þriðjudagur, júlí 25, 2006

Þó að útilega síðustu helgar hafi verið blásin af gátum við stelpurnar ekki hugsað okkur að gera ekkert svo við brugðum á það ráð að taka smávegis roadtrip á Þingvelli sem síðan lengdist töluvert og við tókum Gullna hringinn allan. Ætluðum að grilla eitthvað ógeðslega gott þegar við kæmum heim en vorum það seint í því að við nenntum því einfaldlega ekki. Sættum okkur bara við pizzu sem við skoluðum niður með bjór. Lóa mætti líka á svæðið en frú Björg beilaði - hvað sem það átti að þýða. Við enduðum svo á Barnum og fengum til okkar góða "gesti" - Clausen og Ragga!




Á sunnudagskvöldið varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að passa Söru Margréti á með Lóa og Jóhann fóru út að borða í tilefni árs brúðkaupsafmælisins. Ég og Sara ákváðum að vera á svipaðri bylgjulengd þannig að þetta gekk vonum framar!


Ég er svo að hugsa um að skella mér á Grundarfjörð um helgina....þar er alltaf massastemming helgina fyrir Versló - spurning hvort að þið hin eigið ekki bara að drífa ykkur líka!! Nánari upplýsingar um hátíðina hér

Svo frétti ég að Valdi minn hefði verið að giftast Önnu sinni um helgina og þau fá hér með innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins!

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Sökum skyndilegra vinskapsslita hefur útilega helgarinnar verið blásin af :o(
..........................................................................................................................nei það er nú reyndar ekki ástæðan en útilegan hefur verið blásin af samt sem áður af óviðráðanlegum ástæðum og því er ég opin fyrir öllum tillögum um breytt helgarplan!
Gerði heiðarlega tilraun í gær til að bæta úr dugleysi mínu og boðaði til ferðafundar á Barnum. Bjóst að sjálfsögðu við mikilli stemmingu, smávegis bjórdrykkju og almennum skemmtilegheitum. Ég og Danni mættum fyrst á svæðið og fengum okkur að borða. Svo leið og beið en enginn kom. Svo kom í ljós að Arna var orðin eitthvað slöpp, Bjögga hafði líklega dáið á Esjunni og Danni hafði gleymt að láta strákana vita að það væri ferðafundur. Rósa mætti þó, nývöknuð og fersk :o) Með eina nývaknaða og Daníel skelþunnan var ekki fyrir nokkurn mann að halda uppi stemmingu. Fundurinn varð því styttri en ég gerði ráð fyrir og ég fór súr og svekkt heim yfir lélegri mætingu og að sjá á eftir tónleikum með Jeff Who og dj-stuði með Björk. Til þess að sýna þá gríðarlegu gleði sem ríkti á fundinum okkar læt ég fylgja með mynd:


Planið er samt að kaupa sjö manna bíl í dag, keyra í Kerlingafjöll á morgun og grilla lambalæri með aspas, skella sér í pottana, arka á hól eða tvo og stunda villt kynlíf með þeim álfum og tröllum sem á vegi okkar verða....... ef þetta freistar einhvers þá er hann/hún velkomin/n með!!

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Halló!! Bein útsending úr vinnunni:




..og svona til gamans og almenns fróðleiks þá er þetta besti bitinn í bænum:

þriðjudagur, júlí 18, 2006

SKÁL!


Fyrir ekki svo ýkja löngu þótti ég fyrirmyndardjammari, lét fá slík tækifæri mér úr greipum ganga og entist langt fram á morgun í góðum fíling. Nú virðist öldin vera önnur og það liggur við að ég skammist mín fyrir að þurfa að afsala mér djammhetjutitlinum og ekki orðin eldri en ég er ;o) En manneskja sem hefur bara farið u.þ.b. tvisvar á tjúttið í bænum það sem af er sumri á þenna heiður vart skilinn. Ástandið er meira að segja orðið svo slæmt að ég hef varla komið inn á kaffihús í háa herrans tíð og þá er alfarið af sem áður var. Ég hugsa með miklum trega til gullaldaráranna þegar ég hafði ekki hugmynd um hvað var í sjónvarpinu heilu vikurnar þar sem ég var upptekin af því að hitta vini og kunningja í spjall og einn eða fleiri kalda. Ósjaldan sást ég líka á tónleikum hjá upprennandi íslenskum hljómsveitum og á fleiri menningarviðburðum. Já ég held að það sé réttast að ég skammist mín rækilega fyrir þessa niðurdrepandi hegðun og vanvirðingu við miðbæjarlífið - kannski er kominn tími á upprisu og hver veit nema að innan skamms verði mynd af mér á forsíðu Hér og Nú með fyrirsögninni "The Earl is back -better than ever"?
Já spurning um að finna einhvern með sér í átakið....hef jafnvel nokkur nöfn í huga..og tek opnum örmum á móti sjálfboðaliðum, gömlum sem nýjum!

OG JÁ ELSKU HÓLMAR OG FRÚ - INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ERFÐAPRINSINN! HLAKKA TIL AÐ SJÁ HANN!

föstudagur, júlí 14, 2006

Ég er að hugsa um að fara að dæmi Jóa Króa og henda ykkur út sem að hafið staðið ykkur hörmulega í blogginu - ef ykkur dettur allt í einu í huga að fara að blogga aftur þá skal ég linka aftur á ykkur en þið verðið þá að láta mig vita því að nú dettið þið úr bloggrúntinum mínum!!! Ég ætla ekkert að vera að nefna nöfn hérna, þið bara sjáið ef þið hafið misst plássið ykkar hjá mér.

Hvað er samt málið með veðrið....hvar er gatið á ósonlaginu núna?? Hvar eru gróðurhúsaáhrifin sem áttu að hita upp heiminn?? Ég bara spyr...ég er komin með drulluógeð á þessu haustveðri sem er búið að vera í gangi - það liggur við að ég sé fegin að vera ekki í sumarfríi!!! Vona að veðurguðirnir miskunni sig nú yfir Ingu og Grímsa á morgun og gefi gott veður í Búðardal á meðan þau ganga í það heilaga.

Svona í lokin vil ég sýna hvað við stöllurnar gerum í vinnunni:


þriðjudagur, júlí 11, 2006

Um helgina hljóp fjöldi manns langar leiðir til styrktar BLÁTT ÁFRAM! Þar fóru fremstir í flokki BootCamptöffaraþjálfararnir þrír en næstmesti töffari hlaupsins var án efa mín eina sanna systir: SOFFÍA A.K.A. THE BOOTCAMP CHAMP CHICK!!!



Og hér er hún ásamt þriðja mesta töffara hlaupsins: KRISTBJÖRGU A.K.A. THE CRAZY BOOTCAMP DOCTOR

mánudagur, júlí 10, 2006

Jæja þá er ég loksins flutt heim aftur og búin að skila af mér barninu. Endaði dvölina með því að eyða öllum gærdeginum í fjölskyldu- og húsdýragarðinum með Birki litla, Bjöggu og "börnunum" hennar. Það var voða kósý og mér fannst loksins eins og það væri komið sumar. Var ósköp fegin kl. 18:30 í gærkvöldi þegar ég kom heim hálf svefnvana eftir helgina og gat sokkið ofaní sófann og sjónvarpið og þurfti ekki að elda babydinner og svæfa. Þótt að barnið sé yndislegt í alla staði er ágætt að hafa skilaréttinn ennþá :o)

Skelli hér inn nokkrum myndum frá Króatíu....mmmmmm Króatía..




laugardagur, júlí 08, 2006

Ætli það sé ekki kominn tími til að blogga svo ég endi ekki á skammarlistanum hans Jóa Króa. Hef haft nógan tíma til að blogga í vinnunni og frá nógu að segja svo sem en er bara búin að vera svo andlega utan við mig upp á síðkastið. Sé fram á stríðsástand í blokkinni eftir að við Villi óskuðum eftir húsfundi vegna sameiginlegra ákvarðana og annars sem okkur sýnist ekki í lagi í húsfélaginu. Formaðurinn reyndi nú að snúa okkur frá villu vegar og vildi meina að það væri óþarfi að halda nokkurn húsfund....gjaldkerinn til 40 ára var á sama máli og þrátt fyrir að við stæðum föst á beiðni okkar um fund þá er liðin vika síðan og enn hefur ekki verið boðað til fundar. Á meðan leggur stjórnin í kaup á þvotta vél og þurrkara fyrir rúma hálfa milljón án þess að nokkur fái að segja skoðun sína á því...við erum bara vinsamlegast beðin um að borga 10 þúsund kalli meira í hússjóð næstu mánuðina!!!!!! Ekki nóg með það heldur komumst við að því að þrátt fyrir yfirlýsingu um að engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar á bílskúrnum þegar við keyptum leið ekki nema tæpur mánuður þar til við komumst að því að við eigum að fara að borga 400 þúsund kall í viðgerðir á skúrnum ---- svona hlutir gera mig alveg brjálaða. Og út af þessu erum við á leiðinni á "sáttafund" með fasteignasalanum og seljandanum - svona til að láta reyna á hvort að við getum ekki la´tið seljandann borga hluta af kostnaðinum. Helvítis vesen.

Annars fór ég á fyrsta ættarmót ævi minnar um síðustu helgi. Hitti samt lítið af fjarskyldari ættmennum mínum þar sem að við vorum boðin í brúðkaup á laugardeginum til Hörpu Þorvalds og Halla. Þar var hins vegar skemmtilegt með eindæmum og þéttskipuð dagskrá og góður matur þrátt fyrir að einhverjir á borðinu mínu hafi vaðið í forréttina og aðalréttina báða í einu :o)


Helgin núna er töluvert rólegri enda er ég aftur orðin einstæð móðir líkt og í síðasta bloggi. Var með þrjá litla grallara síðustu nótt sem varð ein svefnlausasta nótt síðari ára. Ég var því komin í rúmið klukkan 19:30 í gærkvöldi og sofnuð stuttu síðar!!!!! Og svo komin á fætur fyrir sex í morgun með Birki litla en við verðum bara tvö ein restina af helginni! Planið er því að gera eitthvað óvenjulegt og fjölskyldulegt þessa júlíhelgi, rölta niðrí bæ og jafnvel kíkka í húsdýragarðinn. Banastuð!

Annars eru komnar fleiri myndir inná myndasíðuna svona fyrir ykkur sem viljið frekar skoða myndirnar en að lesa ;)

Næstu helgi er það svo brúðkauð hjá Ingu og Grímsa og helgina eftir það er stefnt á útilegu - allir velkomnir með svo endilega hafið þið samband ef þið hafið áhuga....the more the merrier!