WELL SO WHAT´S BEEN GONIG ON??!!!!
Í dag eru sko átta daga síðan ég bloggaði síðast og hefur svo slakur árangur ekki lengi sést á minni síðu.....en hei come on stundum er maður bara bissý og forgangsraðar öðruvísi.....og svona svo þið vitið hvað hefur verið á forgangslistanum mínum síðustu átta daga þá læt ég það fljóta með:
Þriðjudagur 11.nóvember
--Hreyfill leigubílar 60 ára....startgjald þann dag eingöngu 60 krónur....tók leigubíl í tilefni þess!!
--Hudson Wayne og Mugison með tónleika á Grand-Rokk.....hafði séð hvoruga og fór því þangað.....fékk Mugison disk í kaupbæti.......mæli eindregið með honum!!!
Miðvikudagur 12. nóvember
--Var gerða að hundaeftirlitskonu í nokkra klukkutíma (reyndar hvolpaeftirlitskonu)....fór út í göngutúr og kom aftur heim blá , marin og blóðug eftir árás hvolpsins....sem nú fær ekki lengur þann heiður að vera kallaður litli bróðir minn!!
Fimmtudagur 13. nóvember
--Fór á Ölstofuna með Hildi og
Lóu....hitti gamla Skagga sem héldu að ég væri Soffía systir!!
Föstudagur 14.nóvember
--Fór í snilldar vísindaferð á Hrafnistu.......já á Hrafnistu og þar eru sko veitingar í lagi....Egils/Visa/Landsvirkjun hvað? Segi ég nú bara.......allt fljótandi í rauðvíni, hvítvíni, bjór, súkkulaðihúðuðum jarðaberjum, snittum og öðru góðgæti á Hrafnistu.
--Idol á Pravda.....frír blár kokteill......
--Kjallarinn....ekkert/enginn
--Pravda....vodka í vatn --alltaf að spara.......ég allt í einu orðin 27 ára í huga einhvers félagsfræðinema....þeir hafa nú aldrei verið þekkti fyrir glökkleikaskyn gott!!
--Prikið...ekkert/enginn
--Celtic Cross.....Sindri bættist í hópinn
--22 ......meiri vodka...Inga og Bjarki bættust í hópinn......jamm sagan af 22.....Erla fékk nýja klippingu með
fullorðinsföndurskærum sem Sindri notaði
til að snyrta "aðeins " toppinn á henni Erlu vinkonu sinni........og nú er Erla á leið í allsherjar klippingu til að hinn hluti hársins verði í samræmi við nýja toppinn hennar.......
--Heim.....enda lítið annað hægt að gera með of mikinn vodka í sér og of lítinn topp :o)
Laugardagur 15. nóvember
--Þrúða vinkona kom í heimsókn......Bjögga stakk okkur af án þess að hafa hitt okkur.......fórum á Vegamót....og Felix.....bara valdir staðir þar sem við þurftum ekki að bíða í röð.....ótrúlega fínt kvöld að mörgu leyti......hitt leytið verður ekki nefnt hér!!
Sunnudagur 16. nóvember
---Fimmtugsammæli í Borgarfirðinum í Munaðranesi hjá Begga frænda
---Arna loksins komin heim að norðan......mætt í heimsókn......og hinar venjubundnu umræður og athafnir hófust aftur eftir hlé.
Og hvað er með bloggið hans Stulla.....mér er bara meinaður aðgangur....Stulli hvað hef ég eiginlega gert á þinn hlut ha? Svona framkoma sko!!!
Og já
Doddi Grundarfjarðarfolinn hennar Rebekku er byrjaður að blogga
Ok nú ætla ég að fara og panta klippingu hjá Tobbu frænku.