fimmtudagur, maí 01, 2003

Eftir langan aðferðafræðidag í gær og smá síðdegisblund og pínu meiri aðferðafræði og örlítið sjónvarpsáhorf ákvað ég að skella mér úr skítagallanum (prófgallanum) og halda á mið kaffihúsanna enda frídagur í dag og margir sem gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi!! Skellti mér því með henni Bjöggu minni á kaffibarinn þar sem boðið var upp á léttvín á tilboði og osta og kex og brauð í boði hússins!!! þar sátum við og rifjuðum upp gömlu góðu dagana í Grænu Hurðinni, hittum Himma og Danna og rétt áður en við fórum uppúr tvö komu svo Villi og Nökkvi --- aðeins meira í því en aðrir við borðið :o) En þá var klukkan orðin tvö og tími fyrir lærandi fólk að leggjast í fletið!!

Lærdómurinn hófst svo klukkan 11 í morgun þegar´Lóa mætti á svæðið og muna standa yfir eitthvað fram eftir kvöldi en prófið er á morgun! Tók mér bara smá pásu núna til að blogga pínu og tók svo flokkaprófið sívinsæla og kom eftirfarandi í ljós með skoðanir mínar:

Vinstri grænir 54%
Frjálslyndi flokkurinn 38%
Sjálfstæðisflokkurinn 38% (úbbs það kom smá á óvart)
Framsóknarflokkur 23%
Samfylkingin 15%

Jaaa ég er greinilega pínu sjálfstæðiskona í mér ---- en með hjartað á réttum stað - vænt og grænt!! :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home