þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Þá er Verslunarmannahelgin liðin undir lok og grámyglulegur hversdagsleikinn tekinn við aftur......o jæja hann er nú kannski ekkert svo voðalega grámyglulegur..fínt veður og svona og alltaf eitthvað að gerast. Var að vinna til fjögur og eftir það tók við mikill töskuburður úr greni 12 til baka í 10 -- guð ég var ekki búin að átta mig á hvað ég á mikið af fötum.......ég sem fer næstum aldrei aldrei í búðir.....nema náttúrulega vínbúðina!!!
En allavegana þá var þetta alveg ágætis Verslunarmannahelgi......fórum fyrst á Skagaströnd með Rebekku, Bilbó og Lottu í farteskinu. Það kvöldið var ég farin að sofa fyrir eitt......enda fimmtudagskvöldið eitthvað farið að segja til sín. Laugardagskvöldið var hins vegar bara mjög gott.......útitónleikar með Brimkló, KK og öllum þeim með bjórinn í annarri og eitthvað annað í hinni!! Seinna um kvöldið var það eitthvað sterkara í annarri en það sama í hinni.......hitti flesta elskulegu æskuvini mína af ströndinni og ég, Villi, Þrúða, Atli, Sigrún og Bogi skelltum okkur svo í kántrýbæ...þar sem enn var innbyrgt meira...skot, neftóbak, vodkinn sem við smygluðum inn og hver veit hvað meira ---mjög vel heppnað kvöld þrátt fyrir að í þetta skiptið hefðu ekki mætt 7000 manns á staðinn.

Akureyri var svo næst á dagskrá...svona til að upplifa gömlu stemminguna með öllum unglingunum í bænum. Byrjaði allt saman ágætlega með smávægilegu partýi í íbúðinni hans Kidda.......Ég , Arna, Villi, Danni og Himmi drukkum bjór og sungum karókí (þó aðallega strákarnir sem þarf ekki að útskýra fyrir þeim sem hafa í alvörunni heyrt mig syngja!!) Svo varð einhver óútskýranleg skyndileg breyting á annars mjög góðu ástandi mínu.......og til að gera langa sögu stutta þá komst ég ekki niður í bæ...... vil hins vegar þakka Örnu fyrir ómetanlega stuðning á þessu tímabili frá upphafi til enda!!! Arna beibí...þú ert æði :o)

Heimferðin í gær tókst með ágætum með tvo ketti í framsætinu og kelandi verslunarmannahelgarpar í aftursætinu....ehemmm....já hann kom fékk nefninlega far aftur þessa helgina Grundafjarðarfolinn hann Doddi og hafði þá eitthvað fengið að fikta í rauðhærðu vinkonunni minni (nefni engin nöfn) ....en fyrir ykkur sem ekki hafið séð hann þá er þetta alveg fjallmyndarlegur drengur!!!! En þau höfðu allavegana nóg pláss þa
r sem mér tókst að sannfæra pabba gamla um að skipta um bíl við mig.....svo nú er ég svaðaleg jeppapía en pabbi bisnesskall á sparneytnum smábíl :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home