þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jerimías hinn eini og sanni...þá er verslunarmannahelgin á enda og einungis minningin um gleðina eftir. Það var þreyttur líkami og þreytt sál sem vaknaði í vinnuna í morgun og hefði gefið mikið fyrir það að geta sofið út! En ekki verður á allt gott kosið svo mín skellti sér í sturtu til að losna við útileguskítinn og hélt brött af stað í Vesturgarð enda hörkutól með meiru ;o)

En um helgina:
Helgin tókst með eindæmum vel. Fjórir bílar lögðu af stað á föstudag eftir vinnu og voru komnir í Vaglaskóg uppúr miðnætti. Þar var norðanfólkið og fleiri komið á tjaldstæðið okkar sem hafði sérstaklega verið tekið frá fyrir okkur. Búið var að setja upp gríðarstórt partýtjald sem hefði sennilega staðið af sér stórhríð hefði komið til þess, tunnugrill og gasgrill var á staðnum og haldiðið ekki að okkur hafi verið útvegaður sérstaklega kamar í tilefni af komu okkar!! Sumir voru dottnir vel í það þegar við komum og dugðu ekki lengi nætur heldur var viðkomandi kominn á brókina og nærbolinn stuttu síðar - clausen - og svaf svo á sínu græna það sem eftir var.

Á laugardagsmorgun....eða aðallega eftir hádegi fyrir suma - var kominn fótferðatími......steikjandi sól og hiti var í skóginum og dagurinn notaður í sólbað, afslöppun og íþróttaiðkun. Að sjálfsögðu var grillað um kvöldið........síðan tók við Nexuz-mótið og hefur þátttaka aldrei verið betri. Þegar fór að myrkva færðu menn sig svo í partý-tjaldið þar sem var sungið við gítartóna Clausensins - fólk dreif að af næsta tjaldstæði enda var stemmingin gríðarleg!!

Á sunnudeginum var allt heila klabbið tekið saman og þegar það var afstaðið var ekki að sjá að þar hafi útihátíð verið haldin :o) Enda var skógarvörðurinn blússandi hamingjusamur yfir prúðmennsku okkar og snyrtimennsku. Þreytt og þunn keyrðum við inn á Akureyri þar sem margir fengu sér blund til að hlaða batteríin fyrir kvöldið. það tókst misvel en allir mættu fyrir utan Hólmar sem að veiktist. BubbiElli bauð í magnað partý en eitthvað var þreytan í mannskapnum farin að segja til sín - aðeins einn megnaði bæinn við hin lognuðumst út af hvert af öðru eftir því sem líða tók á kvöldið.

Samt sem áður frábær helgi í fyrsta flokks félagsskap - Vaglaskógur aftur að ári? Aldrei að vita!!

Fáeinar myndir frá Vaglaskógi má sjá hjá Himma


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home