komnar fleiri myndir inná myndasíðuna svona fyrir ykkur sem viljið frekar skoða myndirnar en að lesa ;)

Næstu helgi er það svo brúðkauð hjá Ingu og Grímsa og helgina eftir það er stefnt á útilegu - allir velkomnir með svo endilega hafið þið samband ef þið hafið áhuga....the more the merrier!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home