þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Nú er törnin komin og mín lærði barasta í allan gærdag og langt fram á kvöld....með hléum til að elda og horfa á Guiding sem eru tveir mjög nauðsynlegir hlutir í mínu lífi. Svo átti náttúrulega að skella sér eldsnemma í ræktina í morgun og vera komin upp í skóla klukkan 9 að hitta Lóu en neinei það getur ekki allt gengið eins og í sögu...en ég er komin núna og búin með heilt aðferðafræði verkefni...djöfuls dugnaður.

EN ég hvet alla til að kíkja á þessa síðu og skoða svo netslóðina þegar þið eruð komin þangað...ég fór óvart þarna inn þegar ég ætlaði að kíkja á síðuna mína...´já það er sko margt sameiginlegt með minni og þessari síðu.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Það er djöfulsins byrjað að verða hvítt....ég þurfti meira að segja að skafa í morgun - ég sem bý ekki einu sinni uppí Breiðholti eða einhverju öðru godforsaken reykjavíkurútkjálka og sveit. Nei ég bý í vesturbænum og er ekki vön að þurfa að skafa -- en svo er ég nú reyndar heldur ekki vön að fara jafn snemma á fætur og í morgun. En af því að það eru að koma próf neyðist ég til að rífa sjálfa mig upp á rasshárunum til að koma mér í skólann eða til að læra -- gott að þetta er bara stutt tímabil!!

Ef svo vill til...sem ég veit að vill til að einhver hafi ekki hitt mig nýlega þá er ég komin með alveg nýja klippingu. Sem kom reyndar í kjölfar tilraunar Sindra til að klippa AF mér toppinn ekki klippa Á mig topp eins og planið var. Ég er líka komin með ógeðslega mikla vöðva og stinnan rass og er alveg að verða brún (það tekur sko soldinn tíma fyrir albínóa eins og mig)-- þannig að um jólin verð ég alveg obboðslega mikil gella ;o)

Á laugardagskvöldið upplifði ég eitt skemmtilegasta djamm í langan tíma -- Matarboð Bjarka og Ingu-- Bjarki hafði staðið sveittur við eldavélina frá klukkan 3 um daginn eða í fjóra og hálfan tíma þegar við stelpurnar (Erla, Arna, BJögga og Lóa) mættum á svæðið. Þarna upplifðum við margt skrítið.....fimm stráka að kuðlast inn í eldhúsi allir í einu á meðan við stelpurnar sötruðum rauðvín í stofunni. Mjög skemmtileg tilbreyting. Þarna voru svo líka Baldur (Bárðarbróðir), Jói (Andrésarbróðir), Bjarni Már (dauðabreik) who is very exotic.. og Sibbi. Inga og Sigga (ingusystir) komu náttúrulega ekki fyrr en við hin vorum hérumbil búin að borða....en það var allt í lagi því það var smá pláss vandamál í gangi fyrst. En allavegana I am verry exotic mr. president þá var þetta bara magnað matarboð sem var fylgt eftir með heimsókn í Sálfræðipartý í framsóknarhúsinu og svo heimsókn á 22. Mr. President you are wery exotic! Jájá.

Eftir þetta matarboð hafði ég lært nokkra hluti:
1) Strákar geta greinilega eldað...allavegana Bjarki
2)Strákar geta greinilega haft snyrtilegt í íbúðinni sinni....allavegana Bjarki (nema hann hafi tekið svona svakalega vel til áður en við komum)
3)Inga er óstundvís -- meira að segja í sín eigin matarboð
4)Bjarni Már is verrrí exotic og hefur mjög takmarkaðan orðaforða
5)Höstl gengur greinilega best milli ólíkra vinahópa (sannaðist mjög þetta kvöld)
6)Ásamt ýmsu öðru sem mun ekki verða upptalið hér.

Nú er bara að læra og læra og læra og læra og læra og læra og drekka magic til að halda sér vakandi --hmmm ætla samt að horfa á Leiðarljós

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

WELL SO WHAT´S BEEN GONIG ON??!!!!

Í dag eru sko átta daga síðan ég bloggaði síðast og hefur svo slakur árangur ekki lengi sést á minni síðu.....en hei come on stundum er maður bara bissý og forgangsraðar öðruvísi.....og svona svo þið vitið hvað hefur verið á forgangslistanum mínum síðustu átta daga þá læt ég það fljóta með:

Þriðjudagur 11.nóvember
--Hreyfill leigubílar 60 ára....startgjald þann dag eingöngu 60 krónur....tók leigubíl í tilefni þess!!
--Hudson Wayne og Mugison með tónleika á Grand-Rokk.....hafði séð hvoruga og fór því þangað.....fékk Mugison disk í kaupbæti.......mæli eindregið með honum!!!

Miðvikudagur 12. nóvember
--Var gerða að hundaeftirlitskonu í nokkra klukkutíma (reyndar hvolpaeftirlitskonu)....fór út í göngutúr og kom aftur heim blá , marin og blóðug eftir árás hvolpsins....sem nú fær ekki lengur þann heiður að vera kallaður litli bróðir minn!!

Fimmtudagur 13. nóvember
--Fór á Ölstofuna með Hildi og Lóu....hitti gamla Skagga sem héldu að ég væri Soffía systir!!

Föstudagur 14.nóvember
--Fór í snilldar vísindaferð á Hrafnistu.......já á Hrafnistu og þar eru sko veitingar í lagi....Egils/Visa/Landsvirkjun hvað? Segi ég nú bara.......allt fljótandi í rauðvíni, hvítvíni, bjór, súkkulaðihúðuðum jarðaberjum, snittum og öðru góðgæti á Hrafnistu.
--Idol á Pravda.....frír blár kokteill......
--Kjallarinn....ekkert/enginn
--Pravda....vodka í vatn --alltaf að spara.......ég allt í einu orðin 27 ára í huga einhvers félagsfræðinema....þeir hafa nú aldrei verið þekkti fyrir glökkleikaskyn gott!!
--Prikið...ekkert/enginn
--Celtic Cross.....Sindri bættist í hópinn
--22 ......meiri vodka...Inga og Bjarki bættust í hópinn......jamm sagan af 22.....Erla fékk nýja klippingu með fullorðinsföndurskærum sem Sindri notaði til að snyrta "aðeins " toppinn á henni Erlu vinkonu sinni........og nú er Erla á leið í allsherjar klippingu til að hinn hluti hársins verði í samræmi við nýja toppinn hennar.......
--Heim.....enda lítið annað hægt að gera með of mikinn vodka í sér og of lítinn topp :o)

Laugardagur 15. nóvember
--Þrúða vinkona kom í heimsókn......Bjögga stakk okkur af án þess að hafa hitt okkur.......fórum á Vegamót....og Felix.....bara valdir staðir þar sem við þurftum ekki að bíða í röð.....ótrúlega fínt kvöld að mörgu leyti......hitt leytið verður ekki nefnt hér!!

Sunnudagur 16. nóvember
---Fimmtugsammæli í Borgarfirðinum í Munaðranesi hjá Begga frænda
---Arna loksins komin heim að norðan......mætt í heimsókn......og hinar venjubundnu umræður og athafnir hófust aftur eftir hlé.

Og hvað er með bloggið hans Stulla.....mér er bara meinaður aðgangur....Stulli hvað hef ég eiginlega gert á þinn hlut ha? Svona framkoma sko!!!

Og já Doddi Grundarfjarðarfolinn hennar Rebekku er byrjaður að blogga

Ok nú ætla ég að fara og panta klippingu hjá Tobbu frænku.

mánudagur, nóvember 10, 2003

Í Blúsnum er banastuð!!! Á fimmtudaginn þegar ég sat aðgerðalaus og horfði á tilgangslausa sjónvarpsdagskrá í dæmigerðri heilalausri leiðslu, hringdi síminn minn. Þar var um að ræða Sindra í kompaníi með Stebba Eiríks og Snorra Einars og vildu þeir endilega fá mig á stofnfund Blúsfélagsins. Minnug síðastu blústónleika lét ég auðvitað sjá mig. Staðurinn var Kaffi Reykjavík og fullt af frægu fólki...Maggi Eiríks, KK, Andrea Gylfa ofl. ofl. Það var brjáluð stemming og ógeðslega gaman......kannski maður fari bara að stunda blústónleika héðaní frá!

Á föstudaginn fór Erla svo í ræktina.....alltaf jafn kraftmikil......svo fór hún í ljós.....alltaf jafn hvít en alltaf að reyna að bæta úr því......Erla var ekki jafn kraftmikil og hvít um kvöldið.....heldur rauðbrunnin og aum......í dag er ég bara bleik og aum! En beauty is pain eins og margir vita og því var ekkert annað að gera en að harka af sér og láta eins og ekkert hefði í skorist. Og því mætti Arna heim til mín með bjór og með´í eins og svo oft áður og við sátum við spjall og öldrykkju framan af kvöldi...svo lá leiðin á.........jamm giska giska giska giska.....júbb mikið rétt Crossroads þar sem að við hittum Himma og Danna og Gunna sem voru allir mikið en misdrukknir! Það var ágætt....færðum okkur samt yfir á Celtic og ég og Himmi enduðum svo á 22 í smástund......dönsuðum skyldudansinn og fórum svo heim.

Á Laugardagskvöldið var svo komið að "The fabulous F-party" .....góð mæting miðað við og meira að segja 100% hjá strákunum......en fyrir okkur stelpunum er samt bara um 50% mætingu að ræða þar sem að vitsmunir þeirra eru bara helmingur á við okkur!! Við komumst að því að þeir hafa ekkert breyst......og við skiljum heldur ekki alveg núna hvernig við lifðum af öll þessi ár með þeim í bekk........en þeir eru samt bestu skinn þessi grey og alltaf gaman að hitta þá. Eftir að hafa skolað niður slatta af rauðvíni og tekið þátt í misvitlausum samræðum fann ég þreytuna líða inn í mig og bruninn sagði líka svoldið til sín....og löngunin í djamm í bænum var í lágmarki svo mín laumaðist bara út og heim án þess að kveðja svona til að þurfa ekki að heyra skammirnar og hneykslunina á þessu uppátæki mínu. Ég viðurkenni fúslega að ég var allt annað en að standa mig þetta kvöldið og í þessum hóp er það ámælisvert.

Í gær komu svo pabbi, Soffía og Jói heim frá Glasgow, öll hlaðin nýjum fötum og skóm.......en ég fékk ekkert :o( Jú Dumle karamellur!!!

Alla deildarstjórinn minn vann fitnesskeppnina um helgina.......við erum svo miklar skvísur sem vinnum á Hagaborg ;o)

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Í gær var ég svo ótrúlega ótrúlega mikill dugnaðarbolti að ég hafði ekki tíma til að blogga þrátt fyrir að eyða góðum tíma í tölvunni....en sko nebblega ég og Lóa vorum að athuga snilli okkar í powerpoint-veggspjaldsgerð sem er sko aðferðafræðiverkefnið okkar!! Og svo las ég í félagsfræði og var í skólanum og finna týnt fólk úr F-inu. Mjög afkastamikill miðvikudagur þessi sko!! Reyndar stalst ég svolítið í sjónvarpsgláp sem má alveg sko þegar maður er búinn að vera svona dygtig!

Plan dagsins: Fara í afbrotafræði (svo var enginn tími), taka umferða/aksturskönnun(búið), klára powerpointið mitt(búið), skamma Hildigunni og Kjartan (ekki búið), styðja Ingu á fundi, borða með Helenu og Villa, fara í ræktina, lesa og.......annað mun dagurinn leiða í ljós!!

En fréttir dagsins eru hins vegar þær að núkomandi laugardag kl. 20:30 verður blásið til veislu fyrir fyrrverandi nemendur hins frábæra, föngulega, fallega, fyndna F-bekk sem útskrifaðist árið 2000 úr MA. Haft hefur verið samband við alla meðlimi (að ég held) og lítur út fyrir heljarinnar mætingu og því garanterað stuð....ef tími gefst til og við komumst niður í bæ á skikkanlegum tíma mun að öllum líkindum leiðin liggja á Gaukinn í MA-partý sem ku verða þar --- annars bara eitthvað annað. Þarna munu mæta sjaldséðir jafnt sem margséðir og óséðir félagar okkar og því er mikilvægt að mæta snemma. Staður: Bjúgus´s place, Hringbraut 103, Tími:20:30 á slaginu, Fylgihlutir:Fljótandi veigar í nægilegu magni og tjúttskapið að sjálfsögðu.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Ég vil hvetja alla til að horfa á myndina "Stevie"..sem er heimildarmynd um mann sem fer til baka í heimabæinn sinn einhversstaðar í BNA til að heimsækja strák sem hann hafði verið með í "liðveislu" tíu árum fyrr. Strákurinn og fjölskyldan er svona typical white trash fólk og það er ótrúlegt að fylgjast með öllu sem hefur gerst og er að gerast......ótrúlega góð og ómissandi mynd fyrir áhugafólk um "white trash" :o) --- Rebekka þú ættir ekki að láta þessa fram hjá þér fara!!!!

Eyddi öllum gærdeginum í að læra.....og fór svo í ræktina......dagur 1 í dugnaði!! Spurning um að halda þessu áfram!! Samt verður maður eitthvað svo ótrúlega latur í svona ógeðisveðri eins og er núna....og ég er ekki einu sinni komin á vetrardekkin....djö!! Mann langar bara að liggja uppi í rúmi og horfa á vídjó en það gengur víst ekki.....aðferðafræðiverkefnisskil nálgast óðum og við erum ekki byrjuð!!

Pabbi á ammæli í dag....en hann flaug samt bara til Glasgow í morgun með Soffíu systir...hún er sko að útskrifast úr master í fjármálum...já hún er svo gáfuð hún systir mín!!! Það erfa ekki allir allt!!

Svanhildur átti líka ammæli í gær.....ég sendi henni nú sms en veit ekki hvort hún er enn með sama númerið -- ef ekki þá þúsund kossar til hamingju Swanie honey!!

mánudagur, nóvember 03, 2003

The weekend started out very nicely.....this cold friday afternoon we the students in´socialwork were supposed to be going on a sciencetrip...but because of Egil´s dropping that one other plans were made. At 16:30 at Oddi we started to drink beer......then a bus came and drove us all the way to Breiðholt where Rut´s mom let us stay .....a sciencetrip on a regular Icelandic home...very nice. Alot alot alot of beer went down in Breiðholtið and alot of Dorito´s and alot of sandwiches and before we knew it everyone was becoming drunk.....at 19:30 or something. Well anyway then the bus came again.....and because of the alcahol everybody started singin (well not me - cause I don´t sing)....they sounded horrible :o) But that´s ok but I felt sorry for the driver!!! Well at eight o´clock the destination was achieved - Pravda..the hottest place in town....hahahhaha....I have no Idéa ....we just went there to watch IDOL and get some free drinks and stuff......of course everybody was wery happy when Vala was chosen to stay!!! And yes after the Idol show...Arna came to see me at Pravda...then we went to Kapital to meet Himmi and Herdís and the rest of the Travel (ferðamálafræði) - kids. There we got more free beer....thank u Himmi og Herdís....after a while we decided to keep on going and walked up to crossroads where Danny and Bob met us as well. Getting a table made things better there than many times before.......for unsaid reasons though I went home ...not very happy .....and had left other people not very happy as well.....I´m good at these things I´m starting to realise....well but Arna took me home..just to be sure I would be all right...thank u Arna beibí!!!

Saturday night was rather quiet.....went to Harpa Halldór´s place and had some redwine and met Arna, Lára and Sibba...but at about 1 am I took a cab home - not a very adventures night!!!

But anyway....next weekend will probably be a very nice one.....and I would like all u old F-people from Menntaskólinn to contact me and tell me if u are available for a gathering on Friday or Saturday...........

The reason for this to be all in English is not very clear to me......nope not very clear at all!!