laugardagur, ágúst 02, 2003

Jamm fyrir þeim sem hittu mig á fimmtudagskvöldið þarf vart að skýra út að ég lagði mig ekki þrátt fyrir mikla þreytu. Heldur var fyrsti bjórinn opnaður klukkan hálf sex.....bara svona í rólegheitunum.....eftir þriðja eða fjórða FAXE lá leiðin í lastabæli Eggertsgötunnar..nánar tiltekið til Himma en þar var Danni fyrir og Arna kom stuttu síðar.....eftir nokkra öl í viðbót var Kiddi svikari mættur á svæðið (hann fór sko til EYja) og þá var haldið niðrí bæ á Vegamót....á Vegamótum bættust svo Silla og Gunni í hópinn. Sökum sætavöntunar á Vegamótum héldum við á Hverfisbarinn...reyndar var eitthvað lítið um sæti þar líka en við reyndum bara að lúkka kúl og stóðum á dansgólfinu og rugguðum okkur svona aðeins í takt við tónlistina öðru hvoru :o) Meiri bjór meiri bjór....en svo var bara lokað....en Vegamótatöffarar eins og Gunni láta ekki deigan síga þrátt fyrir lokanir og því var kassa af bjór kippt með af VM og liðið brunaði í Krummahólana í eftirpartý.........það er skemmst að segja frá því að sumir komust heim....aðrir bara hálfa leið fyrst og enn aðrir ekki neitt!! Þetta var nú eitt af betri fimmtudagskvöldum í langan tíma ---- enda hafa þau ekki verið svo svæsin hingað til!!

Ég komst nú til Skagastrandar þrátt fyrir að hluta til bága heilsu í gær......vorum nú í seinni kantinum......og sökum þreytu og annarra hluta lögðum við ekki í stuðleit í Kántrýbæ heldur var haldið snemma til hvílu. Það er samt aldrei að vita hvað gerist í kvöld.......allavegana takist mér að renna niður nokkrum bjórum :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home