fimmtudagur, júlí 31, 2003

Geisp......ég er svo þreytt og mig langar svo að fara að sofa...eeennn það má ekki því þá vakna ég ekki fyrr en um miðnætti og missi af heilu fimmtudagskvöldi sem væri náttúrulega synd og skömm...þegar maður gæti verið að drekka meiri Faxe og svona....verð nú að klára ferðatöskuna áður en ég kaupi meira fyrir helgina!!!
Mér leiddist í gærkvöldi.......sjónvarpsútsendingar lágu niðri á hæðinni...hafa reyndar gert það síðan í fyrradag og ég ein heima með Faxe...og þó að bjór sé vinur minn þá er hann ekki mjög skrafhreifinn :o( Svo það endaði með því að Arna mín kom og við skruppum á Vegmót í einn öl....Inga mætti meira að segja eftir vinnuna sína. Silla var að vinna....sko Silla sem var á Skógum (for those who don´t know what I´m talking about)...vorum samt ekki vissar fyrst ..... hún greinilega ekki heldur.......en við þekktumst sko á endanum...hmm ef það er hægt að segja svoleiðis!!!

BÓK ÖRLAGANNA
..er snilldarbók....skrifuð af einhverjum greifa um 1850 og þýdd á íslensku 1952. Þessi bók er eins og bókin með svörin....bara miklu miklu miklu miklu betri og skemmtilegri. Með 140 ákveðnum spurningum sem þú getur valið og svo dadadadada soldið svona prógress og svo færðu svarið þitt. Svona til að segja ykkur þá leit sumt nú ekkert voðalega vel út fyrir mig ....en í stuttu máli þá mun ég eignast fleiri börn en ég á skilið og deyja hræðilegum dauðdaga en samt ekki fyrr en ég er búin að sjá barnabarnabörnin mín!! Fleiri börn en ég á skilið.....ég hlýt að verða einhver hroðaleg manneskja í framtíðinni...veit að ég á mínar slæmu hliðar í dag en ekki nógu margar til þess að verðskulda svona drull!! En þar sem ég á ekki þessa bók þá hringdi ég á fornbókasölur borgarinnar og á þeim stendur nú yfir leit að þessari bók fyrir mig.....mjög hjálpsamt fólk í svona búðum...þannig að þegar ég fæ hana vonandi loksins geta allir komið að heimsækja mig og komist að örlögum sínum hjá ÖRLAGA-ERLU!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home