laugardagur, febrúar 16, 2008

"Bráðmyndarleg kona óskar eftir fjárhagsaðstoð. Vinsamlegast leggið inn svör hjá fréttablaðinu merkt 555"
(Fréttablaðið, smáauglýsingar 16. febrúar 2008)

....ég hef ákveðið að senda þessari konu 555 kr. í umslagi niðrá Fréttablaði en fyrst ætla ég að krefjast þess að fá að sjá hana...svona til þess að fullvissa mig um að ég sé örugglega ekki að gefa einhverri forljótri herfu pening - mér finnst það bara sanngjarnt þar sem hún tiltekur það sérstaklega í auglýsingunni að hún sé bráðmyndarleg.

En að öllu gamni sleppt þá hefði hún alveg eins getað skrifað "Ríð fyrir rétta upphæð. Vinsamlegast leggið inn svör hjá Fréttablaðinu merkt 666" og flestum örugglega drullusama hvort hún er bráðmyndarlega eða ekki.


Að öðru.
Hér í Háaleitinu voru húsmóðurlegir tilburðir í hámarki í gær. Hér var ryksugað,skúrað og skrúbbað. Síðan fór mín í sturtu, sjænaði sig og skellti svo í heitan brauðrétt svona rétt áður en vinir hans Villa komu í póker. Það er spurning um að vera bara heimavinnandi. Fínt að geta stússað svona á heimilinu. Kannski þegar Villi verður komin með millu á mánuði. Þangað til held ég að ég verði líka að vinna.

Ég stefndi að því að vera menningarleg í dag, njóta lista og nýta það að orðið sé frítt á söfnin. En Villi er þunnur og þó ég geti nú svosum alveg farið ein þá er bara meira fútt í því að njóta þess með öðrum. Reyni að drusla honum á lappir eftir hálftíma.

Jámm svo er ég búin að skella inn slatta af myndum frá Tenerife á myndasíðuna.

p.s.
Ég er allt annað en ánægð að The wiggle wiggle song hafi ekki komist áfram í Laugardagslögunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home