mánudagur, maí 03, 2004

Kominn maí og prófin alveg að byrja.......hjá mér...byrjuð hjá mörgum öðrum. Hef staðið mig svoldið að því að vera ekkert alltaf að læra þegar ég ætti að vera að gera það en..........hef verið að bæta úr því!!! Það má kannski geta þess að hér um daginn var aðalfundur Mentors þar sem boðið var upp á mikið magn bjórs og snakks frá Egils. Á fundinum var síðan mynduð ný stjórn og hefur líklega sjaldan verið glæsilegri :o) En í henni er nú mikið af mögnuðu og myndarlegu fólki og má þar nefna Lóu, Nonna úr MA, Þóru (af kaffistofunni í Odda) og auðvitað MIG :o) Svo eru nú fleiri en það er bara fólk sem þið hafið ekki kynnst ennþá!!

Eins og sum ykkar vita kannski líka þá eignaðist ég fyrsta strákinn minn á föstudaginn......hann er ofboðslega sætur og hefur verið nefndur Fróði! Heimilislífið hefur þó orðið nokkuð erfiðara af þessum sökum enda meira mál að hafa svona nýjan....Lotta er heldur ekkert alltof hrifin og hefur örlað á töluverðri afbrýðissemi hennar í garð Fróða. Það er von mín að úr þessu leysist bráðlega svo ég þurfi ekki að grípa til örþrifaráða.

Hér koma svo leynileg skilaboð:
STANDSTED-FRAKKLAND-B. VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND MEÐ E-MAILI.........SPENNAN ER MIKIL OG FORVITNIN ENN MEIRI.....ER ALLT Í LAGI? VONANDI EKKERT VESEN OG BARA GAMAN!! STANDSTED-KEFLAVÍK HVENÆR?

og þá er kominn tími til að halda áfram að læra........fyrsta próf á miðvikudag!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home