mánudagur, apríl 14, 2003

Það er þá loksins komið páskafríið langþráða.......ég fæ nú samt eitthvað lítið frí sökum þess hvað ég er alltaf lengi að byrja á ritgerðum....þarf að byrja á mínum núna!! :o( Nýtti samt helgina andsk. vel.......var náttúrulega í hinu góða heimaprófi.....þurfti nú aðeins að skreppa samt á djammið......fyrst eldaði Árni kvöldmat fyrir liðið....síðan fór ég heim til Áslaugar og Nonna af því að L'oa var með afmæli þar........22 tók svo náttúrulega við og þar var bara nokkuð gaman......þegar allir voru svo farnir og ég komin í smá vesen....þá fór ég á Prikið að hitta Villa, Nökkva ofl. --- held ég hafi verið komin heim um hálf - sex......og átti að skila prófinu sama dag.....úffffffffffff......og ég var svo þunn - en tókst samt að pína mig á fætur og klára djö. prófið og skila því.......og svo var náttúrulega djamm eftir það ....hehe.....innflutningspartý hjá Villa.....Blái barinn og 22!!!

Eins og Hilmar sagði þá voru allir að djamma á laugardaginn.....ég hitti heldur næstum engan af vinunum.....jú Hólmar.......og Rebekku áður en ég fór í bæinn --- hvar voru eiginlega allir?!!!!

'Ufff ég er sko nýkomin á fætur .....verð að fá mér einhverja næringu......þetta gengur samt ekki alveg.....buxurnar mínar eru farnar að verða skuggalega þröngar á mig.....er svo sem sama um það þannig lagað.....hef bara ekki efni á að fara að fjárfesta í nýjum buxnalager!!!! :o)

Svo er spurning hvað ég geri um páskana.......langar að fara norður...þar verður besta veðrið og allt það.......hef samt eiginlega ekki tíma......er líka boðið í sumarbústað núna í vikunni......get ekki ákveðið hvort ég á að fara þangað í eina nótt eða svo........æi .......eigum við ekki bara öll að vera í bænum og halda páskana saman krakkar mínir?!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home