miðvikudagur, september 29, 2004

Mig langar ógeðslega , óstjórnlega , óviðráðanlega mikið í Búlluborgara...........................held ég fari og svali löngun minni - eins og ég geri yfirleitt hvað allt varðar.
Sjálfsagi...sjálfsagi? hmmm neibb kannast ekki við þetta orð. Verði mér að góðu
Ég er hætt að lesa bloggið mitt - það eru aldrei neinar nýjir póstar - mér er líka illa við fólk sem þykist halda úti bloggsíðu en nenna svo ekkert að blogga. Það þýðir semsagt að mér er illa við sjálfa mig - það hefur sjaldan verið talið til gæfu að fyrirlíta sjálfan sig enda er ég ekki mjög gæfusöm manneskja en hver er sinnar gæfusmiður eins og stendur í boðorðabók skynsama mannsins. Ég er ekki skynsöm manneskja það hefur löngum verið vitað og því hlýtur eitt að leiða að öðru.

Annars hefur mér borist til eyrna að til séu fjölmargar leiðir til þess að snúa gæfunni sér í hag, í kjölfarið fylgir svo hamingjan og eilíf sæla í pardís mannfólksins. Ef einhvert ykkar á við sama ógæfuvanda og ég að stríða og hafið ekki hugmynd hvernig má breyta því þá eru hér nokkur ráð sem fróðir menn sverja sárt að virki:

1. Jóga hjá Guðjóni Bergmann. Jóga hefur um aldaraðir verið uppspretta gæfu, gleði og innri rósemi en Jóga hjá Guðjóni Bergmann ber af öllum öðrum enda býður hann upp á sérstaka einkatíma í tantra jóga fyrir sérstaklega ógæfusamt fólk. Guðjón veit líka hvað er bannað -> að djúsa og smóka....en það vitum við líka öll :o)

2. Að borða allar sínar máltíðir hjá Sollu á Grænum Kosti - Í versta falli elda það sjálfur úr matreiðslubókinni hennar sem fæst í Hagkaupsbúðunum. Fyrir þessu er augljós ástæða - allt sem er grænt grænt finnst mér vera fallegt +' það að það er náttúrulega heilagur sannleikur að grænmeti í óhófi gerir gæfumuninn.

3. SWET! Getur annað verið en að svitna nærri því til dauða í endurgerð af indíánatjaldi með hóp af ókunnugu allsnöktu fólki sem kyrjar hvert ofan í annað..
...að hlaupa nakinn í bakgarði í fossvoginum og dýfa sér í klakafullt ker...
.....éta og éta og éta þar til maður springur með reykelsi upp í nefinu...
...borga fyrir þetta stórfé - sé hamingjuleiðin.

4. Fara í ræktina á hverjum degi, bryðja efredín og kreatín og stera til skiptis, fara í ljós þrisvar í viku....helst túrbó - nota brúnkukrem þess á milli, fara í nagla, fót og andlitssnyrtingu, sprauta bótoxi í allar mögulegar hrukkur og jafnvel sækja um í Extreme Makeover. Hlýtur bara að virka.

Já það er ýmislegt hægt að gera - gæfan virðist alltaf vera hinum megin við hornið - ég kíkti samt áðan...sá hana ekki - hún er kannski ósýnileg óskynsömu fólki sem lífir syndalífi. Held að það sé bara spurning um að kaupa sér syndaaflausn hjá Snorra Ásmundssyni.


föstudagur, september 17, 2004

Sjúklingur: Erla María Lárusdóttir
Aldur: Skráður aldur 24 en er oft á tíðum mjög á reiki. Er farin að halla á 25. árið og jafnvel enn nær þrítugu á stundum. Af og til hallast aldurinn niður á við - jafnvel nálgast 17. árið. Deila má um ástæður þessa en veruleikaflótti talinn ein af höfuðástæðum
Hjúskaparstaða: Í sambúð en þó ekki flutt alfarið. Flutningstilkynning hefur þó borist réttum aðilum og mun væntanlega verða betrumbót á húsnæðisflakkinu.
Andlegt ástand: Í jafnvægi - á daginn. Í ójafnvægi - á kvöldin....stundum þó öfugt Ástæða ókunn.
Fjármálastaða: Sjúklingurinn er bjórsjúkur eyðsluseggur - frekari orð eru óþörf
Framtíðarsýn: Yfirleitt mjög skammsýn....vinkonuhittingur í kvöld til heiðurs brottfarar Svanhildar aftur til Danaveldis - kveðjuhóf til heiðurs Vegamóta Gunna sem heldur til Suður Afríku bráðlega - á morgun.
Sjúkdómseinkenni: Veruleikafirring. Blogglegt andleysi. Bjórárátta. Tilhæfulaus ótti við lífverur sem fljúga. Vanhæfni til ákvörðunartöku.

Annars er ég ógeðslega svöng enda varð ég fyrir geitungaárás í tíma áðan - tókst nokkurn veginn að halda ró minni og rak geitunginn frá mér - hann fann sér nýtt fórnarlamb og svo annað og annað og annað og annað - þetta olli gífurlegri upplausn í kennslustofunni - svo mikilli að meirihluti nemenda hópaði sig saman í miðju stofunnar með angistarsvip allir sem einn. Síðan kom karlmaður og bjargaði málunum - smátt róaðist múgurinn og hélt til sæta sinna. Hvar værum við staddar ef ekki væri fyrir hugaða karlmenn sem hafa kjark til þess að takast á við geitung!!

Davíð kom í heimsókn í gær - hann grét - hann er ekki jafn sáttur við að stíga niður af stallinum og hann gefur sig út fyrir að vera í sjónvarpinu. Kannski var hann samt bara með hausverk.

Hvað er líka að gerast með ríkisstjórnina - held að það sé einhver minniháttarkennd í gangi - nú er verið að bola út fallega fólkinu - kannski til að jafna ljótuhlutfallið á fundunum.....en hvers eigum við hin að gjalda - við sem þurfum að horfa á daglega í fréttunum??!!

ÉG var mjög glöð í gær - var að horfa á Guiding Light - sem var að sjálfsögðu sérlega gleðilegur atburður í sjálfu sér - enn gleðilegra var þegar Villinn minn birtist með nýjan myndlykil og M12 áskrift inn um dyrnar -´ég gat líka horft á Granna óruglaða :o) Ég þarf ekki lengur að blanda geði við annað fólk - it´s just me and my tv! Spurning samt um að fjárfesta í öðru sjónvarpi - það sýndi sig strax á fyrstu fimm mínútunum að það verður eitthvað um pústra í kringum fjarstýringuna og val á sjónvarpsefni.

Nú get ég líka verið vinsæl - ef ég ákveð að vilja blanda geði við fólk - þá held ég bara IDOL kvöld.....kostar einn bjór inn og það eru fjöldatakmarkanir. Hugsanlegt þó að múta mér með tveimur bjórum sé fullt!

þriðjudagur, september 07, 2004

NOW IT'S OFFICIALLY STARTED!!!
Tveir heilir dagar af starfsnámi búnir - eftir bíður skólinn og félagslífið. Félagslífið gerist víst ekki alveg af sjálfu sér hef ég uppgvötað.....það þarf endalaust að vera að auglýsa og finna eitthvað til að auglýsa og senda póst og hringja og sms-a hingað og þangað. Ég er þreytt og er að missa af fyrsta leiðarljósþættinum mínum af sökum stjórnarfundar.....djöfullinn og nú sem er svo spennandi!!! Ég er eiginlega svo miður mín að ég get varla bloggað :o( Þarf samt að koma með nokkrar tilkynningar og árnaðaróskir:

GEIRI OG DÖGG TIL HAMINGJU MEÐ LITLU STUBBULÍNUNA (johat.blogspot.com)

SVANHILDUR VELKOMIN HEIM Í TVÆR VIKUR (varðst að vera önnur því mér finnst fæðing lítilla barna eiga skilið að vera í fyrsta sæti þó það hafi komið degi á eftir´þér!!)

HEIÐUR TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆR (eins gott að Jói hafi slegið út gjöfina sem þú gafst honum í ammlisgjöf)

SOFFÍA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLI Á MORGUN (svona ef ég skyldi ekki hafa tíma í að blogga - og fía mín þú átt enn nokkuð mörg góð ár eftir!)

...og þá er fréttum í dag lokið sjáumst aftur í bráð

fimmtudagur, september 02, 2004

ÉG ER FARIN AÐ EFAST.....

-um að það hafi verið vel ígrunduð og sniðug hugmynd að lofa Lóu upp á æru og trú að ég myndi bjóða mig fram sem varaformann í stjórnina skyldi hún bjóða sig fram sem formann......sérstaklega þar sem að ég var drukkin á þeim tímapunkti. Sé fram á endalaust stúss milli tíma....eftir tíma...fyrir tíma og aðra tíma - gæti jafnvel farið svo að ég missi af Leiðarljósi öðru hvoru.

-um að ég muni nokkurn tímann geta staðið mig á þessari önn - þvílíkt verkefnaflóð hef ég aldrei nokkurn tíman vitað - plús að kennararnir vilja að við lesum námsefnið samfara verkefnunum...jafnt yfir veturinn en ekki rétt fyrir próf!! Hvernig dettur þeim önnur eins þvæla í hug?

-um að ég sé í raun hæfileikalaus húsmóðir því í gær pússaði ég íbúðina okkar hátt og lágt eftir skóla.....eldaði síðan kvöldmat....þvoði upp eftir eldamennskuna og skundaði svo í vinnuna - held að Villi hafi líka þakkað sínum sæla með að það var ekki alvitlaust af honum að leyfa mér að flytja inn!

-um að ég komist nokkurn tímann til útlanda þetta árið.....spánarferðin forfallaðist sem og Pragferðin og jafnvel Danmerkurferðin datt uppfyrir - held samt í vonina enda bíða tveir frímiðar hvert sem er út í heim eftir mér og Villa.

-um að ég mæti í skólann á morgun þar sem að í kvöld er síðasti sjens sumarsins til að komast i sumarbústað. Stefnana er því að öllum líkindum sett á Munaðarnes í kvöld þar sem að Arna hefur falið sig síðustu daga með Sollu. Brottför áætluð seinnipart þegar ég og Bjúgus höfum lokið tímasókn dagsins.

Eigið góðan dag i dag því að dagurinn í dag breytist á morgun í morgundag

miðvikudagur, september 01, 2004

Jói segir að ég verði að blogga meira......og hver þorir öðru en að trúa orðum Jóa?!
Nú er ég nýkomin úr sumarfríinu mínu sem varði í fjóra daga að helginn meðtalinni. Villi var neyddur til að taka sér sumarfrí í leiðinni og gera það sem að ég vildi gera. Sumarfríið hófst í keiluhöllinni á föstudaginn. Þar öttu kappi ég, Villi, Himmi, Herdís og Danni - ég vann Herdísi.....í seinna skiptið...annað skiptir ekki máli!
Á laugardaginn lögðum við hjónakornin land undir fót - með Soffíu í aftursætinu - henni skiluðum við á Hvammstanga og fengum nýbakað og mjólk hjá mömmu í leiðinni. Bílferðin endaði svo í heimahögunum á Skagaströnd. Pabbi hafði EKKI undirbúið komu okkar með heljarinnar matarveislu....en í staðinn bauð hann okkur út að borða á veitingastaðinn. Skemmtilegt að segja frá því að á ströndinni er allt með greini....Búðin, sjoppan, veitingastaðurinn, hárgreiðslustofan og svo mætti lengi telja - það er nefninlega svo skemmtilegt að á Skagaströnd er bara eitt af öllu....óþarfi líka að vera að fara í samkeppni við nágrannann!! Ja nema bankarnir...þeir eru þrír!
....en allavegana aftur að ferðasögunni - pabbi bauð okkur semsagt úr að borða í Kántrýbæ kenndum við Hallbjörn. Svona fór sú ferð fram:

Ég: Góða kvöldið við ætlum að fá kótilettur fyrir tvo....pabbi hvað ætlar þú að fá?
Þjónn: Kótilettur allt í lagi.
Pabbi (skoðar matseðil með mikilli íhugun): mmm ætli ég fái ekki lambið.
Þjónn: Við eigum ekki lamb
Pabbi (með undrun og hneykslan): Ha? eigið þið ekki lamb - eru þetta semsagt svínakótilettur sem þau eru að fá?
Þjónn (óörugg í fasi og virðist hálf gáttuð): Nei , ég veit það ekki. VIð eigum allavegana ekki lambakjöt.
Pabbi: bíddu eru þetta sem sagt svínakótilettur?
Þjónn: uuuu ha já....eða nei..við eigum ekki lambakjöt.
(þarna var ég farin að vorkenna takmörkuðu þjónustustúlkunni)
Ég: heyrðu okei ég fæ þá bara pizzu
Þjónn: ókei
Pabbi og Villi: við fáum þá nautakjötið með salatinu og bökuðu kartöflunni
Líður og bíður
Þjónustustúlka kemur með tvo diska með nautakjöti böðuðu í sósu, hrásalati úr búðinni og FRÖNSKUM kartöflum.
Pabbi: fyrirgefðu en átti ekki að vera bakaðar karteflur með nautinu.
Þjónn: Jú það átti að vera
Pabbi: En af hverju fáum við þá franskar kartöflur.
Þjónn: Við eigum ekki bakaðar kartöflur
Pabbi: hefðirðu nú ekki átt að segja okkur það áðan.
Þjónn: Jú (og labbar svo burt með fýlusvip)
Ég ´fékk hins vegar pizzuna mína og með réttu áleggi - hún smakkaðist ágætlega.
..og hvað hafið þið lært af þessari litlu sögu minni - jú - ef þið gerist svo fræg að fara út að borða í Kántrýbæ ekki búast við að það sem er á matseðlinum sé í raun og veru til í eldhúsinu....ekki búast við að maturinn sé eldaður af fagmanneksju og ekki búast við framúrskarandi þjónustu og mikilli þjónustulund.

Um kvöldið fórum við hins vegar á kaffiðhús-IÐ en þar var lokakvöld því ekki verður opið á veturnar enda leggsta staðurinn að miklu leyti í dvala þá mánuðina. Þar var fullt út úr dyrum - skemmtiatriði í boði og framúrskarandi þjónar (eiginmenn kaffihúsakvennanna).

Á sunnudeginum tók ég lyftuna í iður jarðar á stað ekki svo langt frá helvíti. Í iðrum jarðar hitti ég fyrir fjöldan allan af kúm... hver annarri undarlegri. Það var gaman.

Svo fór ég í berjamó og svo fór ég aftur suður og nú er sumarfríið mitt búið og ég mætt í skólann.....vildi að ég gæti sagt "tilbúin í slaginn" en ég er ekki tilbúin í slaginn - mig langar ekki að byrja í skólanum strax :o(
Það verður brjálað að gera og svo bætist vinnan og stjórnarstörfin við það allt - af hverju eru allir svona uppveðrarðir og glaðir yfir því að vera að byrja í skólanum aftur - mér er spurn.....nema náttúrulega að geta farið að kaupa skóladót og merkja bækurnar sínar en eins og Valla bendir á þá er það skemmtilegasti hlutinn!!