mánudagur, mars 22, 2004

Nei ég hef ekki enn látið af störfum hér á blogginu og þaðan af síður dauð eins og sumir hafa haldið...eða jafnvel gert sér vonir um!!! Ég er sko sprelllifandi og á því verður engin breyting nema ég þurfi að borga skólagjöldin í mars....þá mun ég deyja úr pirringi, peningaleysi, matarleysi, bjórleysi og vonleysi..so I´m keeping my fingers crossed. Hvaða djöfuls vitleysa er það annars að ætla að láta bláfátækt námsfólk borga rúman 30.000 kall í lok mars....er ekki alltaf verið að tala um að skólinn sé nú full vinna og við búum svo vel að fá þessi "ríflegu"..hahaha námslán EF við stöndum okkur??!! Við þurfum þess vegna ekkert að vinna með skólanum er það.......eða hvað...jú ef að þessir mannaumingjar ætla að fara að auka á skuldabyrgð Háskólanema með fáránlegri tímasetningu og hugsanlega hærri skólagjöldum....djöfull og dauði hlaupi á eftir þessum fólki...bara svona til að hræða það aðeins!!!!

Annars er ég nú bara í ágætis standi þessa dagana....skellti mer norður til tengdó seinustu helgi -- frábær matur alla helgina og rauðvínssötur í nýja heitapottinum....fögur fjallasýn og kyrrð og ró daginn út og daginn inn (nema kannski þegar Ægir Daði ákvað að taka sín reiðiköst)......hitti nákvæmlega engann fyrir norðan....jú nema Hlyn.....yes u all know Hlynur.....hress að vanda á Karólínu með hárið út í loftið og svuntu :o) Takk fyrir teið Hlynur minn!!

Þessi helgin er svo búin að vera sæmileg.....var að vinna á laugardag við að vera í keilu og pool með unglingana mína....ekki leiðinlegt það að fá borgað fyrir að skemmta sér :o) Dreif mig svo heim eftir það í fína dressið til að verða mér ekki til skammar á árshátíð félagsráðgjafanema sem haldin var um kvöldið. Fengum geðveikt góðan mat....ágætis skemmtiatriði....frekar slappan veislustjóra þó og fáránlega dýrkeyptu áfengi!!!! Þegar líða fór á nóttina hóf ég ferð mína í miðbæ Reykjavíkur þar sem Snorri og Himmi biðu mín á Sólon......en Sólon sökkar ef einhver skyldi hafa verið búinn að gleyma því..svo við héldum á Vegamót sem ekki var mikið skárra enda engin laus sæti...svo ferðin hélt áfram hjá mér og Himma og við enduðum eins og stundum svolítið oft áður á 22 í rokksveiflu!! Helsta uppgvötun mín þar var að trukkalessan er aftur mætt bak við barinn og virðist vera að velta fyrir sér að taka mig í sátt....allavegana leyfði hún mér að geyma jakkann minn og það hefur hún ekki gert áður nema fyrir svo löngu síðan að varla elstu menn muna!!!
Í gær fór ég svo aftur í keilu með Sólveigu......með grindurnar fyrir rennunum...og ég tapaði ....fyrir átta ára gamalli stelpu!!! I suck!!!! En var hins vegar ekki tilbúin að láta helgina enda á þann veg svo að ég dró Villa og Halla með mér um kvöldið og tókst að merja annað sæti eftir að hafa tapað í fyrstu umferð með afleitan stigafjölda!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home