laugardagur, maí 03, 2003

Djammið í gær tókst bara með ágætum. Lóa, Hildigunnur, 'Aslaug, Steina og Nonni komu í heimsókn og hér sátum við til að verða tvö og ræddum um mikilvæg málefni eins og stríðið í Írak, fegurðasamkeppnir, jafnrétti og allt það.....mjög áhugaverðar umræður haha...... VIð vorum nú bara þrjár að drekka..ég, Lóa og Hildigunnur og uppúr tvö skutlaði Nonni okkur í bæinn......leiðin lá beint á 22 þar sem við hittum Kjartan og lærigengið hans........Doddi litli var dj og olli engum vonbrigðum frekar en fyrri daginn....það gerðu hins vegar margir aðrir sem voru á staðnum........endalaust margir misheppnaðir, uppáþrengjandi og óþolandi karlmenn höfðu greinilega ákveðið að mæta á staðinn ígær......kannski var þetta Félag hinna ótrúlega óþolandi manna Rétt eftir fimm í nótt gafst ég svo endanlega upp á þeim, drykkjunni og dansinum og tók leigubíl heim. Fékk svo að vita í dag að ég hefði mikið talað upp úr svefni um skæri...ekki man ég nú eftir að hafa verið að dreyma skæri en dettur helst í hug að ég hafi ætlað að myrða einhvern af gæjunum á 22 með þeim......líklegasta ástæðan fyrir mér!!!!!

Var að hugsa um að keyra norður í dag......en heilsan komst ekki í lag fyrr en um sex leytið þannig að ég verð hér allavegana eina nótt í viðbót. Þannig að kvöldið er óráðið enn....býst samt kannski við að fara í keilu eða pool með Villa og Nökkva.......ef ég kem mér einhverntímann í sturtu.....I don´t look too good today :o)
Það er samt alveg nauðsynlegt að nýta þennan tíma sem maður hefur lesturslausan og gera eitthvað skemmtilegt......kannski fá sér smá öl með.......sem gæti orðið til þess að heilsan á morgun leyfi mér ekki að keyra norður.......já börnin mín Bakkus hefur borið mig inn í vítahring sinn......hann vill halda okkur hér í borg dauðans.......það eru ekki allir sem vita það að Bakkus býr hérna í borginni......minnir að hann leigi með Jóni Hlaupara...........hættuleg blanda skal ég segja ykkur!!!!!

SAGAN AF GÖMLU GÓÐU KONUNNI SEM KOM FRÁ DJÖFLINUM!!
Fyrir dálitlu síðan flutti gömul elskuleg kona á ganginn hjá honum Villa........hún var svo elskuleg að ég bar níðþunga flísakassa fyrir hana úr bílnum og inn........og hún var svo voðalega hrifin af henni Lottu minni og allt var svo yndislegt. Stuttu seinna hitti ég dóttur hennar sem býr á 3. hæðinni....hún vildi nú endilega vara mig við mömmu sinni...hún væri voðalega almennileg fyrst en í raun væri hún alger tuðari......og viti menn Lotta var ekki lengi í paradís.......gamla kellingin var svo sannarlega úlfur í sauðaskinni......það leið varla sá dagur að hún kvartaði ekki yfir kettinum.........reyndar var Lotta alltaf að bjóða sér í heimsókn til hennar...svona inn um gluggan.....en ég meina hvað getum við gert við því....hún er bara kettlingur. Nú til að byrja með ráðlögðum við henni að úða á hana vatni þegar hún kæmi inn...þá myndi hún strax fara út.....jæja nokkrum dögum síðar kemur gamla herfan hlaupandi á eftir kettinum (ÚTI) með vatnsúðabrúsa....sprautandi á hana eins og andskotinn væri á hælunum á henni......greyið Lotta flúði skiljanlega inn til sín en ekki óhult enn því kellingin hélt áfram að úða vatni INN til Villa!!!!! Og áfram hélt hún að kvarta.......skyndilega var hún búin að öðlast ofnæmi fyrir köttum og öllu mögulegu......ég fór því og keypti spray til að setja á gluggasyllurnar hjá henni sem á að varna því að kettir sæki þangað.........svo fór ég til hennar aldraða úlfsins til að úða þessu fyrir hana........eeeeeeeennnn ekki fyrr en að ég hafði hlustað á öll hennar vandamál......astmann hennar.....ofnæmið hennar......strákana hennar....baðherbergið hennar og guð veit hvað ----- mér tókst svo loksins að þagga niður í henni (samt ekki með skærum)......og gera það sem þurfti að gera. Nú og ekki hefur verið kvartað síðan.......en það nægjir greinilega ekki þessari óþolandi herfu að kötturinn komi ekki inn til hennar....hún virðist ekki einu sinni vilja leyfa henni að leika sér í garðinum.....því í morgun kom hún út í garð til þess eins að reyna að reka Lottu greyið í burtu þar sem hún var að leika sér í grasinu......þegar við spurðum hana svo hvað hún væri eiginlega að gera þá kom góðugömlukonu tónninn í hana....."æi ég hélt að hún væri að veiða fuglana".......djísus.....það heyrðist ekki einu sinni í fugli úti og hvað þá að þeir sæust!!!!! Ég spái þessu krumpudýri ekki langlífi haldi hún áfram á braut djöfulsins...............
Ef þetta er amma einhvers sem les þetta ...þá afsakið....en sannleikurinn er sagna bestur!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home