AND WE´RE BACK HOME!!!
Ég get ekki sagt að það hafi verið mjög ánægjulegt að koma heim eftir tvær vikur í paradís en það var víst óumflýjanlegt. Í gegnum tíðina hef ég haft fordóma gagnvart Kanaríeyjunum. Þessir fordómar hafa að sjálfsögðu byggst á fáfræði minni eins og allir fordómar. Fyrir mér var þetta sumarleyfisstaður fyrir gamlingja og óspennandi barnafjölskyldur. Það var mér því mikil ánægja að upplifa annað. Reyndar er óheyrilega mikill fjöldi af eldra fólki þarna en það er bara notalegt að mæta ekki eintómum sílikonbombum og vöðvatröllum á ströndinni :)
Við fengum frábært veður allan tímann, vorum í frábærri villu á fyrsta flokks stað ALVEG við sjóinn með sól á veröndinni frá morgni til kvölds. Vorum með prívat sundlaug og jacuzzy og magnað útsýni. Vorum staðsett í litlum bæ sem heitir La Caleta og er nær enginn túristastaður. Við kynntumst því vel fáeinum localíbúum og völdum að sjálfsögðu veitingastaða og bareigendur sérstaklega úr!!
Ólíkt fyrri ferðum til sólarstranda var djammið í lágmarki og við kusum frekar að sitja með öl úti á veröndinni heima eða á local barnum sem var í 50 skrefa fjarlægð. Við fórum líka í skoðunarferð um eyjuna (vorum á Tenerife) og hún er vægast sagt hrikalega falleg og fylgir merkileg saga. Þetta var því vægast sagt fullkomið frí á fullkomnum stað með frábæru fólki (því eins og við vitum er enginn fullkominn) og Tenerife verður pottþétt heimsótt aftur.
Það er nú líka svoldið skondið frá því að segja að í ferð okkar í dýragarð á eyjunni voru með þeim fyrstu sem ég heyrði í Íslendingar og ekki bara Íslendingar heldur Skagstrendingarnir Skúli Tómas og Helena ásamt börnum sínum. Já þar sem tveir eða fleiri Skagstrendingar koma saman í útlöndum þar er merkur fundur ;)
Af mér er síðan það að frétta að við Björg ákváðum að leggja niður Ómissandi nú í byrjun febrúar. Þrátt fyrir mikil viðskipti þá var ekki hlaupið að því að finna starfsfólk. Við stöllur vorum því undir miklu álagi og það endaði með þrálátum bakverkjum og leiðindum. Þeir segja það vitringarnir að heilsan sé fyrir öllu og verandi sammála því ákváðum við að slútta fyrirtækjarekstrinum og snúa okkur að einhverju nýju. þannig að ef að þið vitið um einhvern sem vantar einstaklega magnaða mig í vinnu þá endilega látið mig vita!
Annað merkilegt í fréttum er það að við ætlum á þorrablótið á Skagaströnd næstu helgi. Síðast fór ég á þorrablóti fyrir þónokkrum árum síðar og er minnisstætt að hafa fengið að heyra að ég hefði greinilega breyst í einhverja miðbæjarrottu. Ég var nú ekki alveg sammála því en engu að síður er ekki hægt að neita því að ég var ekki alveg klædd í stíl við hinar dömurnar sem voru hver annarri glæsilegri í síðkjólum og hælaskóm. Ég var reyndar í hælaskóm en síðkjól ekki heldur rifnum gallabuxum og netabol - hahahahahahaha - það er séns að ég reyni að mæta í aðeins dannaðri fötum þetta árið :)
Jæja best að enda þetta með fáum myndum frá Tenerife
Ég get ekki sagt að það hafi verið mjög ánægjulegt að koma heim eftir tvær vikur í paradís en það var víst óumflýjanlegt. Í gegnum tíðina hef ég haft fordóma gagnvart Kanaríeyjunum. Þessir fordómar hafa að sjálfsögðu byggst á fáfræði minni eins og allir fordómar. Fyrir mér var þetta sumarleyfisstaður fyrir gamlingja og óspennandi barnafjölskyldur. Það var mér því mikil ánægja að upplifa annað. Reyndar er óheyrilega mikill fjöldi af eldra fólki þarna en það er bara notalegt að mæta ekki eintómum sílikonbombum og vöðvatröllum á ströndinni :)
Við fengum frábært veður allan tímann, vorum í frábærri villu á fyrsta flokks stað ALVEG við sjóinn með sól á veröndinni frá morgni til kvölds. Vorum með prívat sundlaug og jacuzzy og magnað útsýni. Vorum staðsett í litlum bæ sem heitir La Caleta og er nær enginn túristastaður. Við kynntumst því vel fáeinum localíbúum og völdum að sjálfsögðu veitingastaða og bareigendur sérstaklega úr!!
Ólíkt fyrri ferðum til sólarstranda var djammið í lágmarki og við kusum frekar að sitja með öl úti á veröndinni heima eða á local barnum sem var í 50 skrefa fjarlægð. Við fórum líka í skoðunarferð um eyjuna (vorum á Tenerife) og hún er vægast sagt hrikalega falleg og fylgir merkileg saga. Þetta var því vægast sagt fullkomið frí á fullkomnum stað með frábæru fólki (því eins og við vitum er enginn fullkominn) og Tenerife verður pottþétt heimsótt aftur.
Það er nú líka svoldið skondið frá því að segja að í ferð okkar í dýragarð á eyjunni voru með þeim fyrstu sem ég heyrði í Íslendingar og ekki bara Íslendingar heldur Skagstrendingarnir Skúli Tómas og Helena ásamt börnum sínum. Já þar sem tveir eða fleiri Skagstrendingar koma saman í útlöndum þar er merkur fundur ;)
Af mér er síðan það að frétta að við Björg ákváðum að leggja niður Ómissandi nú í byrjun febrúar. Þrátt fyrir mikil viðskipti þá var ekki hlaupið að því að finna starfsfólk. Við stöllur vorum því undir miklu álagi og það endaði með þrálátum bakverkjum og leiðindum. Þeir segja það vitringarnir að heilsan sé fyrir öllu og verandi sammála því ákváðum við að slútta fyrirtækjarekstrinum og snúa okkur að einhverju nýju. þannig að ef að þið vitið um einhvern sem vantar einstaklega magnaða mig í vinnu þá endilega látið mig vita!
Annað merkilegt í fréttum er það að við ætlum á þorrablótið á Skagaströnd næstu helgi. Síðast fór ég á þorrablóti fyrir þónokkrum árum síðar og er minnisstætt að hafa fengið að heyra að ég hefði greinilega breyst í einhverja miðbæjarrottu. Ég var nú ekki alveg sammála því en engu að síður er ekki hægt að neita því að ég var ekki alveg klædd í stíl við hinar dömurnar sem voru hver annarri glæsilegri í síðkjólum og hælaskóm. Ég var reyndar í hælaskóm en síðkjól ekki heldur rifnum gallabuxum og netabol - hahahahahahaha - það er séns að ég reyni að mæta í aðeins dannaðri fötum þetta árið :)
Jæja best að enda þetta með fáum myndum frá Tenerife
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home