þriðjudagur, júlí 29, 2003

Það er nú ekki hægt að segja annað en að sumarið sé búið að vera nokkuð viðburðaríkt héðan af.....allavegana töluvert skemmtilegra en síðasta sumar en þá var varla að maður færi fram yfir borgarmörkin!! Þetta sumarið er ég nú búin að afreka töluvert eins og ferðir til Akureyrar, til pabba á ströndina og mömmu á tangann! Að sjálfsögðu eru ákveðnar helgar sem standa uppúr og sem dæmi má nefna....

1. helgin í júlí
Þá helgina var eins og margir vita mikil djammhelgi og meðal annars var háskólaútilega á Skógum. Nú ég, Arna, Himmi og Danni gerðumst brjálaðir Bronco töffarar ( Danni samt ekki í fyrsta skipti þar sem að hann var bíleigandinn) og fórum í samfloti við hina Broncotöffarana, Gunna, Matta, Sillu og Mæju til Skóga. Það gekk nú frekar hægt að komast af stað þar sem að Gunni Broncotöffari kom c.a. tveimur tímum og seint úr vinnunni (erfitt að vera svona ómissandi) það og fleiri tafir ollu því að við vorum náttúrulega byrjuð að drekka ÁÐUR en við lögðum af stað!!! " Stelpur viljið þið ekki bara fara út og reykja á meðan" var án efa algengasta setningin fyrir brottför........sem við og gerðum í hvert einasta skipti. En þegar loksins var komið á Skóga...slógum við upp tjöldunum og PARTýTJALDINU hans Danna sem átti eftir að bjarga helginni þokkalega þrátt fyrir að ýmislegt gengi á!!!
Helgin tókst með eindæmum vel og var ótrúlega skemmtileg í hópi skemmtilegs fólks --- án efa ein af betri helgunum. :o)

Á góðri stund í Grundafirði
Sú helgi var nú bara síðustu helgi en þá lögðum við Rebekka upp í ferð til Grundarfjarðar....með Ingu slyngu í samfloti og Evu Maríu í aftursætinu. Á Grundarfirði beið Bjögga mín og fullt hús af fólki......grillmatur...veislumatur...vín og bjór og fullt af skemmtilegu fólki. Okkur til mikillar gleði hittum við 'Idu og Sigga, Dabba diggler, Hlyn stóra og Hlyn litla, Bensa Svanhildarfrænda og Hafliða Svanhildarfrænda, Láka og fleiri snillinga sem gerðu helgina enn skemmtilegri!! Grundafjörður er hér með settur á kortið sem eitt flottasta og skemmtilegasta krummaskuð á landinu og eftir að hafa farið nú í annað skiptið á Grundarfjarðardagana hefur sú ferð verið gerð að árlegri skyldu...svo lengi sem Bjögga og fjölskylda meika það!!!

Akureyri.....17. júní helgina!
Ja sko það sem stendur uppúr það djammið er að hafa fengið að fylgjast með Himma, Danna, Hólmari og Kidda taka lagið í Karókí á Pollinum.......lífsreynsla sem aldrei gleymist! :o)

Svo er náttúrulega Verslunarmannahelgin næst á dagskrá......planið er að kíkka á Kántrý til pabba og á Halló Akureyri af því að þangað virðast allir ætla að fara.....eða er það ekki annars?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home