laugardagur, mars 25, 2006

Nú er laugardagskvöld og ég sit ein í Fossvogi, edrú og blogga og er jafnvel að hugsa um að fara að leggja mig hvað að hverju....finnst það samt hálf undarlegt þar sem að klukkan er vart orðin 21:30!! Ég hef svo sem afsökun þar sem að ég hef lifað lífi tveggja barna einstæðrar móður síðan eftir vinnu í gær. Já það er ekki bara tekið út með sældinni að fæða, klæða, svæfa og hafa ofan af fyrir 1 og 4 ára strákstubbum allan sólarhringinn. Í nótt svaf ég í c.a. fjóra tíma og var komin á fætur kl. sjö í morgun. það var reyndar skemmtileg tilbreyting frá því að vera að vakna með hausverk seinnipartinn. Í staðinn stóð ég í eldhúsinu, útbjó morgunverð handa "börnunum" mínum og naut þess að sjá sólina gægjast inn á milli gluggatjaldanna. Ég var samt orðin þreytt kl. 13 og náði að leggja mig í klst. með minnsta kútnum um tvö leytið á meðan hinn fór í búðir með ömmu sinni. Villi gisti sl. nótt en hefur gefið okkur upp á bátinn þessa nóttina enda svefnvana eftir að hafa vaknað við litla snáðann. það var samt náttúrulega ég sem fór á fætur og svæfði aftur í þessi skipti sem hann vaknaði - enda ekki karlmannsverk ;o)
Já mér varð hugsað til allra þessara greyins feðra sem vart geta sofið fyrir stöðugri brjóstagjöf á nóttunni. Aldrei friður!
Annars er þetta búið að ganga svo vel að ég get ekki annað séð en ég sé meira en tilbúin að sjá um mín eigin börn....þ.e. þegar ég er tilbúin að gefa frá mér "frelsið"!

Geisp....já ætli það sé samt ekki best að koma sér í háttinn og treysta á guð og lukkuna að snáðarnir báðir sofi í einum dúr fram á morgun (sem eru nær engar líkur á en það má alltaf vona)

Góða drauma
Erla

fimmtudagur, mars 23, 2006

UMFERÐARÝGI
Ég er yfirleitt mjög þolinmóð bílstýra, flauta ekki á aðra nema brýn ástæða sé til (og kannski vegna þess að bílflautan mín er biluð), gef stefnuljós við öll möguleg tækifæri og keyri yfirleitt á löglegum hraða. Þetta á samt alls ekki við alla bílstjóra, það eru allt of margir óþolinmóðir og ótillitssamir í umferðinni. Ég er samt alls ekki sammála þeim sem tala um að Íslendingar upp til hópa séu hræðilegir bílstjórar og kunni ekki að haga sér í umferðinni. En um daginn fyrir hitti ég mann sem greinilega þjáðist af mikilli umferðarýgi (umferðarreiði/árásargirni). Þannig var mál með vexti að ég var að keyra Ármúlann að leita að ákveðinni verslun. Það þýddi að ég þurfti töluvert að skima í kringum mig meðan á akstrinum stóð og þar af leiðandi keyrði ég hægar en ella. Ég keyrði samt ekkert lúshægt og var meira að segja líklega akkúrat á hámarkshraða þessarar götu en það eru víst ekki allir á eitt sáttir við bílstjóra sem fara að lögum því skyndilega tók ég eftir því að á eftir mér var jeppi sem ók alveg í “rassgatinu” á mér. Ég skildi það svo að sá væri að flýta sér og jók því hraðann smávegis en jeppinn var um leið kominn alveg ofan í mig aftur og ég sá hvernig bílstjórinn hristi hausinn, baðaði út höndum og blótaði mér. Ég lét mér fátt um finnast og ætlaði ekki að gefa í og eiga það á hættu að missa af því hvar verslunin var. Áður en ég vissi af sveigði jeppinn fram fyrir mig og fimm metrum framar beygði hann snögglega inn í bílastæði. Hann munaði greinilega mikið um þessar 4 sekúndur. Út úr farþegasætinu sá ég koma konu og úr bílstjórasætinu karl um fertugt og hann var greinilega allt annað en ánægður með ökuhæfni mína því þegar ég keyrði fram hjá gretti hann sig í framan, öskraði á mig (líklega einhver ókvæðisorð) og rétti mér puttann!!!!! Ég missti næstum andlitið, þarna stóð fertugur karlmaður og rétti mér puttann um hábjartan dag og fyrir það eitt að seinka för hans um mesta lagi 1 mínútu – þessi framkoma særði blygðunarkennd mína og ég var allan daginn að jafna mig á þessari uppákomu. Mér líður ágætlega núna en er viss um að þessum manni líður áfram illa í umferðinni – vona að hann leiti sér hjálpar sem fyrst.

Nokkrum dögum seinna komst ég hins vegar að því að það eru til alveg jafn elskulegir bílstjórar og þeir eru til ömurlegir. Gáfnaljósið ég varð bensínlaus á Miklubrautinni í mikilli umferð á bíl systur minnar sem ég veit núna að er ekki með neitt bensínljós! Ég hringdi að sjálfsögðu í Villa minn og óskaði eftir björgun. Á meðan ég beið þarna með hálfan bílinn á grasinu en hinn á götunni brunuðu fram hjá hundruðir bíla án þess að stoppa. En viti menn rétt áður en að Villi mætti á svæðið stoppaði maður um fertugt á jeppa og rölti til mín og bauð fram aðstoð sína. Ég afþakkaði pent en þakkaði honum ástsamlega fyrir boðið. Litlu síðar kom Villi með bensín í brúsa og ég komst heil og höldnu heim.

Já þeir eru ekki allir eins fertugu jeppakallarnir í Reykjavík. Ef einhver þekkir manninn á KR 482 mitsubishi jeppa má hann færa honum koss frá mér fyrir umhyggjusemina!

fimmtudagur, mars 16, 2006

HOMLESS AND HOMESICK

Jæja þá erum við formlega orðin heimilislaus og fljótum um í limbói óvissunnar og þurfum að treysta á góðvild vina og ættingja til þess að þurfa ekki að sofa utandyra. Við skiluðum nefninlega af okkur Flyðrugrandanum á þriðjudagskvöldið eftir þjáningarfullan dag þar sem 13 tíma þrotlaus vinna fór í að klára að pakka, henda tveimur sendiferðabílsförmum í Sorpu, flytja afganginn af kössunum og innbúið í Breiðholtið til Stebba bróður og síðast en ekki síst skrúbba pleisið hátt og lágt. Þegar ég fór svo loksins að sofa uppgvötaði ég að ég hafði bara sest niður einu sinni allan daginn og það var í hádeginu – vegna þessa uppskar ég í gær strengi og eymsli í hverjum einasta vöðva líkamans, stanslaus geisp, flökurleika og hausverk. Vinnudagurinn var því ekkert til að hrópa húrra fyrir en ég komst klakklaust í gegnum hann. Fór síðan bara í rúmið fyrir kvöldmat í gær og svaf þar til í morgun. Nú er ég bara orðin þokkalega hress þó að strengirnir segi enn til sín.

Núna get ég ekki beðið eftir að komast í nýju íbúðina en áður en það verður þarf ég víst fyrst að lifa af limbóið í mánuð. Það er skrítið að vera með heimþrá á einhvern stað sem maður hefur aldrei búið á – en ég er búin að innrétta íbúðina svo oft í huganum að það er kannski ekkert skrítið.

Hvað er annars að gerast um helgina?

föstudagur, mars 10, 2006

Í dag eru bara fimm dagar þangað til við þurfum að afhenda Flyðrugrandann og það er hellingur eftir að gera. Ég er að vísu búin að pakka aðeins meiru niður en tölvuleikjunum hans Villa, t.d. pottum, pönnum og öðrum eldhúsáhöldum svo að nú er eingöngu borðaður skyndibitamatur á heimilinu (sem er nú kannski þegar ég hugsa um það ekkert al nýtt)!

Aðalhöfuðverkurinn er að losa sig við öll þessi húsgögn þar sem að við hjúin höfum ákveðið að hafa nýtt lúkk í nýju íbúðinni. Þannig að ef þið þekkið einhvern sem að býr ekki svo vel að eiga húsgögn og vantar kannski eins og 1 stk. Bláan sófa, stórt borðstofuborð og leðurstóla við – jafnvel kannski dökkan IKEA skenk með sandblásnu gleri – þá endilega látið vita...helst núna því ég þarf að losna við þetta úr íbúðinni á þriðjudaginn!

Annars blöskra mér dræmar undirtektir varðandi sólarlandaferðina – annað hvort hlýt ég að vera svona ömurleg að enginn vill fara í frí með mér eða þá að enginn á pening. En þar sem fyrri ástæðan gæti varla verið lengra frá raunveruleikanum ætla ég að gefa mér að þið séuð öll skítblönk aumingjarnir ykkar
Í dag eru bara fimm dagar þangað til við þurfum að afhenda Flyðrugrandann og það er hellingur eftir að gera. Ég er að vísu búin að pakka aðeins meiru niður en tölvuleikjunum hans Villa, t.d. pottum, pönnum og öðrum eldhúsáhöldum svo að nú er eingöngu borðaður skyndibitamatur á heimilinu (sem er nú kannski þegar ég hugsa um það ekkert al nýtt)!

Aðalhöfuðverkurinn er að losa sig við öll þessi húsgögn þar sem að við hjúin höfum ákveðið að hafa nýtt lúkk í nýju íbúðinni. Þannig að ef þið þekkið einhvern sem að býr ekki svo vel að eiga húsgögn og vantar kannski eins og 1 stk. Bláan sófa, stórt borðstofuborð og leðurstóla við – jafnvel kannski dökkan IKEA skenk með sandblásnu gleri – þá endilega látið vita...helst núna því ég þarf að losna við þetta úr íbúðinni á þriðjudaginn!

Annars blöskra mér dræmar undirtektir varðandi sólarlandaferðina – annað hvort hlýt ég að vera svona ömurleg að enginn vill fara í frí með mér eða þá að enginn á pening. En þar sem fyrri ástæðan gæti varla verið lengra frá raunveruleikanum ætla ég að gefa mér að þið séuð öll skítblönk aumingjarnir ykkar

föstudagur, mars 03, 2006

Ég er farin að panikka svoldið. Ekki út af fuglaflensunni, ekki út af því að það á að byggja enn eitt helv. álverið, ekki af því að framsókn er að fara með okkur til helvítis, ekki af því að múslimar um allan heim eru brjálaðir úti í Dani og fyrir þeim er ég örugglega jafn mikill dani og hver annar Rassmussen........nei ég er að panikka af því að ég þarf að flytja úr Flyðrugrandanum 15. mars og er ekki byrjuð að pakka! ..ja eða ég lýg...ég er búin að pakka niður playstation tölvuleikjunum hans Villa en það var af ásettu ráði ;o) Svo veit ég ekkert hvar ég á að geyma allt dótið mitt í mánuð, hvernig kettirnir höndla inniveruna og hvort að heimurinn fer til andskotans áður en að 15. apríl kemur!!

Annars er ég bara spræk enda Idolið í kvöld þar sem minn"ástkæri" Alexander á vonandi eftir að fara á kostum, Ragnheiður Sara detta út og Ingó gera sig að fífli - það væri nú gaman!

Svo vil ég svona í lokin óska Árna og Sunnu til hamingju með íbúðina sína sem og Rebekku og Dodda! Það lítur út fyrir að við Villi höfum komið af stað íbúðakaupaflóði í kringum okkur með kaupum á Háaleitisbrautinni - það verður því nóg að gera í innflutningspartýjum á næstunni. Ég og Villi, Himmi og Herdís í apríl, Sunna og Árni í maí, Rebekka og Doddus í júní.....rosalega er maður að verða fullorðinn!!!

Svo auglýsi ég eftir hæfum, skemmtilegum ferðafélögum til þess að koma með á sólarströnd í sumar - í afslöppun og skemmtilegheit....anyone anyone? (ath. haldin verða inntökupróf)

Góðar stundir um góða helgi
Erla perla