þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Leiðinlegur dagur!
Í dag er búið að vera frekar leiðinlegt í vinnunni enda er ég búin að eyða flest öllum stundum inní skjalaskáp að raða skjölum í möppur og möppum í hillur eftir ákveðnum reglum....ojjjjjjj....fyrst þegar ég byrjaði var maður í samfélagsþjónustu að sinna þessu - greyið kallinn þetta er sko fyrsta flokks refsing fyrir smákrimma. Eitthvað dead-boring starf á féló...hahaha. En hann tók út sína refsingu og síðan hef ég oftast fengið´þá efablöndnu ánægju að fá að kúldrast í skápnum. Fékk líka að hitta stelpuna sem hellti sér yfir mig í símanum í gær......mér stóð nú ekki á sama á tímabili og átti bágt með að missa mig ekki og ræða um hversu heimskulegt samtalið væri orðið - samtal sem við venjulega, tiltölulega þolinmóða manneskju hefði varað í eina og hálfa mínútu. En neinei þessi þurfti að rausa töluvert lengur en það. Svo kemur hún skælbrosandi og segir góðan daginn....blabalbla....já ég var örugglega að hella mér yfir þig í gær í símann er það ekki? - Jú sagði ég gaf henni illilegt augnaráð svo reif ég blaðið úr höndunum á henni og sagði henni að drulla sér út!!! Ég meina ég er að hætta og á aldrei eftir að hitta dömuna....nema kannski í skólanum :o)

föstudagur, ágúst 20, 2004

Í dag hefur góðveðursnefnd Íslands í samráði við orðabókanefnd að orð eins og rok, óveður, aftakaveður, leiðindarigning, hríðarbylur og önnur álíka verði tekin úr orðabókum. Ástæðan er sögð vera sú að almenningur skilji ekki lengur slík orð og í raun sé engin not fyrir þau lengur í íslensku máli. Frétt þessi fannst mér í fyrstu nokkuð undarleg en þegar ég hugsaði mig betur um uppgvötaði ég að þetta er hárrétt. Engin mynd kom upp í huga minn þegar ég las þessi orð - ég þurfti að leggja höfuðið virkilega í bleyti til þess að geta rifjað óljósa mynd af þessum ógnvöldum sólarinnar. Ég er fyrir löngu búin að gleyma hvernig það er að þurfa að fara í jakka og hvað þá úlpu á morgnanna, húfur, vettlingar og trefill eru ekki lengur hluti af lífi mínu, ég á sjö pör af sólgleraugum og sef sængurlaus á nóttinni -- af því að ég bý á hitabeltiseyjunni Íslandi!!

Langar samt að lýsa undrun minni á því að þrátt fyrir þetta hef ég sjaldan verið hvítari á mínum mikla brúnkuferli....I´m downtanning....svona líka af því að ég er nú með svo náttúrulega dökkt litarhaft!!

Tengdapabbi var að koma til Íslands......honum til heiðurs varð að sleppa keilumótinu en í staðinn verður haldin grillveisla í kvöld......hugsanlega þurfum við að fjárfesta í gashitara handa honum...þrátt fyrir blíðuna hér gæti hann forskalast.....hvers vegna...jú hann býr í Brasilíu. Fyrir þá sem að ekki eru vel að sér í landaveðurfræði þá er töluvert heitara í Brasilíu en á hitabeltiseyjunni okkar!!


miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Líf mitt í dag einkennist að mestu leyti af mikilli gleði, létti og endalausri ánægju - af hverju? Jú það er vona að menn undrist því hvers vegna ætti mér sem sjálf er svo endalaust misheppnuð og leiðinleg að líða svona vel.........jú sumarprófið sem að er búið að hanga yfir mér eins og dökkt ský í allt sumar.....prófið og dagurinn sem ég kveið svo fyrir.....var í gær!!! Afgangurinn af læriorkunni var svo sendur í hugskeyti til Himma sem að á sitt próf enn eftir....greyið kallinn.

Helgin nálgast og hefur verið fullplönuð langt fram í tímann......á föstudaginn verður parakeppni í keilu þar sem keppt verður um titlana "your bowling fucking sucks" og "the wonderbowler couple" - hið fyrra eru einstaklings verðlaun - hið seinna paraverðlaun. Ég þarf vart að taka það fram að ég stefni ótrauð á einstaklingsverðlaunin enda ekki sjens í helvíti að nokkur annar geti náð jafn slæmum árangri og ég --- var ég búin að segja ykkur þegar átta ára frænka mín burstaði mig í keilu.....við vorum báðar með grindurnar uppi----aaaaannd I rest my case! Að lokinni keilu verður lasagna dinner og síðan spil fram eftir´kvöldi.
Gleðin heldur svo auðvitað áfram á degi menningarnætur - Rebekka og Doddi sem formlega eru flutt inn í Öldugrandann verða með innflutningspartý.....grill...bolla og bara gaman. Mæting snemma svo að við missum ekki af öllum menningarviðburðum næturinnar!



Annars er ég geðveikt syfjuð.....sem betur fer er eiginlega ekkert að gera ---dibbidido-dibbidida-dibbididibbididei - vei vei!
Mig langaði svo að bera fram opinbera kvörtun vegna nýskipaðs skólastjóra á Grenivík - maðurinn sem var í Reykjavík um daginn og hringdi í mig og sagðist ætla að hitta mig hefur enn ekki látið sjá sig......sá grunur læðist að mér að maðurinn hafi yfirgefið höfuðborgina í skjóli nætur - síðan hefur ekki spurst til hans.....allavegana ekki hjá mér!!!!! Held að Björn frændi hefði ekkert átt að hætta ;o)

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Ég skil ekki hvað er að gerast........af hverju í djöbblinum eru allir linkarnir og það lengst niðri á síðunni???? Ef einhver kann að laga þetta þá má hann alveg bjalla í mig.

....en anyways þá hef ég frétt að það hafi verið einstaklega gott veður í borginni síðustu daga - þetta hefur að mestu leyti farið fram hjá mér þar sem að ég er í vinnunni allan daginn - hér er engin sól!!!

Grilluðum í gær og fengum fullt af fólki í mat, sumir voru boðnir og aðrir buðu sér sjálfir sem er bara sjálfsagt mál. Arna, Nökkvi, Darri, Kristján og Árni "bróðir" sem náttulega sá um matseldina! Loksins nýtti maður tímann og naut góða veðursins - ég og Arna sátum úti í garði til hálf eitt í nótt......vorum nú komnar með teppi og kertaljós undir það síðasta....djöblins væri gott að eiga svona móðins gashitara á stéttinni svona á síðsumarskvöldum!!!

Annars er ég að fara í sumarpróf.....æl.......í stjórnmálafræði......æl.......sko stjó. er samt mjög skemmtileg ég nenni bara ekki að fara að læra......held það sé samt besta að setja einhvern kraft í þetta....það eru samt alveg fimm dagar í þetta....iss tjilla aðeins lengur!!!

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Frábært veður í dag. Í tilefni þess fór ég í kringluna í hádeginu með Soffíu og keypti mér stígvél......hún líka :o)

Svo eru Pink-tónleikarnir í kvöld og ég ætla að skella mér með Lóu, Rut, Guðbjörgu og Karen - búin að láta lita á mér hárið....panta förðun og versla mér pönkarapæjuföt til að lúkka heví mikill aðdáandi!!!!
.........eða eitthvað svoleiðis

mánudagur, ágúst 09, 2004

Hahahahahahahahahahahahahhahahahahahahaha djöfulsins crap...........as if ever eins og þær segja í útlandinu!!!! Og það skal sko enginn segja mér að kona hafi samið þessar reglur!!!
Ég er hin fullkomna eiginkona enda fer ég í einu og öllu eftir hinum gullnu reglum allra húsmæðra - ef einhver efast um sannleiksgildi þessa má sá hinn sami reyna að færa sönnur á annað! Ég hvet að sjálfsögðu hverja konu að leggja þessar reglur á minnið því þær eru gulls í gildi.

Þegar maðurinn kemur heim............
Þessar reglur eru teknar úr kennslubók í heimilisfræði síðan 1950.


1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá
tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir
hans. Flestir karlmenn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur
er hluti af því að láta hann finna hversu velkominn hann er heim, en það
er karmönnum nauðsynlegt.

2. Notaðu 15mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur.
Hann er að koma heim úr leiðinlegri og erfiðri vinnu og er þreyttur. Vertu
svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við.

3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð um húsið og safnaðu saman
skólabókum, leikföngum, pappírsrusli og blöðum. Renndu svo tusku yfir
borðin til að þurrka af og þrífa svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast
hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann.

4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og
andlit og greiða þeim.. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru
hans fjársjóður og hann vill sjá þau þannig.

5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum, s.s.
uppþvóttavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að
börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi.

6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki
heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Þú getur verið viss um að þínar
kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að
þola yfir daginn.

7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á
bak í hægindastól eða stingdu upp á því að hann halli sér smástund í
rúmið. Vertu tilbúinn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu
honum að klæða hann úr skónum og hagræddu púðunum undir honum. Ræddu við
hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á.

8. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að
borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur
fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvíldar
heima.

10. Markmiðið er að gera heimilið að stað þar sem eiginmaður þinn getur
fundið frið og reglu og getur slakað á eftir erfiðan dag.

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jerimías hinn eini og sanni...þá er verslunarmannahelgin á enda og einungis minningin um gleðina eftir. Það var þreyttur líkami og þreytt sál sem vaknaði í vinnuna í morgun og hefði gefið mikið fyrir það að geta sofið út! En ekki verður á allt gott kosið svo mín skellti sér í sturtu til að losna við útileguskítinn og hélt brött af stað í Vesturgarð enda hörkutól með meiru ;o)

En um helgina:
Helgin tókst með eindæmum vel. Fjórir bílar lögðu af stað á föstudag eftir vinnu og voru komnir í Vaglaskóg uppúr miðnætti. Þar var norðanfólkið og fleiri komið á tjaldstæðið okkar sem hafði sérstaklega verið tekið frá fyrir okkur. Búið var að setja upp gríðarstórt partýtjald sem hefði sennilega staðið af sér stórhríð hefði komið til þess, tunnugrill og gasgrill var á staðnum og haldiðið ekki að okkur hafi verið útvegaður sérstaklega kamar í tilefni af komu okkar!! Sumir voru dottnir vel í það þegar við komum og dugðu ekki lengi nætur heldur var viðkomandi kominn á brókina og nærbolinn stuttu síðar - clausen - og svaf svo á sínu græna það sem eftir var.

Á laugardagsmorgun....eða aðallega eftir hádegi fyrir suma - var kominn fótferðatími......steikjandi sól og hiti var í skóginum og dagurinn notaður í sólbað, afslöppun og íþróttaiðkun. Að sjálfsögðu var grillað um kvöldið........síðan tók við Nexuz-mótið og hefur þátttaka aldrei verið betri. Þegar fór að myrkva færðu menn sig svo í partý-tjaldið þar sem var sungið við gítartóna Clausensins - fólk dreif að af næsta tjaldstæði enda var stemmingin gríðarleg!!

Á sunnudeginum var allt heila klabbið tekið saman og þegar það var afstaðið var ekki að sjá að þar hafi útihátíð verið haldin :o) Enda var skógarvörðurinn blússandi hamingjusamur yfir prúðmennsku okkar og snyrtimennsku. Þreytt og þunn keyrðum við inn á Akureyri þar sem margir fengu sér blund til að hlaða batteríin fyrir kvöldið. það tókst misvel en allir mættu fyrir utan Hólmar sem að veiktist. BubbiElli bauð í magnað partý en eitthvað var þreytan í mannskapnum farin að segja til sín - aðeins einn megnaði bæinn við hin lognuðumst út af hvert af öðru eftir því sem líða tók á kvöldið.

Samt sem áður frábær helgi í fyrsta flokks félagsskap - Vaglaskógur aftur að ári? Aldrei að vita!!

Fáeinar myndir frá Vaglaskógi má sjá hjá Himma