Þá er brostinn á enn einn mánudagurinn og langt í næstu helgi.....en það er nú allt í lagi því nú er komið páskafrí :o) Spurning um að skreppa á ströndina til pabba í hátíðarmat....já og svo verða þetta fyrstu páskarnir sem ég þarf ekki að þeysast á milli staða og borða 3-4 hátíðarmáltíðir þar sem að mamma og Gummi verða á siglingu um panamaskurðinn, tengdó í Slóveníu og Árni Valur á Grænlandi!! Sem að sparar bensínpening!!!
Annars var bara um að ræða ágætis helgi núna......skrapp með Lóu og Rut í bæinn á föstudag....sú ferð kostaði ´af einhverjum ástæðum mjög langan svefn á laugardegi.....en ekki nógu langan því ég neyddist til að fara á fætur og undirbúa matarboð fyrir Zetor-strákana og Bjöggu. Að sjálfsögðu eldaði ég dýrindis grillmat....eða nei ég ætlaði að gera það áður en ég komst að því að af því að gasgrillið er búið að vera úti í allan vetur þá er það helst til ryðgað og óaðlaðandi.........og þá kom sér vel að hafa lært að elda fahijtas hjá Rebekku fyrir c.a. 10 árum eða svo!! Leiðin lá svo á Pravda þar sem til stóð MA-hittingur....það var auðvitað margt um manninn og alltaf einstaklega gaman að sjá hvað MA-ingum finnst alltaf gaman að sjá aðra MA-inga....jafnvel´þó þeir hafi ekki einu sinni verið í skólanum á sama tíma ;o) Ísafold og Siggi komu öllum á óvart með skyndilegri nærveru sinni enda vön að vera að fljúga á milli London og Köben!! SKynsemin tók hins vegar öll völd snemma að nóttu og rak mig heim svo að ég gæti litið sæmilega út í fermingaveislu daginn eftir.....veit ekki hversu vel það tókst enda á ég engin fermingaveislusæmandi föt....og til viðbótar við það þekkti ég ekki fermingabarnið þó það stæði beint fyrir framan mig þegar ég kom inn!!! Svona er að vera ekki nógu duglegur að rækja ættartengslin!
Sumarvinnan virðist loksins vera komin á hreint...which is a big relief....undarlegt þó að vera ekki að fara vinna á leikskólanum eins og síðustu ár.....en kannski tími til kominn að breyta til og fá skemmtilegri tölu á launaseðilinn :o)
Annars var bara um að ræða ágætis helgi núna......skrapp með Lóu og Rut í bæinn á föstudag....sú ferð kostaði ´af einhverjum ástæðum mjög langan svefn á laugardegi.....en ekki nógu langan því ég neyddist til að fara á fætur og undirbúa matarboð fyrir Zetor-strákana og Bjöggu. Að sjálfsögðu eldaði ég dýrindis grillmat....eða nei ég ætlaði að gera það áður en ég komst að því að af því að gasgrillið er búið að vera úti í allan vetur þá er það helst til ryðgað og óaðlaðandi.........og þá kom sér vel að hafa lært að elda fahijtas hjá Rebekku fyrir c.a. 10 árum eða svo!! Leiðin lá svo á Pravda þar sem til stóð MA-hittingur....það var auðvitað margt um manninn og alltaf einstaklega gaman að sjá hvað MA-ingum finnst alltaf gaman að sjá aðra MA-inga....jafnvel´þó þeir hafi ekki einu sinni verið í skólanum á sama tíma ;o) Ísafold og Siggi komu öllum á óvart með skyndilegri nærveru sinni enda vön að vera að fljúga á milli London og Köben!! SKynsemin tók hins vegar öll völd snemma að nóttu og rak mig heim svo að ég gæti litið sæmilega út í fermingaveislu daginn eftir.....veit ekki hversu vel það tókst enda á ég engin fermingaveislusæmandi föt....og til viðbótar við það þekkti ég ekki fermingabarnið þó það stæði beint fyrir framan mig þegar ég kom inn!!! Svona er að vera ekki nógu duglegur að rækja ættartengslin!
Sumarvinnan virðist loksins vera komin á hreint...which is a big relief....undarlegt þó að vera ekki að fara vinna á leikskólanum eins og síðustu ár.....en kannski tími til kominn að breyta til og fá skemmtilegri tölu á launaseðilinn :o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home