mánudagur, maí 29, 2006

Er farin í frí...langþráð sumarfrí. Halló Slóvenía og halló Króatía!
Sjáumst um miðjan júní
Erla

föstudagur, maí 26, 2006

Djammaði loksins að gömlum sið á miðvikudagskvöldið...þ.e. megnaði bæinn og fór ekki heim fyrr en að ganga sex og svaf fram að kvöldmat!! Byrjaði í mat hjá Lóu, þaðan lá leiðin á Barinn (22)til að skoða hvernig Gunna og co hafði tekist upp með endurbæturnar. Verð nú að viðurkenna að staðurinn lítur mjög vel út! Af barnum skruppum við Arna yfir á Óliver þar sem að við vorum fundnar af Tomma og Lucky! Ef þið skylduð ekki vita hverjir þeir eru ´þá er það skiljanlegt því að það vissum við ekki heldur. Þrátt fyrir það endaði kvöldið með þeim aftur á Barnum í bjór,skot og dans! Alltaf gaman að kynnast nýju fólki. Meðfylgjandi er mynd af þeim félögum - fleiri myndir má finna á Myndasíðunni.

mánudagur, maí 22, 2006

OG GERI AÐRIR BETUR!!!





ÁSTKÆRA ÍSAFOLD Á AFMÆLI Í DAG - ÞÚSUND KOSSAR Í TILEFNI ÞESS!

Fleiri myndir af afreki mínu má finna undir MYNDIR

þriðjudagur, maí 16, 2006

Um helgina varð systir mín elskuleg Bikarmeistari í liðakeppni á Þrekmeistaranum 2006. Ég er að sjálfsögðu að springa úr stolti af stóru systur minni sem er væntanlega í fyrsta skipti í 12 ár sterkari en ég......á samt eftir að sannreyna það í næsta systraslag! Ég óska Soffíu, Kristbjörgu og hinum þremur innilega til hamingju með árangurinn - 1 sekúnda frá Íslandsmetinu er glæsilegur árangur, sérstaklega fyrir nýliða :o) Læt myndir af fitness.is fylgja í tilefni þessa!



mánudagur, maí 15, 2006

Helgin yfirstaðin og alvara lífsins hafin að nýju. Fyrir utan dularfulla sýkingu, hausverk, kláða og almenn óþægindi var helgin bara góð. Föstudagskvöldið var viðburðarlítið en laugardagurinn heldur fjörmeiri. Ég og Villi ætluðum að vera uppáhalds með því að bjóða Sólveigu og vinkonu hennar í keilu. Sóttum tvær mikið spenntar tíu ára dömur í breiðholtið og ókum sem leið lá í Keiluhöllina. Þar standa yfir miklar framkvæmdir og í kjölfarið hafa nokkur bílastæði verið tekin úr umferð. Ég endaði því með að leggja "ólöglega". En inn fórum við og við blasti sægur af krökkum og slatti af fullorðnum -þá hafði ónefnt fyrirtæki pantað salinn og það var 1 1/2 tíma bið eftir braut! GREAT! Jæja þá var bara að skipta í milljón spilapeninga og gefa stúlkunum lausan tauminn í leiktækin.....en nei þá var meira en helmingurinn bilaður og þau sem voru laus hæfðu ekki alveg aldrinum. Við spiluðum því bara nokkra þythokkýleiki og svo var farið heim. Ef ég væri að reka þennan stað myndi ég skammast mín!

LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
Laugardagskvöldið einkenndist af áfengisdrykkju og almennum óþroska...sem var skemmtileg tilviljun því í upphafi kvölds hófust umræður um hversu þroskuð við hlytum að vera orðin. Farin að haga okkur svo dannað í glasi, hætt black-outunum og að gera okkur að fífli. Við héldum áfram að vera svona þroskuð í c.a. hálftíma - og síðan ekki söguna meir!! Nema ég var að sjálfsögðu dönnuð allt kvöldið og lét mig hverfa þegar fólk fór að hegða sér undarlega og deyja áfengisdauða. Ég náði þó að þrauka nógu lengi til þess að festa suma hegðunina á stafrænt. Afraksturinn má sjá hér á nýjum link til hægri undir MYNDIR.

föstudagur, maí 12, 2006

Svona í tilefni þess að ég er búin að fá nýju myndavélina ákvað ég að deila með ykkur nokkrum myndum - flestar teknar síðustu helgi þar sem Sunna og Árni voru nýkomin heim frá Grænlandi.


Bræðurnir í góðum gír

Stjáni

Ragnhild og Hössi - verðandi foreldrar

Árni - duglegur að safna skeggi úti í Grænlandi

Sunnydale - tókst ekki að safna neinu skeggi í Grænlandi

Þessi er svo tekin á Lækjartorgi síðustu helgi þegar ég og Bjögga ferðuðumst um bæinn í blíðviðrinu með fjögur börn í farteskinu!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ég hef sterkan grun um að ég sé búin að þróa með mér frjókornaofnæmi. Síðustu vikur hef ég verið að hnerra reglulega, með smávegis nefrennsli og slím og þurrk í augum. Ég hef því ákveðið að hefja tilraunastarfsemi á sjálfri mér með inntöku histamínlyfja. Það skemmtilega við það er líka að þau draga úr timburmönnum – kannski ég skelli mér á tvöfaldan skammt um helgina!

Síðasta sumar var hið mikla brúðkaupssumar – boðin í fimm en fórum í fjögur. Núna erum við búin að fá boð í tvö. Harpa og Halli ætla að ganga í það heilaga 1.júlí og svo Inga og Grímsi þann 15.júlí. Ég sé fram á heljarinnar gleði á báðum stöðum og er strax farin að hlakka til :o)

....og svo aðeins að íbúðarmálum; Gestarherbergið er alveg að komast í gagnið. Nú er rúmið komið, gestasæng og svoleiðis en aðeins eftir að fínpússa. Það er því óhætt að fara að óska eftir gistingu. Sama má segja um tölvu/bókaherbergið en ég bíð í ofvæni eftir að minn heittelskaði gangi frá ADSL tengingunni í íbúðina!

Helgin er eitthvað óráðin ennþá. Langar mikið að fara til Akureyrar og horfa á Fíu fit (systur mína) rústa liðakeppni þrekmeistarans fyrir hönd Bootcamp ;o) Veit þó ekki hvað verður. Fékk líka skemmtilega dularfullt SMS í gær þar sem tilkynnt var um veislu á laugardagskvöld en nánari upplýsingar kæmu síðar – það er svolítið spennandi þó mér sé búið að detta í tvær ástæður fyrir þessari veislu. Þær hugmyndir verða þó ekki reifaðar hér. Það er því margt á huldu varðandi helgina – fyrir utan það að ég ætla að detta íða :o)

fimmtudagur, maí 04, 2006

AUÐUR EVA GUÐMUNDSDÓTTIR ÆSKUVINKONA MÍN OG SNILLINGUR Á AFMÆLI Í DAG - MARGSINNIS TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!!

Að ómerkari málefnum:
Ég keypti mér stafræna myndavél í dag...hún er lítil, sæt og þunn - passar fínt í partýveskið! Hún er líka yndislega einföld í notkun en það er því miður ekki hægt að segja um fínu fínu pro myndavélina mína (hans Villa) - hún er svo flókin að ég má næstum ekki vera með hana....nema ég fari á námskeið :o) Það stendur til en þangað til ætla ég að dandalast með minivélina og taka myndir af ykkur sem í myndaalbúmunum mínum eruð annað hvort enn á aldrinum 14-18 ára eða jafnvel ekki til (þar sem að ég var ekki búin að kynnast ykkur)!!!

Ég fékk líka nýju gleraugun mín í dag! Já ég nota semsagt gleraugu fyrir ykkur sem vissuð það ekki - sem er kannski ekki skrítið þar sem að ég hef ekki sýnt mig með þau gömlu meðal almennings í fjölda ára. Nú get ég hins vegar farið að spóka mig í alfaraleið, á mannamótum og í vinnunni sem gáfumennið sem ég sannanlega er :-)

Góðar stundir

miðvikudagur, maí 03, 2006

Það er nú kannski ekki seinna vænna en að segja frá síðustu helgi sem var góð helgi eins og allar langar helgar. Ekki það að ég hafi gert svo markverða hluti frekar en vanalega. Bauð reyndar pabba á tónleikana með Sinfó, Ragnheiði Gröndal og Eivöru Páls og sá sko ekki eftir því. Þetta voru frábærir tónleikra og ég gekk út með bros á vör og tvo geisladiska í poka – það sama var að segja um pabba. Ég hitti líka Höllu Hrund í fyrsta skipti í langan langan tíma og fékk að líta Gunnar hennar augum í allra fyrsta skipti ...hvort tveggja mjög ánægjulegt!

Á laugardeginum bauð ég svo mömmu, Erlu frænku og Fíu systur í geðveika súkkulaðiköku með jarðaberjum og heitan rétt sem smakkaðist afar vel mér til mikillar ánægju. Eins og örugglega allir vita er ég þekkt fyrir margt annað en að vera lagin í eldhúsinu. En þetta tókst mér alveg sérdeilis vel þannig að það er aldrei að vita að fleiri fái að njóta í bráð.

Á laugardagskvöldið kom Lóa svo til mín í rauðvín og spjall...það var að sjálfsögðu mjög gaman þar til að rauðvínið fór að segja verulega til sín hjá mér og ég varð bara að gjöra svo vel og senda Lóu mína heim mjög mjög snemma :( Lóa mín ég biðst innilega afsökunar og skammast mín mikið enda ekki þekkt fyrir að þrauka manna styst á svona kvöldum!!

Það var svo sem ekki meira markvert sem ég aðhafðist um helgina, fyrir utan náttúrulega að kaupa meira inn í íbúðina og laga meira til. Eftir öll þessi húsgagna og þ.h. kaup er ég orðin alvarlega kaupsjúk og finnst dagurinn nær ónýtur hafi ég ekki keypt a.m.k. eins og einn nýjan hlut á heimilið. Sálfræðingarnir í vinnunni hafa tekið höndum saman og ætla að reyna að “lækna” þessa sýki mína – annars verð ég örugglega að cancela öllum ferðalögum erlendis í sumar.


Í gær komst ég að galla þess að vera með gaseldavél. Ég var búin að taka til uppáhalds pastað mitt og tilheyrandi, potturinn á helluna, maginn ýlfrandi og spennan í hámarki þegar ég uppgvötaði að gasið var búið. Ég var ekki glöð og ekki nennin þannig að það endaði í pizzu! Þakkaði bara fyrir að það var ekki aðfangadagskvöld!

Áfram Fram og til hamingju með titilinn - jeijeijiejiejiejiejiejiejiejiejiejiejiejiejie